Uppteknastur allra ráðherra? Sigurjón M. Egilsson skrifar 13. janúar 2015 07:00 Mörgum þykir miður að forsætisráðherra Íslands hafi ekki verið í París á sunnudag. Ekki vegna þess að Frakkar eða annað fólk hafi saknað hans eða fundið fyrir fjarveru íslenska forsætisráðherrans. Alls ekki þess vegna. Flestum Íslendingum er brugðið vegna voðaverkanna og þess sem er lagt á franska þjóð. Af þeim sökum hefðu Íslendingar viljað að þeirra fulltrúi stæði með kollegum sínum. Til að sýna samhug, ekki til að sýna sig. „Vegna ýmissa samverkandi þátta, einkum skamms fyrirvara, ferðatíma og dagskrár ráðherra, var hvorki forsætis- né utanríkisráðherra fært að taka þátt í göngunni,“ segir í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París. Þetta er ekki nógu gott. Sé það svo að íslenski forsætisráðherrann sé sá uppteknasti í allri Evrópu, hefði verið hægt að senda annan – annan ráðherra. Þeir eru jú tíu. Utanríkisráðherrann er upptekinn. „Ég fékk boð um að vera þarna en því miður hittist það þannig á að ég er staddur í Bandaríkjunum í augnablikinu,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson. En sagði: „…mun fulltrúi okkar rita í minningarbók í utanríkisráðuneytinu í Frakklandi falleg orð frá íslensku þjóðinni. Í kjölfarið munu utanríkisráðherrar og líklega varnarmálaráðherrar ræða þetta saman á okkar vettvangi og allar líkur á því að þjóðarleiðtogar muni ræða þetta sín á milli“. Ekki er efni til að gera lítið úr staðgengli sendiherra Íslands í Frakklandi, en staðgengillinn var fulltrúi okkar við athöfnina. Hingað til hefur virst sem ráðafólk okkar hafi átt frekar létt með ferðalög og þau hefur á stundum vantað hér heima, jafnvel í áríðandi umræður, til að mynda á Alþingi. Það er ekki bara hér á landi sem deilt er á æðstu ráðendur vegna fjarvistar frá París. Í Bandaríkjunum eru forsetinn og utanríkisráðherrann líka gagnrýndir fyrir það sama. John Kerry hefur gert lítið úr gagnrýninni og bent á að hann fari í opinbera heimsókn til Frakklands nú á fimmtudag. Trúlegast er meira fyrir ferðum Baracks Obama haft en íslenska forsætisráðherrans. Reyndar eigum við ekkert að horfa til þess hvað þeir kjósa að gera eða ekki, ráðamennirnir í Washington. Það er ekki okkar mál. Ljóst má vera að margir Íslendingar eru vonsviknir vegna ákvörðunar forsætisráðherra. Hann verður að sættast sig við að vera gagnrýndur fyrir. Hverju og einu okkar er fullkomlega frjálst að hafa hvaða þá skoðun sem hverju og einu okkar býr í brjósti vegna þessa máls. Voðaverkin í París þurfa að færa okkur nær hvert öðru, efla samstöðuna meðal okkar, styrkja andstöðuna gegn glæpum eins og þeim sem voru framdir í Frakklandi í síðustu viku. Til þess að raðirnar verði hvað þéttastar skiptir máli að mynda órofa heild þar sem hvert og eitt hefur hlutverk. Bæði í hugsun og framgöngu. Það var þar sem vantaði forsætisráðherra Íslands. Ekki hans vegna. Nei, vegna þess hversu alvarlegt málið er og samstaðan skiptir miklu máli. Þegar svo er, má enginn sitja heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Sjá meira
Mörgum þykir miður að forsætisráðherra Íslands hafi ekki verið í París á sunnudag. Ekki vegna þess að Frakkar eða annað fólk hafi saknað hans eða fundið fyrir fjarveru íslenska forsætisráðherrans. Alls ekki þess vegna. Flestum Íslendingum er brugðið vegna voðaverkanna og þess sem er lagt á franska þjóð. Af þeim sökum hefðu Íslendingar viljað að þeirra fulltrúi stæði með kollegum sínum. Til að sýna samhug, ekki til að sýna sig. „Vegna ýmissa samverkandi þátta, einkum skamms fyrirvara, ferðatíma og dagskrár ráðherra, var hvorki forsætis- né utanríkisráðherra fært að taka þátt í göngunni,“ segir í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París. Þetta er ekki nógu gott. Sé það svo að íslenski forsætisráðherrann sé sá uppteknasti í allri Evrópu, hefði verið hægt að senda annan – annan ráðherra. Þeir eru jú tíu. Utanríkisráðherrann er upptekinn. „Ég fékk boð um að vera þarna en því miður hittist það þannig á að ég er staddur í Bandaríkjunum í augnablikinu,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson. En sagði: „…mun fulltrúi okkar rita í minningarbók í utanríkisráðuneytinu í Frakklandi falleg orð frá íslensku þjóðinni. Í kjölfarið munu utanríkisráðherrar og líklega varnarmálaráðherrar ræða þetta saman á okkar vettvangi og allar líkur á því að þjóðarleiðtogar muni ræða þetta sín á milli“. Ekki er efni til að gera lítið úr staðgengli sendiherra Íslands í Frakklandi, en staðgengillinn var fulltrúi okkar við athöfnina. Hingað til hefur virst sem ráðafólk okkar hafi átt frekar létt með ferðalög og þau hefur á stundum vantað hér heima, jafnvel í áríðandi umræður, til að mynda á Alþingi. Það er ekki bara hér á landi sem deilt er á æðstu ráðendur vegna fjarvistar frá París. Í Bandaríkjunum eru forsetinn og utanríkisráðherrann líka gagnrýndir fyrir það sama. John Kerry hefur gert lítið úr gagnrýninni og bent á að hann fari í opinbera heimsókn til Frakklands nú á fimmtudag. Trúlegast er meira fyrir ferðum Baracks Obama haft en íslenska forsætisráðherrans. Reyndar eigum við ekkert að horfa til þess hvað þeir kjósa að gera eða ekki, ráðamennirnir í Washington. Það er ekki okkar mál. Ljóst má vera að margir Íslendingar eru vonsviknir vegna ákvörðunar forsætisráðherra. Hann verður að sættast sig við að vera gagnrýndur fyrir. Hverju og einu okkar er fullkomlega frjálst að hafa hvaða þá skoðun sem hverju og einu okkar býr í brjósti vegna þessa máls. Voðaverkin í París þurfa að færa okkur nær hvert öðru, efla samstöðuna meðal okkar, styrkja andstöðuna gegn glæpum eins og þeim sem voru framdir í Frakklandi í síðustu viku. Til þess að raðirnar verði hvað þéttastar skiptir máli að mynda órofa heild þar sem hvert og eitt hefur hlutverk. Bæði í hugsun og framgöngu. Það var þar sem vantaði forsætisráðherra Íslands. Ekki hans vegna. Nei, vegna þess hversu alvarlegt málið er og samstaðan skiptir miklu máli. Þegar svo er, má enginn sitja heima.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun