Grikkir fá grænt ljós á sparnaðinn guðsteinn bjarnason skrifar 25. febrúar 2015 07:00 Í gærmorgun skrapp Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, í heimsókn til tónskáldsins þekkta, Mikis Theodorakis. fréttablaðið/EPA Ráðherrar evruríkjanna samþykktu í gær áform grísku stjórnarinnar um sparnað og umbætur í ríkisrekstri. Enn á þó eftir að staðfesta þetta samþykki í hverju ríki fyrir sig, oft með atkvæðagreiðslu í þjóðþingum. Í staðinn fá Grikkir allt að fjögurra mánaða framlengingu á efnahagsaðstoð, sem annars hefði runnið út nú um mánaðamótin næstu. Christine Legarde, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir þó margt óljóst í áformum Grikkja. Frekari skýringar þurfi og tryggingar fyrir því að staðið verði við þessi áform. Áform Grikkja snúast einkum um að útrýma spillingu og skattaundanskotum ásamt sparnaði í ríkisrekstri. Sparnaðinum á að ná fram með því að fækka ráðuneytum úr 16 í tíu, fækka ráðgjöfum og frysta viðbótargreiðslur til æðstu embættismanna. Umfram allt á sparnaðurinn þó ekki að bitna á launum og lífeyri. Auk þessa ætla Grikkir að gera breytingar á skattkerfinu og tollum. Stofnað verður sérstakt fjármálaráð sem á að fylgjast grannt með öllum ríkisútgjöldum. Gríska stjórnin, sem komst til valda eftir stórsigur vinstriflokksins SYRIZA í þingkosningum fyrir mánuði, hefur þó þurft að gefa verulega eftir. Bæði í kosningabaráttunni og fyrst eftir stjórnarmyndun höfðu leiðtogar stjórnarinnar, þeir Alexis Tsipras forsætisráðherra og Janis Varúfakis fjármálaráðherra, uppi stór orð. Þeir kröfðust þess að allt að þriðjungur skulda gríska ríkisins yrði felldur niður og afborganir gerðar léttari svo ríkið gæti aukið útgjöld sín til að koma til móts við almenning, sem strangar niðurskurðaraðgerðir síðustu ára hafa bitnað hart á. Lítið er eftir af þeim kröfum nú, þegar þessi málamiðlun er í höfn. Þeir sem lengst eru til vinstri í SYRIZA eru harla ósáttir og óvíst um stuðning þeirra við stjórnina. Stjórnin gerir sér líka grein fyrir að þetta er aðeins fyrsta skrefið: „Við höfum fengið nokkrar vikur,“ segir í tilkynningu frá gríska fjármálaráðuneytinu. „Þetta er bara eitt skref, en í réttu áttina.“ Skuldir gríska ríkisins nema nú 175 prósentum af landsframleiðslunni en frá upphafi kreppunnar hefur orðið 25 prósent samdráttur á efnahag landsins. Atvinnuleysi í Grikklandi er enn í 25 prósentum. Meðal ungmenna er atvinnuleysið 50 prósent. Grikkland Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Sjá meira
Ráðherrar evruríkjanna samþykktu í gær áform grísku stjórnarinnar um sparnað og umbætur í ríkisrekstri. Enn á þó eftir að staðfesta þetta samþykki í hverju ríki fyrir sig, oft með atkvæðagreiðslu í þjóðþingum. Í staðinn fá Grikkir allt að fjögurra mánaða framlengingu á efnahagsaðstoð, sem annars hefði runnið út nú um mánaðamótin næstu. Christine Legarde, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir þó margt óljóst í áformum Grikkja. Frekari skýringar þurfi og tryggingar fyrir því að staðið verði við þessi áform. Áform Grikkja snúast einkum um að útrýma spillingu og skattaundanskotum ásamt sparnaði í ríkisrekstri. Sparnaðinum á að ná fram með því að fækka ráðuneytum úr 16 í tíu, fækka ráðgjöfum og frysta viðbótargreiðslur til æðstu embættismanna. Umfram allt á sparnaðurinn þó ekki að bitna á launum og lífeyri. Auk þessa ætla Grikkir að gera breytingar á skattkerfinu og tollum. Stofnað verður sérstakt fjármálaráð sem á að fylgjast grannt með öllum ríkisútgjöldum. Gríska stjórnin, sem komst til valda eftir stórsigur vinstriflokksins SYRIZA í þingkosningum fyrir mánuði, hefur þó þurft að gefa verulega eftir. Bæði í kosningabaráttunni og fyrst eftir stjórnarmyndun höfðu leiðtogar stjórnarinnar, þeir Alexis Tsipras forsætisráðherra og Janis Varúfakis fjármálaráðherra, uppi stór orð. Þeir kröfðust þess að allt að þriðjungur skulda gríska ríkisins yrði felldur niður og afborganir gerðar léttari svo ríkið gæti aukið útgjöld sín til að koma til móts við almenning, sem strangar niðurskurðaraðgerðir síðustu ára hafa bitnað hart á. Lítið er eftir af þeim kröfum nú, þegar þessi málamiðlun er í höfn. Þeir sem lengst eru til vinstri í SYRIZA eru harla ósáttir og óvíst um stuðning þeirra við stjórnina. Stjórnin gerir sér líka grein fyrir að þetta er aðeins fyrsta skrefið: „Við höfum fengið nokkrar vikur,“ segir í tilkynningu frá gríska fjármálaráðuneytinu. „Þetta er bara eitt skref, en í réttu áttina.“ Skuldir gríska ríkisins nema nú 175 prósentum af landsframleiðslunni en frá upphafi kreppunnar hefur orðið 25 prósent samdráttur á efnahag landsins. Atvinnuleysi í Grikklandi er enn í 25 prósentum. Meðal ungmenna er atvinnuleysið 50 prósent.
Grikkland Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Sjá meira