Ég er ekki til Bjarni Karlsson skrifar 19. febrúar 2015 07:00 Ég er einn fjölmargra Íslendinga sem er Jóni Gnarr þakklátur. Þakklátur honum fyrir að hafa ruggað þjóðfélaginu, hrist upp í steinrunnu embættiskerfi, gantast með valdhrokann og sýnt og sannað með framgöngu sinni að sjálfur er hann ekki að tryggja eigin hag. Jón Gnarr er í mínum huga hellings mikill frelsari sem í argasta gríni og fúlustu alvöru hefur opnað augu margra fyrir því að það er í lagi að vera alls konar og að við græðum öll á fjölbreytileikanum. Þess vegna langar mig að mótmæla aðalatriðinu í grein hans „Guð er ekki til“ sem birtist hér á þessum vettvangi sl. laugardag. Það er sjaldgæft að fólk fjalli af einlægni um trúarbaráttu sína eins og Jón Gnarr gerir í greininni. Hann segir frá uppalendum sínum, persónulegum átökum, árangri og vonbrigðum og því fylgir viss heiðríkja. Það að bráðum fimmtugur maður greini frá því að hafa haft löngun til að geta trúað en orðið fyrir vonbrigðum í árangurslausri leit er virðingarvert og mikilsvert í mínum huga. Og mér finnst líka áhugavert þegar bornar eru fram alhæfingar sem eru sannanlega rangar eins og þegar Jón fullyrðir að vísindin hafi útskýrt alheiminn sem þau hafa auðvitað ekki gert, eða að ein helsta fyrirstaða læknavísindanna til að bæta heilsu og bjarga mannslífum sé og hafi verið trúarkreddur ýmiss konar og að það sama eigi því miður líka við um mannréttindi. Þetta eru fullyrðingar sem gott er að rökræða. Tuttugasta öldin var mesta framfaraöld í lækningum og lífslíkum almennings sem runnið hefur upp í veröldinni og ég efast um að margir sagnfræðingar myndu telja að trúarkreddur hafi þvælst þar mikið fyrir, öllu heldur myndu margir benda á hina gríðarlegu misskiptingu sem orðið hefur og ögrar lýðheilsu veraldar umfram flest annað. Tuttugasta öldin var líka blóðugasta öld mannkynssögunnar þar sem mannréttindi voru fótumtroðin með skipulagðari hætti en nokkru sinni fyrr. Ber þar hæst byltinguna í Rússlandi og Kína, framgöngu Rauðu khmeranna í Kambódíu og heimsstyrjaldirnar tvær ásamt sívaxandi misskiptingu á heimsvísu sem jaðarsetur einstaklinga, samfélög og þjóðir. Og skammt er að minnast árásarinnar inn í Írak sem gerð var á lognum forsendum eins og allir vita. Í þessu öllu var að verki alræðishyggja studd veraldlegum hugmyndakerfum svo sem sósíalisma, kommúnisma, nasisma og kapítalisma sem klárlega byggja ekki á trúarlegri heimsmynd. Því tel ég fullyrðingar Jóns um trúarbrögð byggðar á heldur þröngu heimildavali sem gagnlegt væri að ræða.Mér er brugðið Það sem mér þykir hins vegar vont í grein hans er krafan sem hann gerir til allra trúaðra um að þegja: „Ég virði rétt fólks til að hafa hverjar þær skoðanir sem því sýnist í trúmálum. […] Svo framarlega sem það heldur því fyrir sig.“ Þetta er ekki það sem Jón Gnarr hefur staðið fyrir fram að þessu. Hann hefur hingað til einmitt talað fyrir fjölbreytni og frelsi. Því skil ég ekki þessa breytingu og verð að viðurkenna að mér er brugðið. Ef drifkraftur gjörða minna og heimsmynd eru gerð að einkamáli sem mér er ætlað að fela, er ég þá til í fullri merkingu þeirra orða? Ef ég má ekki lifa út lífsskoðun mína, tjá hana og leitast við að sannfæra aðra af því að hún fellur ekki að ríkjandi hugmyndafræði – hvað heita slíkar aðstæður? Hverju vill Jón Gnarr ná fram þegar hann líkir trúarlegri hugsun við það að hugsa með typpinu? Hver verður staða mín sem trúaðs manns í samfélagi ef ríkjandi öfl setja mig þannig út á jaðarinn með háði? Er ég þá til? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er einn fjölmargra Íslendinga sem er Jóni Gnarr þakklátur. Þakklátur honum fyrir að hafa ruggað þjóðfélaginu, hrist upp í steinrunnu embættiskerfi, gantast með valdhrokann og sýnt og sannað með framgöngu sinni að sjálfur er hann ekki að tryggja eigin hag. Jón Gnarr er í mínum huga hellings mikill frelsari sem í argasta gríni og fúlustu alvöru hefur opnað augu margra fyrir því að það er í lagi að vera alls konar og að við græðum öll á fjölbreytileikanum. Þess vegna langar mig að mótmæla aðalatriðinu í grein hans „Guð er ekki til“ sem birtist hér á þessum vettvangi sl. laugardag. Það er sjaldgæft að fólk fjalli af einlægni um trúarbaráttu sína eins og Jón Gnarr gerir í greininni. Hann segir frá uppalendum sínum, persónulegum átökum, árangri og vonbrigðum og því fylgir viss heiðríkja. Það að bráðum fimmtugur maður greini frá því að hafa haft löngun til að geta trúað en orðið fyrir vonbrigðum í árangurslausri leit er virðingarvert og mikilsvert í mínum huga. Og mér finnst líka áhugavert þegar bornar eru fram alhæfingar sem eru sannanlega rangar eins og þegar Jón fullyrðir að vísindin hafi útskýrt alheiminn sem þau hafa auðvitað ekki gert, eða að ein helsta fyrirstaða læknavísindanna til að bæta heilsu og bjarga mannslífum sé og hafi verið trúarkreddur ýmiss konar og að það sama eigi því miður líka við um mannréttindi. Þetta eru fullyrðingar sem gott er að rökræða. Tuttugasta öldin var mesta framfaraöld í lækningum og lífslíkum almennings sem runnið hefur upp í veröldinni og ég efast um að margir sagnfræðingar myndu telja að trúarkreddur hafi þvælst þar mikið fyrir, öllu heldur myndu margir benda á hina gríðarlegu misskiptingu sem orðið hefur og ögrar lýðheilsu veraldar umfram flest annað. Tuttugasta öldin var líka blóðugasta öld mannkynssögunnar þar sem mannréttindi voru fótumtroðin með skipulagðari hætti en nokkru sinni fyrr. Ber þar hæst byltinguna í Rússlandi og Kína, framgöngu Rauðu khmeranna í Kambódíu og heimsstyrjaldirnar tvær ásamt sívaxandi misskiptingu á heimsvísu sem jaðarsetur einstaklinga, samfélög og þjóðir. Og skammt er að minnast árásarinnar inn í Írak sem gerð var á lognum forsendum eins og allir vita. Í þessu öllu var að verki alræðishyggja studd veraldlegum hugmyndakerfum svo sem sósíalisma, kommúnisma, nasisma og kapítalisma sem klárlega byggja ekki á trúarlegri heimsmynd. Því tel ég fullyrðingar Jóns um trúarbrögð byggðar á heldur þröngu heimildavali sem gagnlegt væri að ræða.Mér er brugðið Það sem mér þykir hins vegar vont í grein hans er krafan sem hann gerir til allra trúaðra um að þegja: „Ég virði rétt fólks til að hafa hverjar þær skoðanir sem því sýnist í trúmálum. […] Svo framarlega sem það heldur því fyrir sig.“ Þetta er ekki það sem Jón Gnarr hefur staðið fyrir fram að þessu. Hann hefur hingað til einmitt talað fyrir fjölbreytni og frelsi. Því skil ég ekki þessa breytingu og verð að viðurkenna að mér er brugðið. Ef drifkraftur gjörða minna og heimsmynd eru gerð að einkamáli sem mér er ætlað að fela, er ég þá til í fullri merkingu þeirra orða? Ef ég má ekki lifa út lífsskoðun mína, tjá hana og leitast við að sannfæra aðra af því að hún fellur ekki að ríkjandi hugmyndafræði – hvað heita slíkar aðstæður? Hverju vill Jón Gnarr ná fram þegar hann líkir trúarlegri hugsun við það að hugsa með typpinu? Hver verður staða mín sem trúaðs manns í samfélagi ef ríkjandi öfl setja mig þannig út á jaðarinn með háði? Er ég þá til?
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun