Ísland og þróunarmarkmið SÞ Auður Guðjónsdóttir skrifar 6. febrúar 2015 10:00 Eins og ýmsum er kunnugt samþykkti Alþingi árið 2014 þingsályktun um aðgerðir í þágu lækninga á mænuskaða. Ályktunin tekur til ýmissa veigamikilla atriða sem gagnast geta veröldinni svo sem eins og Norðurlandasamstarfi um mænuskaða sem nú þegar er komið í farveg. Eitt þeirra atriða sem ályktunin kveður á um er að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að einu af þeim þróunarmarkmiðum sem Sameinuðu þjóðirnar setja á þessu ári verði beint að framförum í lækningu sjúkdóma og skaða í taugakerfinu. Vegna þessa hefur utanríkisráðuneytið bætt taugakerfinu við sem einni af þeim fimm tillögum sem Ísland leggur fram til þróunarmarkmiða áranna 2015 til 2030 og sent til aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Þar var framtakinu vel tekið og Íslandi þakkað sérstaklega fyrir frumkvæði sitt í þágu mænuskaðans/taugakerfisins. Í skýrslu aðalritarans sem kom út í desember síðastliðnum kom í ljós að hann mælir með að taugakerfinu verði gert hátt undir höfði þegar aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykkja sautján ný þróunarmarkmið í september næstkomandi. Það skiptir miklu máli að fá „aukinn skilning á virkni taugakerfisins“ samþykkt sem þróunarmarkmið hjá Sameinuðu þjóðunum. Vandinn er afar stór því hundruð milljóna manna um víða veröld þjást vegna sjúkdóma og skaða í taugakerfinu svo sem MS, MND, Parkinson, flogaveiki, Alzheimer, CP-heilalömunar, geðsjúkdóma, æxlamyndunar og skaða sem hlýst vegna slysa svo sem heila- og mænuskaða. Afar erfiðlega hefur gengið að finna lækningu í taugakerfinu og er ein aðalástæðan sú að læknavísindin hafa ekki fullan skilning á virkni þess. Þess vegna þarf alþjóðlegt taugavísindasvið mjög á athygli og aðstoð að halda frá alþjóðasamfélaginu. Ályktun fylgt eftir Nú þegar eru umræður hafnar í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna um hver skuli verða næstu þróunarmarkmið. Þar halda á málum utanríkisráðherra Íslands og ráðuneyti hans ásamt sendiráði Íslands í New York. Ekki er að efa að róður fulltrúa Íslands við að fá taugakerfið samþykkt sem þróunarmarkmið mun verða afar þungur og mikinn pólitískan þrýsting þarf að setja í málið til að fá það samþykkt. Stjórn Mænuskaðastofnunar Íslands biður því ráðherra og þingmenn um að fylgja vel eftir eigin ályktun og kynna málið þar sem því verður viðkomið svo sem fyrir Norðurlandaþinginu, Evrópuráðsþinginu, alþjóðaþingmannasambandinu, Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO og leita eftir stuðningsyfirlýsingu frá þessum samtökum um að tillagan „aukinn skilningur á virkni taugakerfisins“ verði gerð að þróunarmarkmiði hjá SÞ í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Eins og ýmsum er kunnugt samþykkti Alþingi árið 2014 þingsályktun um aðgerðir í þágu lækninga á mænuskaða. Ályktunin tekur til ýmissa veigamikilla atriða sem gagnast geta veröldinni svo sem eins og Norðurlandasamstarfi um mænuskaða sem nú þegar er komið í farveg. Eitt þeirra atriða sem ályktunin kveður á um er að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að einu af þeim þróunarmarkmiðum sem Sameinuðu þjóðirnar setja á þessu ári verði beint að framförum í lækningu sjúkdóma og skaða í taugakerfinu. Vegna þessa hefur utanríkisráðuneytið bætt taugakerfinu við sem einni af þeim fimm tillögum sem Ísland leggur fram til þróunarmarkmiða áranna 2015 til 2030 og sent til aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Þar var framtakinu vel tekið og Íslandi þakkað sérstaklega fyrir frumkvæði sitt í þágu mænuskaðans/taugakerfisins. Í skýrslu aðalritarans sem kom út í desember síðastliðnum kom í ljós að hann mælir með að taugakerfinu verði gert hátt undir höfði þegar aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykkja sautján ný þróunarmarkmið í september næstkomandi. Það skiptir miklu máli að fá „aukinn skilning á virkni taugakerfisins“ samþykkt sem þróunarmarkmið hjá Sameinuðu þjóðunum. Vandinn er afar stór því hundruð milljóna manna um víða veröld þjást vegna sjúkdóma og skaða í taugakerfinu svo sem MS, MND, Parkinson, flogaveiki, Alzheimer, CP-heilalömunar, geðsjúkdóma, æxlamyndunar og skaða sem hlýst vegna slysa svo sem heila- og mænuskaða. Afar erfiðlega hefur gengið að finna lækningu í taugakerfinu og er ein aðalástæðan sú að læknavísindin hafa ekki fullan skilning á virkni þess. Þess vegna þarf alþjóðlegt taugavísindasvið mjög á athygli og aðstoð að halda frá alþjóðasamfélaginu. Ályktun fylgt eftir Nú þegar eru umræður hafnar í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna um hver skuli verða næstu þróunarmarkmið. Þar halda á málum utanríkisráðherra Íslands og ráðuneyti hans ásamt sendiráði Íslands í New York. Ekki er að efa að róður fulltrúa Íslands við að fá taugakerfið samþykkt sem þróunarmarkmið mun verða afar þungur og mikinn pólitískan þrýsting þarf að setja í málið til að fá það samþykkt. Stjórn Mænuskaðastofnunar Íslands biður því ráðherra og þingmenn um að fylgja vel eftir eigin ályktun og kynna málið þar sem því verður viðkomið svo sem fyrir Norðurlandaþinginu, Evrópuráðsþinginu, alþjóðaþingmannasambandinu, Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO og leita eftir stuðningsyfirlýsingu frá þessum samtökum um að tillagan „aukinn skilningur á virkni taugakerfisins“ verði gerð að þróunarmarkmiði hjá SÞ í haust.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun