Trump lofar að fara hvergi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. desember 2015 07:00 Donald Trump vill banna öllum múslimum að koma til Bandaríkjanna. vísir/EPA „Ég mun aldrei hætta í þessari kosningabaráttu,“ sagði Donald Trump, sem sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs, í samtali við Washington Post í gær. Mikið hefur verið deilt á Trump síðustu daga í kjölfar ummæla hans um að banna skyldi öllum múslimum að koma til Bandaríkjanna, hvort sem þeir væru hryðjuverkamenn, flóttamenn eða Bandaríkjamenn á leið heim úr fríi erlendis. Aðrir frambjóðendur repúblikana köllúðu hugmyndina ótæka og sögðu hana þvert á það sem flokkurinn stendur fyrir. Þá sagði talsmaður forsetaembættis Bandaríkjanna hugmynd Trump sjálfkrafa dæma hann úr leik sem trúverðugan kost í forsetaembættið. Hörð viðbrögð samflokksmanna hans urðu til þess að hann benti á skoðanakönnun USA Today þar sem fram kom að nærri sjötíu prósent fylgismanna hans myndu kjósa Trump jafnvel þótt hann yrði ekki frambjóðandi repúblikana heldur færi fram sem sjálfstæður frambjóðandi utan flokka. Trump hefur mælst með mest fylgi allra repúblikana allt frá því í júlí og stendur fylgi hans nú í tæpum þrjátíu prósentum. Nærri tvöfalt meira fylgi en næsti maður, Ted Cruz, sem mælist með fimmtán prósenta fylgi. Eftir að hafa forðast það í lengstu lög undirritaði Trump loforð þess efnis í haust að bjóða sig ekki sjálfstætt fram heldur styðja frambjóðanda repúblikana sama hver hann yrði. Nú segist Trump verða að endurskoða loforðið nema hann fái það sem hann kallar sanngjarna meðferð. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Sjá meira
„Ég mun aldrei hætta í þessari kosningabaráttu,“ sagði Donald Trump, sem sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs, í samtali við Washington Post í gær. Mikið hefur verið deilt á Trump síðustu daga í kjölfar ummæla hans um að banna skyldi öllum múslimum að koma til Bandaríkjanna, hvort sem þeir væru hryðjuverkamenn, flóttamenn eða Bandaríkjamenn á leið heim úr fríi erlendis. Aðrir frambjóðendur repúblikana köllúðu hugmyndina ótæka og sögðu hana þvert á það sem flokkurinn stendur fyrir. Þá sagði talsmaður forsetaembættis Bandaríkjanna hugmynd Trump sjálfkrafa dæma hann úr leik sem trúverðugan kost í forsetaembættið. Hörð viðbrögð samflokksmanna hans urðu til þess að hann benti á skoðanakönnun USA Today þar sem fram kom að nærri sjötíu prósent fylgismanna hans myndu kjósa Trump jafnvel þótt hann yrði ekki frambjóðandi repúblikana heldur færi fram sem sjálfstæður frambjóðandi utan flokka. Trump hefur mælst með mest fylgi allra repúblikana allt frá því í júlí og stendur fylgi hans nú í tæpum þrjátíu prósentum. Nærri tvöfalt meira fylgi en næsti maður, Ted Cruz, sem mælist með fimmtán prósenta fylgi. Eftir að hafa forðast það í lengstu lög undirritaði Trump loforð þess efnis í haust að bjóða sig ekki sjálfstætt fram heldur styðja frambjóðanda repúblikana sama hver hann yrði. Nú segist Trump verða að endurskoða loforðið nema hann fái það sem hann kallar sanngjarna meðferð.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Sjá meira