Að bjóða flóttafólkið velkomið í anda jólanna Björn Bergsson skrifar 28. desember 2015 19:27 Þegar ég var lítill sagði séra Bjarni sem var aðal kallinn í trúarlegum efnum hjá mér eitt sinn fá því hvernig hann upplifið að jólin kæmu í bæinn. Hann bjó í miðbænum og þau komu úr austurátt hægt yfir landið á aðfangadag og enduðu klukkan 6 í miðbæ Reykjavíkur. Ég smitaðist af þessari hugmynd nema jólin komu til Reykjavíkur klukkan 6 og þá lagðist annar hamur yfir fjölskyldu mína sem hvar ekki sérstaklega friðsamleg. Tíu ára hafði ég komið mér upp dagskrá á aðfangadag sem miðaði að því að ég væri farin út úr húsi upp úr hádegi og kæmi heim um klukkan sex. Ég endaði þessa dagskrá með því að fara með móðurömmu minni í messu í Dómkirkjuna – sem var hennar sóknarkirkja enda lifið hún og dó í kvosinni – og mæta þar klukkan fimm. Amma var ströng varðandi hegðun barna og alveg sérstaklega í Dómkirkjunni. Ég mátti ekki einu sinni hvísla að henni heldur sitja þegjandi þar til ballið byrjaði. Bæði það að ég þurfti að hugsa í klukkutíma og svo að hlusta á ræðu prestsins átta sinnum gerir það að verkum að í mínum huga er jólahátíðin fyrst og fremst friðarhátíð – glöggur lesandi myndi bæta við og von um að friðarhamur legðist á fjölskyldumeðlimi. Þessi bið eftir að messan hæfist gaf mér tilefni til að fara yfir mín mál það ár sem liðið var frá því ég sat siðast með ömmu í Dómkirkjunni og pæla í hvað ég gæti bæta í fari mínu til að stuðla að „friði meðal mann“ ekki endilega bara þeirra sem Guð hafði velþóknun á. Ég er enn þeirrar skoðunar að þessi pæling eigi vel við um jólin. Því er þetta rifjað upp að það eru meira en hálf öld frá því ég mætti fyrst í messu með ömmu og enn finnst mér töluvert vanta á að það leggist friðarhamur yfir þessa þjóð og að við séum tilbúin til að bjóða fólki sem er öðru vísi en við „í bæinn“ og bjóða þeim að dvelja hér sbr. þjóðvísuna;Komi þeir sem koma viljaFari þeir sem fara viljaVerið þeir sem vera viljaMér og mínum að meinalausuVið erum ein ríkasta þjóð í heimi og allt í einu eru hreint vatn, hreint loft, ómenguð náttúra, töluvert ónotað landrými og norðurljósin orðin auðlindir sem aðrar þjóðir öfunda okkur af. Hvenær ætlum við að dusta rykið af þeirri venju bændasamfélagsins – sem var reyndar til af nauðsyn – að bjóða gesti velkomna, veita vel af mat og drykk og bjóða gistingu gegn því að þeir segðu fréttir og sögur sem ekki endilega stæðust lögreglurannsókn um sannleiksgildi. Flóttafólk hefur frá mörgu að segja og er velþegin viðbót í menningarflóru okkar. Auk þess sem við erum komin í sömu stöðu eins og margar vestrænar þjóðir sem þurfa að flytja inn fólk til að manna þau störf sem vinna þarf. Talið er að á næstu árum, miðað við spár um fjölda íslendinga á vinnumarkaðinum, þurfi atvinnulífið að flytja inn allt að fimm þúsund manns til að manna þau störf sem aukin umsvif kalla eftir. Samkvæmt fréttum eru fyrirtæki þegar farin að leita hófanna erlendis í þessu skini. Er það þá ekki borðleggjandi að fara að opna landið fyrir flóttafólki sem kemur hingað í leit að betra lífi fyrir sig og börnin sín og er reiðubúið til að taka til hendinni í atvinnulífinu. Björn Bergsson. Höfundur kennir félagsfræði við Menntaskólann við Hamrahlíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Þegar ég var lítill sagði séra Bjarni sem var aðal kallinn í trúarlegum efnum hjá mér eitt sinn fá því hvernig hann upplifið að jólin kæmu í bæinn. Hann bjó í miðbænum og þau komu úr austurátt hægt yfir landið á aðfangadag og enduðu klukkan 6 í miðbæ Reykjavíkur. Ég smitaðist af þessari hugmynd nema jólin komu til Reykjavíkur klukkan 6 og þá lagðist annar hamur yfir fjölskyldu mína sem hvar ekki sérstaklega friðsamleg. Tíu ára hafði ég komið mér upp dagskrá á aðfangadag sem miðaði að því að ég væri farin út úr húsi upp úr hádegi og kæmi heim um klukkan sex. Ég endaði þessa dagskrá með því að fara með móðurömmu minni í messu í Dómkirkjuna – sem var hennar sóknarkirkja enda lifið hún og dó í kvosinni – og mæta þar klukkan fimm. Amma var ströng varðandi hegðun barna og alveg sérstaklega í Dómkirkjunni. Ég mátti ekki einu sinni hvísla að henni heldur sitja þegjandi þar til ballið byrjaði. Bæði það að ég þurfti að hugsa í klukkutíma og svo að hlusta á ræðu prestsins átta sinnum gerir það að verkum að í mínum huga er jólahátíðin fyrst og fremst friðarhátíð – glöggur lesandi myndi bæta við og von um að friðarhamur legðist á fjölskyldumeðlimi. Þessi bið eftir að messan hæfist gaf mér tilefni til að fara yfir mín mál það ár sem liðið var frá því ég sat siðast með ömmu í Dómkirkjunni og pæla í hvað ég gæti bæta í fari mínu til að stuðla að „friði meðal mann“ ekki endilega bara þeirra sem Guð hafði velþóknun á. Ég er enn þeirrar skoðunar að þessi pæling eigi vel við um jólin. Því er þetta rifjað upp að það eru meira en hálf öld frá því ég mætti fyrst í messu með ömmu og enn finnst mér töluvert vanta á að það leggist friðarhamur yfir þessa þjóð og að við séum tilbúin til að bjóða fólki sem er öðru vísi en við „í bæinn“ og bjóða þeim að dvelja hér sbr. þjóðvísuna;Komi þeir sem koma viljaFari þeir sem fara viljaVerið þeir sem vera viljaMér og mínum að meinalausuVið erum ein ríkasta þjóð í heimi og allt í einu eru hreint vatn, hreint loft, ómenguð náttúra, töluvert ónotað landrými og norðurljósin orðin auðlindir sem aðrar þjóðir öfunda okkur af. Hvenær ætlum við að dusta rykið af þeirri venju bændasamfélagsins – sem var reyndar til af nauðsyn – að bjóða gesti velkomna, veita vel af mat og drykk og bjóða gistingu gegn því að þeir segðu fréttir og sögur sem ekki endilega stæðust lögreglurannsókn um sannleiksgildi. Flóttafólk hefur frá mörgu að segja og er velþegin viðbót í menningarflóru okkar. Auk þess sem við erum komin í sömu stöðu eins og margar vestrænar þjóðir sem þurfa að flytja inn fólk til að manna þau störf sem vinna þarf. Talið er að á næstu árum, miðað við spár um fjölda íslendinga á vinnumarkaðinum, þurfi atvinnulífið að flytja inn allt að fimm þúsund manns til að manna þau störf sem aukin umsvif kalla eftir. Samkvæmt fréttum eru fyrirtæki þegar farin að leita hófanna erlendis í þessu skini. Er það þá ekki borðleggjandi að fara að opna landið fyrir flóttafólki sem kemur hingað í leit að betra lífi fyrir sig og börnin sín og er reiðubúið til að taka til hendinni í atvinnulífinu. Björn Bergsson. Höfundur kennir félagsfræði við Menntaskólann við Hamrahlíð.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar