Áramótahugleiðing! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 6. janúar 2015 07:00 Árið 2014 var gjöfult ár fyrir Ísland frá náttúrunnar hendi, bæði til sjávar og sveita, og einnig streymdu ferðamenn til landsins sem aldrei fyrr. Ef við sætum ekki uppi með þessa „guðsvoluðu ríkisstjórn“ þá værum við sem þjóð í góðum málum og værum að komast út úr kreppunni, byggja upp innviði samfélagsins og auka jöfnuð í landinu. Við værum að læra af biturri reynslu af því sem orsakaði Hrunið og snúa af leið græðgi, misskiptingar og einkavæðingar sameiginlegra auðlinda. En við erum þess í stað leidd aftur til slátrunar á altari Mammons, komin í sömu hringekjuna og við krössuðum í í Hruninu og vitum ekki hvar þessi ósköp enda. Nú þurfum við sem þjóð í upphafi nýs árs að hrista af okkur slenið og láta ekki teyma okkur aftur á asnaeyrum út í fenið. Við þurfum að losa okkur við þessa óláns ríkisstjórn sem fyrst áður en henni tekst að eyðileggja velferðar- og menntakerfið og innviði samfélagsins meir en þegar er orðið og koma hér á stjórn sem setur jöfnuð, réttlæti og sjálfbærni í forgang. Ég er að boða byltingu! Því hún byrjar ávallt í hjarta og huga hvers og eins og með samtakamætti getur þjóðin snúið af sér þá niðurrifsstefnu sem birtist í síðustu fjárlögum þar sem þungar byrðar eru lagðar á þá sem minnst mega sín og hlaðið er undir valda- og fjármagnseigendur landsins. Við stöndum á krossgötum sem þjóð. Við höfum öll tækifæri til að búa vel að öllum íbúum landsins hvort sem þeir búa á Kópaskeri eða í Reykjavík, við höfum efni á að reka gott heilbrigðiskerfi, efla menntun, jafna kjör almennings óháð búsetu og bæta samgöngur og vernda náttúru landsins. Núverandi stjórnvöld eru búin að sýna á spilin og þau eru að stefna í allt aðra átt með sinni grjóthörðu hægristefnu þar sem ójöfnuður eykst og allt er falt fyrir peninga, hvort sem það er náttúra landsins eða fiskurinn í sjónum. Þjóðin er svo sannarlega búin að fá nasaþefinn af því fyrir hverja þessi ríkisstjórn er að vinna og það er ekki almenningur í landinu sem er þar efstur á blaði heldur auðvaldið. Nú þurfum við að snúa bökum saman og losa þjóðina við þessa gæfulausu ríkisstjórn sem fyrst og koma hér á vinstri félagshyggjustjórn. Þegar það tekst þá eigum við að geta horft fram á betri tíma fyrir alla en ekki bara fyrir suma eins og nú er.Með góðri nýárskveðju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2014 var gjöfult ár fyrir Ísland frá náttúrunnar hendi, bæði til sjávar og sveita, og einnig streymdu ferðamenn til landsins sem aldrei fyrr. Ef við sætum ekki uppi með þessa „guðsvoluðu ríkisstjórn“ þá værum við sem þjóð í góðum málum og værum að komast út úr kreppunni, byggja upp innviði samfélagsins og auka jöfnuð í landinu. Við værum að læra af biturri reynslu af því sem orsakaði Hrunið og snúa af leið græðgi, misskiptingar og einkavæðingar sameiginlegra auðlinda. En við erum þess í stað leidd aftur til slátrunar á altari Mammons, komin í sömu hringekjuna og við krössuðum í í Hruninu og vitum ekki hvar þessi ósköp enda. Nú þurfum við sem þjóð í upphafi nýs árs að hrista af okkur slenið og láta ekki teyma okkur aftur á asnaeyrum út í fenið. Við þurfum að losa okkur við þessa óláns ríkisstjórn sem fyrst áður en henni tekst að eyðileggja velferðar- og menntakerfið og innviði samfélagsins meir en þegar er orðið og koma hér á stjórn sem setur jöfnuð, réttlæti og sjálfbærni í forgang. Ég er að boða byltingu! Því hún byrjar ávallt í hjarta og huga hvers og eins og með samtakamætti getur þjóðin snúið af sér þá niðurrifsstefnu sem birtist í síðustu fjárlögum þar sem þungar byrðar eru lagðar á þá sem minnst mega sín og hlaðið er undir valda- og fjármagnseigendur landsins. Við stöndum á krossgötum sem þjóð. Við höfum öll tækifæri til að búa vel að öllum íbúum landsins hvort sem þeir búa á Kópaskeri eða í Reykjavík, við höfum efni á að reka gott heilbrigðiskerfi, efla menntun, jafna kjör almennings óháð búsetu og bæta samgöngur og vernda náttúru landsins. Núverandi stjórnvöld eru búin að sýna á spilin og þau eru að stefna í allt aðra átt með sinni grjóthörðu hægristefnu þar sem ójöfnuður eykst og allt er falt fyrir peninga, hvort sem það er náttúra landsins eða fiskurinn í sjónum. Þjóðin er svo sannarlega búin að fá nasaþefinn af því fyrir hverja þessi ríkisstjórn er að vinna og það er ekki almenningur í landinu sem er þar efstur á blaði heldur auðvaldið. Nú þurfum við að snúa bökum saman og losa þjóðina við þessa gæfulausu ríkisstjórn sem fyrst og koma hér á vinstri félagshyggjustjórn. Þegar það tekst þá eigum við að geta horft fram á betri tíma fyrir alla en ekki bara fyrir suma eins og nú er.Með góðri nýárskveðju.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun