Niðurstöðu að vænta um sýningu í Perlu Svavar Hávarðsson skrifar 23. febrúar 2015 07:00 Með samningi um að Háskóli Íslands taki yfir Loftskeytastöðina missir Náttúruminjasafn Íslands skrifstofuaðstöðu sína, en safnið hefur enga aðstöðu fyrir sýningahald. fréttablaðið/gva Vegna skorts á fjármunum verður ekki ráðist í nýbyggingu í tengslum við Náttúruminjasafn Íslands á næstu árum, að sögn Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra. Viðræður við Reykjavíkurborg og einkafjárfesti um náttúrugripasýningu í Perlunni eru á lokastigum. „Við viljum auðvitað að það sé þá vel staðið að því og ég held að það sé fullur metnaður til þess hjá þeim sem við erum að ræða við, það er að segja Reykjavíkurborg og þessum fjárfesti, og ég á von á að það komi niðurstaða í það innan skamms,“ segir Illugi.illugi gunnarssonHann segir sýningu í Perlunni ekki ígildi safns og eðlilegt sé að menn spyrji sig þá hvort sú sýning verði til þess að ekki verði byggt undir safnið í bráð. Menn verði þó að velta því fyrir sér hvort það sé samt ekki betra en að ekkert komi í mörg ár. „Það vantar fjármuni inn í menntakerfið og það vantar fjármuni inn í menningarlíf okkar. Það að ráðast í nýbyggingar er ekki beint á dagskrá á næstunni, allavega á þessu ári eða næstu, umfram það sem menn hafa verið að ræða.“ Fréttablaðið hefur greint frá húsnæðisvanda náttúruminjasafnsins, en vegna samninga um önnur afnot á núverandi húsnæði fyrir skrifstofu safnsins er allsendis óvíst hvar því verður niðurkomið. Sú hrakningasaga er löng. Spurður um stöðu safnsins og þá staðreynd að því er markaður rammi í lögum sem útilokað er að uppfylla við núverandi skilyrði segist Hilmar J. Malmquist forstöðumaður hafa spurt þessa en ekki fengið nein svör. „Hvernig kemst Alþingi Íslendinga upp með það að semja lög um eina helstu menningarstofnun landsins, þar sem kveðið er á um mikilvægar skyldur varðandi miðlun fróðleiks og upplýsinga um náttúru landsins, sem er undirstaða menningar okkar og efnahags, sbr. fiskveiðar, virkjun vatnsafls og jarðvarma og þátt náttúru og landslags í ferðaþjónustu, en gerir stofnuninni svo ekki kleift að rísa undir nafni með því að nánast svelta hana í hel og úthýsa,“ spyr Hilmar. „Hvurs lags forgangsröðun er það að skera niður gagnvart Náttúruminjasafninu á sama tíma og til að mynda tekjur í ferðaþjónustunni, sem hvílir á náttúru landsins, hafa aldrei verið meiri, eða um 300 milljarðar síðastliðið ár,“ segir Hilmar og undrast það að Alþingi þjarmi að starfsemi Náttúruminjasafnsins þegar utanaðkomandi fjárfestar eru tilbúnir að leggja hönd á plóg þannig að framlag ríkisins verði með minnsta móti. Hilmar J. Malmquist„Rökin geta ekki verið af rekstrarlegum toga því ekkert annað höfuðsafn, eða safn yfir höfuð, býr við jafn álitlegar aðstæður til að bera sig vel fjárhagslega. Nægir annars vegar að benda á að nú þegar heimsækja Perluna 300 til 500 þúsund erlendir gestir árlega og hins vegar að þessir gestir eru á höttunum eftir náttúrunni, sem er svo merkileg og sérstök á margan hátt,“ segir Hilmar. „Það er nú þessi langa sorgarsaga,“ segir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, um húsæðisaðstöðu Náttúruminjasafns Íslands. „Þetta á að vera höfuðsafn, en það er nú varla hægt að tala um það sem höfuðsafn meðan ekkert safn er til.“ Á tímabilinu 1898–2008 hefur Náttúruminjasafn Íslands (NMSÍ) hrakist milli 8 staða, nær undantekningarlaust hefur verið um óviðunandi aðstöðu að ræða 1889-1890: Vesturgata 16 (Gröndalshús) 1890-1892: Hlíðarhúsastígur (Vesturgata 38) 1892-1895: Kirkjustræti 10 1895-1899: Vesturgata 5a (Glasgow) 1899-1902: Ránargata 13 (Stýrimannaskólinn) 1902-1908: Vesturgata 20 1908-1960: Safnahúsið (Þjóðmenningarhúsið) 1967-2008: Hlemmur (Náttúrufræðistofnun) Frá vori 2008 ekkert safn til sýnis á vegum NMSÍŸ 2007-2010: Túngata 14 (skrifst. NMSÍ, 2 starfsmenn) 2010-2012: Brynjólfsgata 5 (skrifst. NMSÍ, 2 starfsmenn) 2012-2013: Skrifstofa NMSÍ lokuð, starfsmenn farnir. 2013-2015: Skrifstofa NMSÍ opin, húsnæðinu sagt upp 01.02.2015. Tengdar fréttir Höfuðsafn á leið á götuna Leigusamningi Náttúruminjasafnsins hefur verið sagt upp. Algjör óvissa er um öll húsnæðismál þess, en sýningarrými hefur ekkert verið um árabil. Grunnsýning í Perlunni stendur og fellur með ákvörðun ráðherra. 19. febrúar 2015 06:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira
Vegna skorts á fjármunum verður ekki ráðist í nýbyggingu í tengslum við Náttúruminjasafn Íslands á næstu árum, að sögn Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra. Viðræður við Reykjavíkurborg og einkafjárfesti um náttúrugripasýningu í Perlunni eru á lokastigum. „Við viljum auðvitað að það sé þá vel staðið að því og ég held að það sé fullur metnaður til þess hjá þeim sem við erum að ræða við, það er að segja Reykjavíkurborg og þessum fjárfesti, og ég á von á að það komi niðurstaða í það innan skamms,“ segir Illugi.illugi gunnarssonHann segir sýningu í Perlunni ekki ígildi safns og eðlilegt sé að menn spyrji sig þá hvort sú sýning verði til þess að ekki verði byggt undir safnið í bráð. Menn verði þó að velta því fyrir sér hvort það sé samt ekki betra en að ekkert komi í mörg ár. „Það vantar fjármuni inn í menntakerfið og það vantar fjármuni inn í menningarlíf okkar. Það að ráðast í nýbyggingar er ekki beint á dagskrá á næstunni, allavega á þessu ári eða næstu, umfram það sem menn hafa verið að ræða.“ Fréttablaðið hefur greint frá húsnæðisvanda náttúruminjasafnsins, en vegna samninga um önnur afnot á núverandi húsnæði fyrir skrifstofu safnsins er allsendis óvíst hvar því verður niðurkomið. Sú hrakningasaga er löng. Spurður um stöðu safnsins og þá staðreynd að því er markaður rammi í lögum sem útilokað er að uppfylla við núverandi skilyrði segist Hilmar J. Malmquist forstöðumaður hafa spurt þessa en ekki fengið nein svör. „Hvernig kemst Alþingi Íslendinga upp með það að semja lög um eina helstu menningarstofnun landsins, þar sem kveðið er á um mikilvægar skyldur varðandi miðlun fróðleiks og upplýsinga um náttúru landsins, sem er undirstaða menningar okkar og efnahags, sbr. fiskveiðar, virkjun vatnsafls og jarðvarma og þátt náttúru og landslags í ferðaþjónustu, en gerir stofnuninni svo ekki kleift að rísa undir nafni með því að nánast svelta hana í hel og úthýsa,“ spyr Hilmar. „Hvurs lags forgangsröðun er það að skera niður gagnvart Náttúruminjasafninu á sama tíma og til að mynda tekjur í ferðaþjónustunni, sem hvílir á náttúru landsins, hafa aldrei verið meiri, eða um 300 milljarðar síðastliðið ár,“ segir Hilmar og undrast það að Alþingi þjarmi að starfsemi Náttúruminjasafnsins þegar utanaðkomandi fjárfestar eru tilbúnir að leggja hönd á plóg þannig að framlag ríkisins verði með minnsta móti. Hilmar J. Malmquist„Rökin geta ekki verið af rekstrarlegum toga því ekkert annað höfuðsafn, eða safn yfir höfuð, býr við jafn álitlegar aðstæður til að bera sig vel fjárhagslega. Nægir annars vegar að benda á að nú þegar heimsækja Perluna 300 til 500 þúsund erlendir gestir árlega og hins vegar að þessir gestir eru á höttunum eftir náttúrunni, sem er svo merkileg og sérstök á margan hátt,“ segir Hilmar. „Það er nú þessi langa sorgarsaga,“ segir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, um húsæðisaðstöðu Náttúruminjasafns Íslands. „Þetta á að vera höfuðsafn, en það er nú varla hægt að tala um það sem höfuðsafn meðan ekkert safn er til.“ Á tímabilinu 1898–2008 hefur Náttúruminjasafn Íslands (NMSÍ) hrakist milli 8 staða, nær undantekningarlaust hefur verið um óviðunandi aðstöðu að ræða 1889-1890: Vesturgata 16 (Gröndalshús) 1890-1892: Hlíðarhúsastígur (Vesturgata 38) 1892-1895: Kirkjustræti 10 1895-1899: Vesturgata 5a (Glasgow) 1899-1902: Ránargata 13 (Stýrimannaskólinn) 1902-1908: Vesturgata 20 1908-1960: Safnahúsið (Þjóðmenningarhúsið) 1967-2008: Hlemmur (Náttúrufræðistofnun) Frá vori 2008 ekkert safn til sýnis á vegum NMSÍŸ 2007-2010: Túngata 14 (skrifst. NMSÍ, 2 starfsmenn) 2010-2012: Brynjólfsgata 5 (skrifst. NMSÍ, 2 starfsmenn) 2012-2013: Skrifstofa NMSÍ lokuð, starfsmenn farnir. 2013-2015: Skrifstofa NMSÍ opin, húsnæðinu sagt upp 01.02.2015.
Tengdar fréttir Höfuðsafn á leið á götuna Leigusamningi Náttúruminjasafnsins hefur verið sagt upp. Algjör óvissa er um öll húsnæðismál þess, en sýningarrými hefur ekkert verið um árabil. Grunnsýning í Perlunni stendur og fellur með ákvörðun ráðherra. 19. febrúar 2015 06:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira
Höfuðsafn á leið á götuna Leigusamningi Náttúruminjasafnsins hefur verið sagt upp. Algjör óvissa er um öll húsnæðismál þess, en sýningarrými hefur ekkert verið um árabil. Grunnsýning í Perlunni stendur og fellur með ákvörðun ráðherra. 19. febrúar 2015 06:00