Stærsta kosningaloforðið óuppfyllt! Björgvin Guðmundsson skrifar 22. desember 2015 07:00 Það er algengt, að stjórnmálamenn gefi mikil loforð í kosningum en standi síðan ekki við þau. En það er hins vegar sjaldgæft, að ráðamenn, sem rofið hafa kosningaloforðin, tali eins og þeir hafi efnt þau! En það hefur gerst hjá ráðamönnum núverandi stjórnarflokka.Ætluðu að leiðrétta kjaragliðnun Stjórnarflokkarnir lofuðu því í alþingiskosningunum 2013 að afturkalla alla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá 2009. Jafnframt lofuðu þeir að leiðrétta alla kjaragliðnun tímabilsins 2009-2013 (krepputímans). Mesta kjaraskerðingin fólst i kjaragliðnuninni. Á umræddu tímabili var lífeyrir frystur langtímum saman þó laun hækkuðu. Það kallast kjaragliðnun. Hún var mikil þá. Og nú hefur orðið ný kjaragliðnun á tímabilinu 2013-2015. Mest hefur kjaragliðnunin orðið á yfirstandandi ári. Ekkert hefur verið gert í því að leiðrétta kjaragliðnun krepputímans. Og ekkert hefur heldur verið gert í því að leiðrétta kjaragliðnun tímabilsins 2013-2015. Hækka þarf lífeyri um 15% til þess að leiðrétta hana.Aðeins lítið afturkallað ennþá Kjaraskerðingin 2009 hefur verið afturkölluð að hluta. Þar var um 6 atriði að ræða og sumarið 2013 afturkallaði núverandi stjórn tvö þeirra. Hún afturkallaði skerðingu á frítekjumarki vegna atvinnutekna aldraðra og færði til fyrra horfs. Það gagnaðist þeim, sem voru á vinnumarkaðnum. Og hún afturkallaði það, að greiðslur úr lífeyrissjóði væru taldar með tekjum við útreikning grunnlífeyris. Sú ráðstöfun hafði skert grunnlífeyri hjá þeim, sem höfðu háar greiðslur úr lífeyrissjóði. Þriðja atriðið, sem hefur hlotið leiðréttingu, féll úr gildi af sjálfu sér, þar eð það var tímabundið. Það var skerðing tekjutryggingar, sem féll úr gildi í árslok 2013. Meðal skerðinga frá 2009, sem eftir er að leiðrétta, er eftirfarandi: Skerðing á frítekjumarki vegna fjármagnstekna. Og skerðing á aldurstengdri örorkuuppbót en hún var skert með tekjutengingu. Oddvitar stjórnarflokkanna segja alltaf: Við erum búnir að afturkalla kjaraskerðinguna frá 2009! En það er ekki rétt.Hækka þarf lífeyri um 20-25% vegna loforðs Kjaragliðnunin á krepputímanum er langmesta kjaraskerðingin sem fyrr segir. Hún er óleiðrétt. Það þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 20-25 % til þess að leiðrétta hana. Talnakönnun Benedikts Jóhannessonar kannaði fyrir Öryrkjabandalag Íslands hvað kjaragliðnunin væri mikil. Niðurstaðan var þessi: Heildartekjur öryrkja (fjármagnstekjur innifaldar) hækkuðu um 4,7% á tímabilinu 2009-2013 en á sama tímabili hækkaði launavísitalan um 23,5%. Kjaragliðnun var 18,8%. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Rvk fær út 23% kjaragliðnun hjá öldruðum á sama tímabili. Borin var saman breyting á lágmarkslaunum og hækkun lágmarkslífeyris einhleypra eldri borgara frá TR, sem einungis höfðu tekjur frá almannatryggingum á tímabilinu 2009-2013.Óvirðing við kjósendur! Stjórnarflokkarnir minnast aldrei á kjaragliðnunina. Það er þó skjalfest, að þeir lofuðu að leiðrétta hana ásamt annarri kjaraskerðingu krepputímans. Talsmenn stjórnarflokkanna tala eins og búið sé að leiðrétta alla umrædda kjaraskerðingu en það er langur vegur þar frá. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lofaði því einnig fyrir þingkosningarnar 2013 að afnema allar tekjutengingar almannatrygginga. Hann hefur ekki staðið við það. Það er óvirðing við kjósendur að svíkja kosningaloforð. En það er jafnvel enn alvarlegra að rjúfa kosningafyrirheitin og segja síðan við kjósendur að búið sé að efna kosningaloforðin! Hvað kallast slík framkoma? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Það er algengt, að stjórnmálamenn gefi mikil loforð í kosningum en standi síðan ekki við þau. En það er hins vegar sjaldgæft, að ráðamenn, sem rofið hafa kosningaloforðin, tali eins og þeir hafi efnt þau! En það hefur gerst hjá ráðamönnum núverandi stjórnarflokka.Ætluðu að leiðrétta kjaragliðnun Stjórnarflokkarnir lofuðu því í alþingiskosningunum 2013 að afturkalla alla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá 2009. Jafnframt lofuðu þeir að leiðrétta alla kjaragliðnun tímabilsins 2009-2013 (krepputímans). Mesta kjaraskerðingin fólst i kjaragliðnuninni. Á umræddu tímabili var lífeyrir frystur langtímum saman þó laun hækkuðu. Það kallast kjaragliðnun. Hún var mikil þá. Og nú hefur orðið ný kjaragliðnun á tímabilinu 2013-2015. Mest hefur kjaragliðnunin orðið á yfirstandandi ári. Ekkert hefur verið gert í því að leiðrétta kjaragliðnun krepputímans. Og ekkert hefur heldur verið gert í því að leiðrétta kjaragliðnun tímabilsins 2013-2015. Hækka þarf lífeyri um 15% til þess að leiðrétta hana.Aðeins lítið afturkallað ennþá Kjaraskerðingin 2009 hefur verið afturkölluð að hluta. Þar var um 6 atriði að ræða og sumarið 2013 afturkallaði núverandi stjórn tvö þeirra. Hún afturkallaði skerðingu á frítekjumarki vegna atvinnutekna aldraðra og færði til fyrra horfs. Það gagnaðist þeim, sem voru á vinnumarkaðnum. Og hún afturkallaði það, að greiðslur úr lífeyrissjóði væru taldar með tekjum við útreikning grunnlífeyris. Sú ráðstöfun hafði skert grunnlífeyri hjá þeim, sem höfðu háar greiðslur úr lífeyrissjóði. Þriðja atriðið, sem hefur hlotið leiðréttingu, féll úr gildi af sjálfu sér, þar eð það var tímabundið. Það var skerðing tekjutryggingar, sem féll úr gildi í árslok 2013. Meðal skerðinga frá 2009, sem eftir er að leiðrétta, er eftirfarandi: Skerðing á frítekjumarki vegna fjármagnstekna. Og skerðing á aldurstengdri örorkuuppbót en hún var skert með tekjutengingu. Oddvitar stjórnarflokkanna segja alltaf: Við erum búnir að afturkalla kjaraskerðinguna frá 2009! En það er ekki rétt.Hækka þarf lífeyri um 20-25% vegna loforðs Kjaragliðnunin á krepputímanum er langmesta kjaraskerðingin sem fyrr segir. Hún er óleiðrétt. Það þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 20-25 % til þess að leiðrétta hana. Talnakönnun Benedikts Jóhannessonar kannaði fyrir Öryrkjabandalag Íslands hvað kjaragliðnunin væri mikil. Niðurstaðan var þessi: Heildartekjur öryrkja (fjármagnstekjur innifaldar) hækkuðu um 4,7% á tímabilinu 2009-2013 en á sama tímabili hækkaði launavísitalan um 23,5%. Kjaragliðnun var 18,8%. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Rvk fær út 23% kjaragliðnun hjá öldruðum á sama tímabili. Borin var saman breyting á lágmarkslaunum og hækkun lágmarkslífeyris einhleypra eldri borgara frá TR, sem einungis höfðu tekjur frá almannatryggingum á tímabilinu 2009-2013.Óvirðing við kjósendur! Stjórnarflokkarnir minnast aldrei á kjaragliðnunina. Það er þó skjalfest, að þeir lofuðu að leiðrétta hana ásamt annarri kjaraskerðingu krepputímans. Talsmenn stjórnarflokkanna tala eins og búið sé að leiðrétta alla umrædda kjaraskerðingu en það er langur vegur þar frá. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lofaði því einnig fyrir þingkosningarnar 2013 að afnema allar tekjutengingar almannatrygginga. Hann hefur ekki staðið við það. Það er óvirðing við kjósendur að svíkja kosningaloforð. En það er jafnvel enn alvarlegra að rjúfa kosningafyrirheitin og segja síðan við kjósendur að búið sé að efna kosningaloforðin! Hvað kallast slík framkoma?
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun