Strákarnir svöruðu fyrir sig í Höllinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2015 07:45 Sigurbergur Sveinsson fær að finna fyrir því í sóknarleiknum, en hann stóð sig vel í gær og var markahæstur ásamt Alexander með 5 mörk. vísir/Ernir „Við áttum erfiðan leik í gær [fyrradag] en við mættum til leiks í kvöld af miklum krafti og svöruðum fyrir okkur. Það var gott,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, eftir eins marks sigur á Þýskalandi í síðasta leik strákanna hér á landi fyrir HM í Katar. Ísland heldur því uppteknum hætti frá síðustu árum með því að vinna síðasta heimaleikinn í lokaundirbúningi sínum fyrir stórmót. Það var mikil barátta í leiknum þó svo að þetta hafi verið æfingaleikur og Dagur Sigurðsson, þjálfari Þýskalands, ætlaði sér vitaskuld að fara af landi brott með tvo sigra í farteskinu. Framliggjandi 6-0 vörn Íslands hélt þó vel lengst af í leiknum og þá fylgdi markvarslan og hraðaupphlaupin í gær. Sóknarleikurinn var svo betri og munaði miklu um innkomu Sigurbergs Sveinssonar á vinstri vænginn. „Ég er ánægður með hversu fljótt við erum að ná okkar 6-0 vörn í gang því venjulega tekur það tíma. Þetta hefur verið okkar aðaláhersla í undirbúningnum og menn virðast vera í fínu standi,“ segir Aron sem hrósaði einnig sóknarleiknum. „Það var framför í honum – meiri agi og við fáum vinstri vænginn aðeins í gang. Við fækkum mistökum í hraðaupphlaupum sem gerði það að verkum að við unnum leikinn.“ Fyrri hálfleikur byrjaði vel, rétt eins og í fyrrakvöld, og strákarnir gáfu tóninn með sterkri 6-0 vörn og fínni frammistöðu Arons Rafns Eðvarðssonar, sem fékk tækifæri í byrjunarliðinu að þessu sinni. Sigurbergur kom inn í stöðu vinstri skyttunnar af ágætum krafti og bjó til fyrsta mark leiksins fyrir Kára Kristján Kristjánsson, sem fékk einnig sénsinn í gær. Eftir því sem að Aron byrjaði að skipta varamönnunum inn á fór að bera á brestum í sóknarleiknum og við það voru aðrir þættir í leik íslenska liðsins fljótir að bregðast sömuleiðis. Þjóðverjar komust á mikinn sprett undir lok fyrri hálfleiksins en strákarnir náðu aðeins að rétta úr kútnum og jöfnuðu í lok hans, 12-12. Íslendingar mættu ákveðnir til leiks í þeim síðari, náðu frumkvæðinu og héldu því allt til loka þó svo að það hafi stundum staðið tæpt. Varnarleikurinn var áfram góður og sóknarleikurinn betri en í fyrri leiknum, sem sást einna best á því að Sigurbergur var gríðarlega mikilvægur á lokasprettinum og skapaði mikla ógn af vinstri vængnum. „Sigrar í æfingaleikjum færa manni ákveðna ró og tiltrú á liðið – sem er mikilvægt,“ segir Aron. „En menn verða samt að leyfa sér að prófa ákveðna hluti enda er HM langt mót og maður þarf að hafa hlutina á hreinu.“ Hann segir íslenska liðið hafa sýnt meiri breidd í gær en í fyrri leiknum sem sé jákvætt. „Nú þurfum við að byggja ofan á þetta í næstu þremur æfingaleikjum og vonandi fáum við Aron [Pálmarsson] inn sem myndi styrkja okkur enn frekar.“ Strákarnir halda utan til Svíþjóðar á fimmtudag og spila þar við heimamenn á föstudag. Við taka svo leikir gegn Dönum og Slóvenum í Danmörku um helgina. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52 Alexander: Ég varð reiður í dag "Ég er ágætur. Ég fékk nokkra daga í frí eftir erfiða fjóra mánuði í Þýskalandi. Ég er í góðu standi,“ sagði Alexander Petersson sem átti aftur góðan leik gegn Þýskalandi í kvöld þó gamlir axlardraugar hafi gert vart við sig í kvöld. 5. janúar 2015 22:00 Sigurbergur: Var afslappaðari í kvöld "Mér leið betur í dag en í gær. Það þurfti einn leik til að hrista úr sér jólin og áramótin,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem átti góðan leik fyrir Ísland í kvöld. 5. janúar 2015 21:45 Bjarki Már: Mátti búast við vörninni sterkri "Það er mikill léttir að hafa unnið hérna þó þetta skipti í rauninni engu máli. Það er alltaf gaman að vinna,“ sagði Bjarki Már Gunnarsson sem lék allan leikinn í vörn íslenska liðsins. 5. janúar 2015 21:45 Aron eykur við sig á æfingu á morgun Landsliðsþjálfarinn segir að það sé bara einn dagur tekinn fyrir í einu í tilfelli Arons Pálmarssonar. 5. janúar 2015 22:15 Aron: Greinilegar framfarir Landsliðsþjálfarinn ánægður með sigurinn á Þýskalandi og frammistöðu leikmanna Íslands. 5. janúar 2015 22:00 Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Sjá meira
„Við áttum erfiðan leik í gær [fyrradag] en við mættum til leiks í kvöld af miklum krafti og svöruðum fyrir okkur. Það var gott,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, eftir eins marks sigur á Þýskalandi í síðasta leik strákanna hér á landi fyrir HM í Katar. Ísland heldur því uppteknum hætti frá síðustu árum með því að vinna síðasta heimaleikinn í lokaundirbúningi sínum fyrir stórmót. Það var mikil barátta í leiknum þó svo að þetta hafi verið æfingaleikur og Dagur Sigurðsson, þjálfari Þýskalands, ætlaði sér vitaskuld að fara af landi brott með tvo sigra í farteskinu. Framliggjandi 6-0 vörn Íslands hélt þó vel lengst af í leiknum og þá fylgdi markvarslan og hraðaupphlaupin í gær. Sóknarleikurinn var svo betri og munaði miklu um innkomu Sigurbergs Sveinssonar á vinstri vænginn. „Ég er ánægður með hversu fljótt við erum að ná okkar 6-0 vörn í gang því venjulega tekur það tíma. Þetta hefur verið okkar aðaláhersla í undirbúningnum og menn virðast vera í fínu standi,“ segir Aron sem hrósaði einnig sóknarleiknum. „Það var framför í honum – meiri agi og við fáum vinstri vænginn aðeins í gang. Við fækkum mistökum í hraðaupphlaupum sem gerði það að verkum að við unnum leikinn.“ Fyrri hálfleikur byrjaði vel, rétt eins og í fyrrakvöld, og strákarnir gáfu tóninn með sterkri 6-0 vörn og fínni frammistöðu Arons Rafns Eðvarðssonar, sem fékk tækifæri í byrjunarliðinu að þessu sinni. Sigurbergur kom inn í stöðu vinstri skyttunnar af ágætum krafti og bjó til fyrsta mark leiksins fyrir Kára Kristján Kristjánsson, sem fékk einnig sénsinn í gær. Eftir því sem að Aron byrjaði að skipta varamönnunum inn á fór að bera á brestum í sóknarleiknum og við það voru aðrir þættir í leik íslenska liðsins fljótir að bregðast sömuleiðis. Þjóðverjar komust á mikinn sprett undir lok fyrri hálfleiksins en strákarnir náðu aðeins að rétta úr kútnum og jöfnuðu í lok hans, 12-12. Íslendingar mættu ákveðnir til leiks í þeim síðari, náðu frumkvæðinu og héldu því allt til loka þó svo að það hafi stundum staðið tæpt. Varnarleikurinn var áfram góður og sóknarleikurinn betri en í fyrri leiknum, sem sást einna best á því að Sigurbergur var gríðarlega mikilvægur á lokasprettinum og skapaði mikla ógn af vinstri vængnum. „Sigrar í æfingaleikjum færa manni ákveðna ró og tiltrú á liðið – sem er mikilvægt,“ segir Aron. „En menn verða samt að leyfa sér að prófa ákveðna hluti enda er HM langt mót og maður þarf að hafa hlutina á hreinu.“ Hann segir íslenska liðið hafa sýnt meiri breidd í gær en í fyrri leiknum sem sé jákvætt. „Nú þurfum við að byggja ofan á þetta í næstu þremur æfingaleikjum og vonandi fáum við Aron [Pálmarsson] inn sem myndi styrkja okkur enn frekar.“ Strákarnir halda utan til Svíþjóðar á fimmtudag og spila þar við heimamenn á föstudag. Við taka svo leikir gegn Dönum og Slóvenum í Danmörku um helgina.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52 Alexander: Ég varð reiður í dag "Ég er ágætur. Ég fékk nokkra daga í frí eftir erfiða fjóra mánuði í Þýskalandi. Ég er í góðu standi,“ sagði Alexander Petersson sem átti aftur góðan leik gegn Þýskalandi í kvöld þó gamlir axlardraugar hafi gert vart við sig í kvöld. 5. janúar 2015 22:00 Sigurbergur: Var afslappaðari í kvöld "Mér leið betur í dag en í gær. Það þurfti einn leik til að hrista úr sér jólin og áramótin,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem átti góðan leik fyrir Ísland í kvöld. 5. janúar 2015 21:45 Bjarki Már: Mátti búast við vörninni sterkri "Það er mikill léttir að hafa unnið hérna þó þetta skipti í rauninni engu máli. Það er alltaf gaman að vinna,“ sagði Bjarki Már Gunnarsson sem lék allan leikinn í vörn íslenska liðsins. 5. janúar 2015 21:45 Aron eykur við sig á æfingu á morgun Landsliðsþjálfarinn segir að það sé bara einn dagur tekinn fyrir í einu í tilfelli Arons Pálmarssonar. 5. janúar 2015 22:15 Aron: Greinilegar framfarir Landsliðsþjálfarinn ánægður með sigurinn á Þýskalandi og frammistöðu leikmanna Íslands. 5. janúar 2015 22:00 Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52
Alexander: Ég varð reiður í dag "Ég er ágætur. Ég fékk nokkra daga í frí eftir erfiða fjóra mánuði í Þýskalandi. Ég er í góðu standi,“ sagði Alexander Petersson sem átti aftur góðan leik gegn Þýskalandi í kvöld þó gamlir axlardraugar hafi gert vart við sig í kvöld. 5. janúar 2015 22:00
Sigurbergur: Var afslappaðari í kvöld "Mér leið betur í dag en í gær. Það þurfti einn leik til að hrista úr sér jólin og áramótin,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem átti góðan leik fyrir Ísland í kvöld. 5. janúar 2015 21:45
Bjarki Már: Mátti búast við vörninni sterkri "Það er mikill léttir að hafa unnið hérna þó þetta skipti í rauninni engu máli. Það er alltaf gaman að vinna,“ sagði Bjarki Már Gunnarsson sem lék allan leikinn í vörn íslenska liðsins. 5. janúar 2015 21:45
Aron eykur við sig á æfingu á morgun Landsliðsþjálfarinn segir að það sé bara einn dagur tekinn fyrir í einu í tilfelli Arons Pálmarssonar. 5. janúar 2015 22:15
Aron: Greinilegar framfarir Landsliðsþjálfarinn ánægður með sigurinn á Þýskalandi og frammistöðu leikmanna Íslands. 5. janúar 2015 22:00