Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, verður án sterkra leikmanna á EM í næsta mánuði en hann er þrátt fyrir það hvergi banginn.
Uwe Gensheimer, Patrick Grötzki og Patrick Wiencek eru allir meiddir og Paul Drux verður líklega ekki heldur með á EM.
„Þýskaland er sú þjóð sem getur leyst þessi vandræði best. Við förum á EM með fullt af góðum leikmönnum og ég einblíni á þá leikmenn sem eru til staðar. Ég er mjög bjartsýnn,“ sagði Dagur afar jákvæður.
Þýskaland mun spila tvo vináttulandsleiki gegn Íslandi þan 9. og 10. janúar.
Dagur mjög bjartsýnn þrátt fyrir meiðsli lykilmanna
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
