Aðeins þrír alíslenskir bikarmeistarar á öldinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2015 06:00 Bryndís Guðmundsdóttir sneri til baka úr heimsreisu um áramótin og er að spila betur með hverjum leik. Fréttablaðið/Stefán Bandarískir atvinnumenn eru eins og áður í stórum hlutverkum í Dominos-deildunum í körfubolta. Ekki er mikilvægi þeirra minna í kvennaboltanum og nú stendur annað bikarúrslitaliðanna frammi fyrir því að þurfa treysta algjörlega á framlög íslenskra leikmanna sinna í úrslitaleik Powerade-bikarsins 2015. Carmen Tyson-Thomas, bandaríski leikmaðurinn í kvennaliði Keflavíkur, er rifbeinsbrotin og verður ekki með á móti Grindavík á laugardaginn. Keflavíkurliðið hefur þegar spilað tvo leiki án Tyson-Thomas og tapaði án hennar á móti Grindavík í leik þar sem liðið var einnig án fyrirliða síns (Birna Valgarðsdóttir) og leikstjórnanda (Ingunn Embla Kristínardóttir). Báðar eru þær Birna og Ingunn Embla öflugir leikmenn sem styrkja liðið mikið en það er meira en að segja það að fylla í skarð atvinnumannsins. Carmen Tyson-Thomas er með 26,2 stig og 12,3 fráköst að meðaltali í leik og er annar framlagshæsti leikmaður deildarinnar. Keflavíkurkonur geta orðið aðeins fjórða liðið á þessari öld (frá 2000) sem tryggir sér bikarmeistaratitilinn án hjálpar erlends leikmanns en allir þessir þrír Kanalausu bikarmeistarar hafa verið kvennalið. Kanalaust karlalið hefur ekki orðið bikarmeistari í heil 26 ár eða síðan Njarðvík vann á alíslensku liði árið 1989. Síðustu alíslensku bikarmeistararnir voru KR-konur fyrir sex árum (2009) en KR vann þá sextán stiga sigur á Kanalausu Keflavíkurliði. Í hin tvö skiptin voru það Keflavíkurkonur sem tókst að vinna bikarinn án bandarísks leikmanns, fyrst 2000 þegar hvorugt liðið var með Kana í bikarúrslitaleiknum og svo aftur árið 2004 þegar þær unnu KR-lið sem fékk þá 30 stig frá Kananum.Carmen Tyson-Thomas í leik með Keflavík. Hún er meidd í dag.Bikarúrslitaleikurinn árið 2004 er þar með í eina skiptið á öldinni þar sem lið með Kana hefur tapað fyrir Kanalausu liði í úrslitaleiknum. Keflavík vann úrslitaleikinn á móti KR með þremur stigum, 72-69, en stigatafla íslensku leikmannanna endaði 72-39. Tveir leikmenn Keflavíkur í dag, Birna Valgarðsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir, tóku þátt í þessun leik fyrir ellefu árum en Bryndís var þó bara fimmtán ára og spilaði bara í átta mínútur. Birna og Bryndís fá núna það verkefni að leiða mjög ungt lið Keflavíkur inn í stærsta leik tímabilsins og án síns besta leikmanns. Einhverjar úr Keflavík gætu reyndar mætt í Höllina sem nýkrýndir bikarmeistarar með stúlknaflokki félagsins sem spilar til úrslita kvöldið áður og aðrar geta orðið bikarmeistarar með unglingaflokki daginn eftir. Keflavík möguleika á því að vinna bikarinn í öllum flokkum í Höllinni um helgina, allt frá 9. flokki kvenna upp í meistaraflokk kvenna. Grindavíkurkonur ættu að eiga mun meiri möguleika á því að vinna bikarinn nú þegar þær þurfa ekki að hafa fyrir því að stoppa Carmen Tyson-Thomas. Pressan er hins vegar meiri á Grindavíkurliðinu nú þegar þær hafa þetta augljósa forskot á grannana úr Keflavík. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira
Bandarískir atvinnumenn eru eins og áður í stórum hlutverkum í Dominos-deildunum í körfubolta. Ekki er mikilvægi þeirra minna í kvennaboltanum og nú stendur annað bikarúrslitaliðanna frammi fyrir því að þurfa treysta algjörlega á framlög íslenskra leikmanna sinna í úrslitaleik Powerade-bikarsins 2015. Carmen Tyson-Thomas, bandaríski leikmaðurinn í kvennaliði Keflavíkur, er rifbeinsbrotin og verður ekki með á móti Grindavík á laugardaginn. Keflavíkurliðið hefur þegar spilað tvo leiki án Tyson-Thomas og tapaði án hennar á móti Grindavík í leik þar sem liðið var einnig án fyrirliða síns (Birna Valgarðsdóttir) og leikstjórnanda (Ingunn Embla Kristínardóttir). Báðar eru þær Birna og Ingunn Embla öflugir leikmenn sem styrkja liðið mikið en það er meira en að segja það að fylla í skarð atvinnumannsins. Carmen Tyson-Thomas er með 26,2 stig og 12,3 fráköst að meðaltali í leik og er annar framlagshæsti leikmaður deildarinnar. Keflavíkurkonur geta orðið aðeins fjórða liðið á þessari öld (frá 2000) sem tryggir sér bikarmeistaratitilinn án hjálpar erlends leikmanns en allir þessir þrír Kanalausu bikarmeistarar hafa verið kvennalið. Kanalaust karlalið hefur ekki orðið bikarmeistari í heil 26 ár eða síðan Njarðvík vann á alíslensku liði árið 1989. Síðustu alíslensku bikarmeistararnir voru KR-konur fyrir sex árum (2009) en KR vann þá sextán stiga sigur á Kanalausu Keflavíkurliði. Í hin tvö skiptin voru það Keflavíkurkonur sem tókst að vinna bikarinn án bandarísks leikmanns, fyrst 2000 þegar hvorugt liðið var með Kana í bikarúrslitaleiknum og svo aftur árið 2004 þegar þær unnu KR-lið sem fékk þá 30 stig frá Kananum.Carmen Tyson-Thomas í leik með Keflavík. Hún er meidd í dag.Bikarúrslitaleikurinn árið 2004 er þar með í eina skiptið á öldinni þar sem lið með Kana hefur tapað fyrir Kanalausu liði í úrslitaleiknum. Keflavík vann úrslitaleikinn á móti KR með þremur stigum, 72-69, en stigatafla íslensku leikmannanna endaði 72-39. Tveir leikmenn Keflavíkur í dag, Birna Valgarðsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir, tóku þátt í þessun leik fyrir ellefu árum en Bryndís var þó bara fimmtán ára og spilaði bara í átta mínútur. Birna og Bryndís fá núna það verkefni að leiða mjög ungt lið Keflavíkur inn í stærsta leik tímabilsins og án síns besta leikmanns. Einhverjar úr Keflavík gætu reyndar mætt í Höllina sem nýkrýndir bikarmeistarar með stúlknaflokki félagsins sem spilar til úrslita kvöldið áður og aðrar geta orðið bikarmeistarar með unglingaflokki daginn eftir. Keflavík möguleika á því að vinna bikarinn í öllum flokkum í Höllinni um helgina, allt frá 9. flokki kvenna upp í meistaraflokk kvenna. Grindavíkurkonur ættu að eiga mun meiri möguleika á því að vinna bikarinn nú þegar þær þurfa ekki að hafa fyrir því að stoppa Carmen Tyson-Thomas. Pressan er hins vegar meiri á Grindavíkurliðinu nú þegar þær hafa þetta augljósa forskot á grannana úr Keflavík.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira