Lofar endanlegum sigri á ISIS Guðsteinn Bjarnason skrifar 30. desember 2015 07:00 Sigri hrósandi sérsveitarmenn í íraska hernum á götum Ramadí-borgar eftir að hafa hrakið vígasveitir Íslamska ríkisins á brott. Nordicphotos/AFP Haider al Abadi, forsætisráðherra Íraks, boðar endanlegan sigur á Íslamska ríkinu, eða Daish-samtökunum, í Írak strax á næsta ári. Hann kom í gær til borgarinnar Ramadí, daginn eftir að stjórnarherinn hafði að mestu náð henni úr höndum vígasveita Íslamska ríkisins. Yfirmaður í íraska hernum sagði átökum að mestu lokið í miðborginni. Í gær var þó enn barist um nokkur hverfi borgarinnar og ekki reiknað með að þeim átökum ljúki alveg strax. En fáni Íraks blakti þar í gær við opinberar byggingar sem Íslamska ríkið hafði notað fyrir höfuðstöðvar sínar. Ramadí er höfuðstaður Anbar-héraðs, eina héraðs landsins sem vígasveitum Íslamska ríkisins hefur tekist að sölsa undir sig. Í Anbar búa einkum súnní-múslimar, en aðrir íbúar Íraks eru flestir annaðhvort sjía-múslimar eða Kúrdar. Í árás stjórnarhersins á Ramadí var þess sérstaklega gætt að einungis hersveitir skipaðar súnní-múslimum tækju þátt. Til liðs við þær voru fengnar sveitir heimamanna í Anbar-héraði, sem einnig eru súnní-múslimar og höfðu fengið þjálfun hjá bandarískum hermönnum. Frelsun Ramadí-borgar þykir mikið áfall fyrir Íslamska ríkið og ráðamenn bæði í Írak og Bandaríkjunum hafa sagt hana gríðarmikinn áfanga í baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Vígasveitirnar hafa engu að síður enn á sínu valdi mikilvæga staði í Anbar-héraði, þar á meðal borgina Fallúdjah sem er á milli Ramadí og Bagdad. Búast má við skærum og sjálfsvígsárásum í Ramadí og víðar, en almennt þykir ólíklegt að Íslamska ríkinu takist nokkurn tíma að endurheimta borgina á ný. Stjórnarherinn hafði lengi búið sig undir átökin um Ramadí, hafði vikum saman þrengt að borginni og lokað aðkomuleiðum. Meira en 600 loftárásir Bandaríkjahers og bandamanna þeirra á bækistöðvar Íslamska ríkisins eru sagðar hafa gegnt þar lykilhlutverki. Vígasveitir Íslamska ríkisins náðu Ramadí á sitt vald síðasta vor, en nágrannaborgin Fallúdja féll í hendur Íslamska ríkisins strax í desember árið 2013. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Forsætisráðherra Íraks heimsækir Ramadi Haider al-Abadi segir að ISIS-samtökunum verði eytt í Írak á næsta ári. 29. desember 2015 14:13 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Haider al Abadi, forsætisráðherra Íraks, boðar endanlegan sigur á Íslamska ríkinu, eða Daish-samtökunum, í Írak strax á næsta ári. Hann kom í gær til borgarinnar Ramadí, daginn eftir að stjórnarherinn hafði að mestu náð henni úr höndum vígasveita Íslamska ríkisins. Yfirmaður í íraska hernum sagði átökum að mestu lokið í miðborginni. Í gær var þó enn barist um nokkur hverfi borgarinnar og ekki reiknað með að þeim átökum ljúki alveg strax. En fáni Íraks blakti þar í gær við opinberar byggingar sem Íslamska ríkið hafði notað fyrir höfuðstöðvar sínar. Ramadí er höfuðstaður Anbar-héraðs, eina héraðs landsins sem vígasveitum Íslamska ríkisins hefur tekist að sölsa undir sig. Í Anbar búa einkum súnní-múslimar, en aðrir íbúar Íraks eru flestir annaðhvort sjía-múslimar eða Kúrdar. Í árás stjórnarhersins á Ramadí var þess sérstaklega gætt að einungis hersveitir skipaðar súnní-múslimum tækju þátt. Til liðs við þær voru fengnar sveitir heimamanna í Anbar-héraði, sem einnig eru súnní-múslimar og höfðu fengið þjálfun hjá bandarískum hermönnum. Frelsun Ramadí-borgar þykir mikið áfall fyrir Íslamska ríkið og ráðamenn bæði í Írak og Bandaríkjunum hafa sagt hana gríðarmikinn áfanga í baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Vígasveitirnar hafa engu að síður enn á sínu valdi mikilvæga staði í Anbar-héraði, þar á meðal borgina Fallúdjah sem er á milli Ramadí og Bagdad. Búast má við skærum og sjálfsvígsárásum í Ramadí og víðar, en almennt þykir ólíklegt að Íslamska ríkinu takist nokkurn tíma að endurheimta borgina á ný. Stjórnarherinn hafði lengi búið sig undir átökin um Ramadí, hafði vikum saman þrengt að borginni og lokað aðkomuleiðum. Meira en 600 loftárásir Bandaríkjahers og bandamanna þeirra á bækistöðvar Íslamska ríkisins eru sagðar hafa gegnt þar lykilhlutverki. Vígasveitir Íslamska ríkisins náðu Ramadí á sitt vald síðasta vor, en nágrannaborgin Fallúdja féll í hendur Íslamska ríkisins strax í desember árið 2013.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Forsætisráðherra Íraks heimsækir Ramadi Haider al-Abadi segir að ISIS-samtökunum verði eytt í Írak á næsta ári. 29. desember 2015 14:13 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Forsætisráðherra Íraks heimsækir Ramadi Haider al-Abadi segir að ISIS-samtökunum verði eytt í Írak á næsta ári. 29. desember 2015 14:13