Verðum að sigra hið vonda og illa Sigurjón M. Egilsson skrifar 8. janúar 2015 08:45 Illir menn frömdu voðaverk í París í gær. Engu skiptir hversu móðgaðir eða sárir gerendur glæpsins voru. Engin réttlæting er til fyrir voðaverkunum. Hinir illu menn brutu gegn fórnarlömbunum, ættingjum þeirra, vinnufélögum, löndum þeirra, öllu því fólki sem játar sömu trú og þeir og reyndar gegn okkur öllum. Okkur öllum sem viljum og krefjumst þess að lifa í frjálsum heimi þar sem við getum tjáð skoðanir okkar með sem fjölbreyttustum hætti. Villimennirnir gengu of langt. Alltof langt. Nú reynir á allt fólk að bregðast rétt við. Ekki er hægt að snúa til baka. Það er okkar allra að draga úr vægi þess sem gert var. Þó að fólk hafi látist á hrikalegan hátt má það samt ekki verða til þess að ofbeldismennirnir nái fram sigri. Óttist allir, breytist tjáningin, hver sem hún er, vegna óttans, hætti fólk að þora að segja hug sinn, eigi fólk sem hefur sömu trú og ofbeldismennirnir erfiðara með að lifa í návist okkar hinna, verður sigur villimannanna algjör. Það má ekki gerast. Nú skiptir engu hvort við tökum undir það sem blaðið Charlie Hebdo hefur gert. Hvort við erum ritstjórn blaðsins sammála og þyki það hafa göfugt hlutverk, eða hvort okkur þykir efni þess einskis virði og skiljum ekki tilganginn með því. Nú er tekist á um skoðanafrelsi, tjáningarfrelsi og önnur þau mannréttindi sem við viljum viðhalda. Ekkert okkar má standa hlutlaust hjá. Blaðið hafði birt skopmyndir af leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams. Það var tjáningarmáti þeirra sem það gerðu. Ef tjáningarfrelsi eins er skert með svona hrikalegum hætti nær það einnig til annarra. Ísland er ekki fjarri atburðunum. Með hrottaverkunum í París var ráðist gegn fólki í frjálsu landi í okkar heimshluta. Það var ráðist gegn okkur. Afleiðingarnar geta orðið skelfilegar. Hverjar þær verða ræðst af viðbrögðum okkar. Reiði er eðlileg en gagnslaus. Það vinnst ekkert með henni. Hryðjuverkamennirnir eru hluti hóps ofbeldismanna sem ógna fólki víða. Um tíma hefur verið búist við að þeir myndu herja á Evrópu. Nú hefur það verið gert. Múslimar munu eiga erfitt uppdráttar vegna þessa. Meðal okkar er fólk sem er tilbúið að hegna saklausu fólki, jafnvel útskúfa því, vegna gjörða ofbeldismannanna. Slíkt yrði ömurleg niðurstaða. Þeir sem myrtu fólk í París í gær eru ekki venjulegt fólk, ekki venjulegir múslimar. Hver verða áhrifin í Frakklandi þar sem stutt er í kosningar? Ekki er loku fyrir það skotið að Marine Le Pen, formaður Þjóðfylkingarinnar, og aðrir hægriöfgamenn, eflist í andúð sinni á múslimum og þeir stjórnmálamenn, sem þannig hugsa, styrkist hjá þjóðinni. Ef svo fer, mun það trúlega auka á sundrung þjóðarinnar, nú þegar hún þarf svo mikið á hinu að halda. Öllum er brugðið. Líka okkur Íslendingum. Því miður er erfitt að komast hjá hryðjuverkum og það er erfitt að bregðast við þeim. En viðbrögðin eru það sem mestu skiptir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Sjá meira
Illir menn frömdu voðaverk í París í gær. Engu skiptir hversu móðgaðir eða sárir gerendur glæpsins voru. Engin réttlæting er til fyrir voðaverkunum. Hinir illu menn brutu gegn fórnarlömbunum, ættingjum þeirra, vinnufélögum, löndum þeirra, öllu því fólki sem játar sömu trú og þeir og reyndar gegn okkur öllum. Okkur öllum sem viljum og krefjumst þess að lifa í frjálsum heimi þar sem við getum tjáð skoðanir okkar með sem fjölbreyttustum hætti. Villimennirnir gengu of langt. Alltof langt. Nú reynir á allt fólk að bregðast rétt við. Ekki er hægt að snúa til baka. Það er okkar allra að draga úr vægi þess sem gert var. Þó að fólk hafi látist á hrikalegan hátt má það samt ekki verða til þess að ofbeldismennirnir nái fram sigri. Óttist allir, breytist tjáningin, hver sem hún er, vegna óttans, hætti fólk að þora að segja hug sinn, eigi fólk sem hefur sömu trú og ofbeldismennirnir erfiðara með að lifa í návist okkar hinna, verður sigur villimannanna algjör. Það má ekki gerast. Nú skiptir engu hvort við tökum undir það sem blaðið Charlie Hebdo hefur gert. Hvort við erum ritstjórn blaðsins sammála og þyki það hafa göfugt hlutverk, eða hvort okkur þykir efni þess einskis virði og skiljum ekki tilganginn með því. Nú er tekist á um skoðanafrelsi, tjáningarfrelsi og önnur þau mannréttindi sem við viljum viðhalda. Ekkert okkar má standa hlutlaust hjá. Blaðið hafði birt skopmyndir af leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams. Það var tjáningarmáti þeirra sem það gerðu. Ef tjáningarfrelsi eins er skert með svona hrikalegum hætti nær það einnig til annarra. Ísland er ekki fjarri atburðunum. Með hrottaverkunum í París var ráðist gegn fólki í frjálsu landi í okkar heimshluta. Það var ráðist gegn okkur. Afleiðingarnar geta orðið skelfilegar. Hverjar þær verða ræðst af viðbrögðum okkar. Reiði er eðlileg en gagnslaus. Það vinnst ekkert með henni. Hryðjuverkamennirnir eru hluti hóps ofbeldismanna sem ógna fólki víða. Um tíma hefur verið búist við að þeir myndu herja á Evrópu. Nú hefur það verið gert. Múslimar munu eiga erfitt uppdráttar vegna þessa. Meðal okkar er fólk sem er tilbúið að hegna saklausu fólki, jafnvel útskúfa því, vegna gjörða ofbeldismannanna. Slíkt yrði ömurleg niðurstaða. Þeir sem myrtu fólk í París í gær eru ekki venjulegt fólk, ekki venjulegir múslimar. Hver verða áhrifin í Frakklandi þar sem stutt er í kosningar? Ekki er loku fyrir það skotið að Marine Le Pen, formaður Þjóðfylkingarinnar, og aðrir hægriöfgamenn, eflist í andúð sinni á múslimum og þeir stjórnmálamenn, sem þannig hugsa, styrkist hjá þjóðinni. Ef svo fer, mun það trúlega auka á sundrung þjóðarinnar, nú þegar hún þarf svo mikið á hinu að halda. Öllum er brugðið. Líka okkur Íslendingum. Því miður er erfitt að komast hjá hryðjuverkum og það er erfitt að bregðast við þeim. En viðbrögðin eru það sem mestu skiptir.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar