Lofar endanlegum sigri á ISIS Guðsteinn Bjarnason skrifar 30. desember 2015 07:00 Sigri hrósandi sérsveitarmenn í íraska hernum á götum Ramadí-borgar eftir að hafa hrakið vígasveitir Íslamska ríkisins á brott. Nordicphotos/AFP Haider al Abadi, forsætisráðherra Íraks, boðar endanlegan sigur á Íslamska ríkinu, eða Daish-samtökunum, í Írak strax á næsta ári. Hann kom í gær til borgarinnar Ramadí, daginn eftir að stjórnarherinn hafði að mestu náð henni úr höndum vígasveita Íslamska ríkisins. Yfirmaður í íraska hernum sagði átökum að mestu lokið í miðborginni. Í gær var þó enn barist um nokkur hverfi borgarinnar og ekki reiknað með að þeim átökum ljúki alveg strax. En fáni Íraks blakti þar í gær við opinberar byggingar sem Íslamska ríkið hafði notað fyrir höfuðstöðvar sínar. Ramadí er höfuðstaður Anbar-héraðs, eina héraðs landsins sem vígasveitum Íslamska ríkisins hefur tekist að sölsa undir sig. Í Anbar búa einkum súnní-múslimar, en aðrir íbúar Íraks eru flestir annaðhvort sjía-múslimar eða Kúrdar. Í árás stjórnarhersins á Ramadí var þess sérstaklega gætt að einungis hersveitir skipaðar súnní-múslimum tækju þátt. Til liðs við þær voru fengnar sveitir heimamanna í Anbar-héraði, sem einnig eru súnní-múslimar og höfðu fengið þjálfun hjá bandarískum hermönnum. Frelsun Ramadí-borgar þykir mikið áfall fyrir Íslamska ríkið og ráðamenn bæði í Írak og Bandaríkjunum hafa sagt hana gríðarmikinn áfanga í baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Vígasveitirnar hafa engu að síður enn á sínu valdi mikilvæga staði í Anbar-héraði, þar á meðal borgina Fallúdjah sem er á milli Ramadí og Bagdad. Búast má við skærum og sjálfsvígsárásum í Ramadí og víðar, en almennt þykir ólíklegt að Íslamska ríkinu takist nokkurn tíma að endurheimta borgina á ný. Stjórnarherinn hafði lengi búið sig undir átökin um Ramadí, hafði vikum saman þrengt að borginni og lokað aðkomuleiðum. Meira en 600 loftárásir Bandaríkjahers og bandamanna þeirra á bækistöðvar Íslamska ríkisins eru sagðar hafa gegnt þar lykilhlutverki. Vígasveitir Íslamska ríkisins náðu Ramadí á sitt vald síðasta vor, en nágrannaborgin Fallúdja féll í hendur Íslamska ríkisins strax í desember árið 2013. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Forsætisráðherra Íraks heimsækir Ramadi Haider al-Abadi segir að ISIS-samtökunum verði eytt í Írak á næsta ári. 29. desember 2015 14:13 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Haider al Abadi, forsætisráðherra Íraks, boðar endanlegan sigur á Íslamska ríkinu, eða Daish-samtökunum, í Írak strax á næsta ári. Hann kom í gær til borgarinnar Ramadí, daginn eftir að stjórnarherinn hafði að mestu náð henni úr höndum vígasveita Íslamska ríkisins. Yfirmaður í íraska hernum sagði átökum að mestu lokið í miðborginni. Í gær var þó enn barist um nokkur hverfi borgarinnar og ekki reiknað með að þeim átökum ljúki alveg strax. En fáni Íraks blakti þar í gær við opinberar byggingar sem Íslamska ríkið hafði notað fyrir höfuðstöðvar sínar. Ramadí er höfuðstaður Anbar-héraðs, eina héraðs landsins sem vígasveitum Íslamska ríkisins hefur tekist að sölsa undir sig. Í Anbar búa einkum súnní-múslimar, en aðrir íbúar Íraks eru flestir annaðhvort sjía-múslimar eða Kúrdar. Í árás stjórnarhersins á Ramadí var þess sérstaklega gætt að einungis hersveitir skipaðar súnní-múslimum tækju þátt. Til liðs við þær voru fengnar sveitir heimamanna í Anbar-héraði, sem einnig eru súnní-múslimar og höfðu fengið þjálfun hjá bandarískum hermönnum. Frelsun Ramadí-borgar þykir mikið áfall fyrir Íslamska ríkið og ráðamenn bæði í Írak og Bandaríkjunum hafa sagt hana gríðarmikinn áfanga í baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Vígasveitirnar hafa engu að síður enn á sínu valdi mikilvæga staði í Anbar-héraði, þar á meðal borgina Fallúdjah sem er á milli Ramadí og Bagdad. Búast má við skærum og sjálfsvígsárásum í Ramadí og víðar, en almennt þykir ólíklegt að Íslamska ríkinu takist nokkurn tíma að endurheimta borgina á ný. Stjórnarherinn hafði lengi búið sig undir átökin um Ramadí, hafði vikum saman þrengt að borginni og lokað aðkomuleiðum. Meira en 600 loftárásir Bandaríkjahers og bandamanna þeirra á bækistöðvar Íslamska ríkisins eru sagðar hafa gegnt þar lykilhlutverki. Vígasveitir Íslamska ríkisins náðu Ramadí á sitt vald síðasta vor, en nágrannaborgin Fallúdja féll í hendur Íslamska ríkisins strax í desember árið 2013.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Forsætisráðherra Íraks heimsækir Ramadi Haider al-Abadi segir að ISIS-samtökunum verði eytt í Írak á næsta ári. 29. desember 2015 14:13 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Forsætisráðherra Íraks heimsækir Ramadi Haider al-Abadi segir að ISIS-samtökunum verði eytt í Írak á næsta ári. 29. desember 2015 14:13