Tugþúsundir minnast Boris Nemtsovs 2. mars 2015 07:30 Stjórnarandstæðingar saka Pútín um að bera ábyrgð á morðinu. Tugþúsundir manna komu saman í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í gær til að minnast stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsovs en hann var skotinn til bana síðastliðið föstudagskvöld. Skrúðganga var farin í gegnum miðborgina og að staðnum þar sem Nemtsov var myrtur. Margir héldu á blómum til að leggja á svæðið. Þá voru margir með rússneska fánann og nokkrir með þann úkraínska. Á vef Reuters greinir að fólk hafi gengið með skilti og á sumum hafi staðið „Rússland án Pútín“. Mikil ólga hefur myndast í Rússlandi vegna morðsins. Nemtsov, sem varð 55 ára, var einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í landinu en hann gegndi embætti aðstoðarforsætisráðherra landsins í valdatíð Boris Jeltsín Rússlandsforseta. Nemtsov var frjálslyndur stjórnmálamaður og hafði haldið uppi gagnrýni á stjórnvöld í Rússlandi, meðal annars vegna átakanna í Úkraínu. Hann var einn aðalskipuleggjenda mótmæla gegn hernaðarátökum í Úkraínu sem áttu að fara fram í borginni í gær. Stjórnarandstæðingar í Rússlandi hafa komið saman í stórum hópum og sakað stjórn Pútíns um að bera ábyrgð á morðinu. Þá segja þeir Nemtsov hafa fengið morðhótanir undir nafnleysi dagana áður en hann var skotinn. Auk þess hafi hann sagt að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, vildi sig feigan. Pútín hefur hins vegar fordæmt morðið og sagst ætla að taka að sér yfirstjórn rannsóknarinnar. Þessu hafa stjórnarandstæðingar mótmælt og sagt aðkomu hans að rannsókninni fráleita. Nemtsov var skotinn fjórum sinnum í bakið af óþekktum árásarmanni í bíl þegar hann var á gangi yfir Boloshoy Kammeny-brúnna skammt frá Kreml með konu í miðborg Moskvu. Rússnesk stjórnvöld hafa nú gert opinbera upptöku sem náðist af morðsvæðinu. Myndbandið er þó ekki mjög greinilegt og aðeins aðdragandi morðsins sést á því, en ekki morðið sjálft. Morðið á Boris Nemtsov Rússland Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Tugþúsundir manna komu saman í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í gær til að minnast stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsovs en hann var skotinn til bana síðastliðið föstudagskvöld. Skrúðganga var farin í gegnum miðborgina og að staðnum þar sem Nemtsov var myrtur. Margir héldu á blómum til að leggja á svæðið. Þá voru margir með rússneska fánann og nokkrir með þann úkraínska. Á vef Reuters greinir að fólk hafi gengið með skilti og á sumum hafi staðið „Rússland án Pútín“. Mikil ólga hefur myndast í Rússlandi vegna morðsins. Nemtsov, sem varð 55 ára, var einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í landinu en hann gegndi embætti aðstoðarforsætisráðherra landsins í valdatíð Boris Jeltsín Rússlandsforseta. Nemtsov var frjálslyndur stjórnmálamaður og hafði haldið uppi gagnrýni á stjórnvöld í Rússlandi, meðal annars vegna átakanna í Úkraínu. Hann var einn aðalskipuleggjenda mótmæla gegn hernaðarátökum í Úkraínu sem áttu að fara fram í borginni í gær. Stjórnarandstæðingar í Rússlandi hafa komið saman í stórum hópum og sakað stjórn Pútíns um að bera ábyrgð á morðinu. Þá segja þeir Nemtsov hafa fengið morðhótanir undir nafnleysi dagana áður en hann var skotinn. Auk þess hafi hann sagt að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, vildi sig feigan. Pútín hefur hins vegar fordæmt morðið og sagst ætla að taka að sér yfirstjórn rannsóknarinnar. Þessu hafa stjórnarandstæðingar mótmælt og sagt aðkomu hans að rannsókninni fráleita. Nemtsov var skotinn fjórum sinnum í bakið af óþekktum árásarmanni í bíl þegar hann var á gangi yfir Boloshoy Kammeny-brúnna skammt frá Kreml með konu í miðborg Moskvu. Rússnesk stjórnvöld hafa nú gert opinbera upptöku sem náðist af morðsvæðinu. Myndbandið er þó ekki mjög greinilegt og aðeins aðdragandi morðsins sést á því, en ekki morðið sjálft.
Morðið á Boris Nemtsov Rússland Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira