Madonna hélt óvænta samstöðutónleika á Lýðveldistorginu í París Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2015 08:10 Madonna ásamt syni sínum David Banda og gítarleikaranum Monte Pittman á Lýðveldistorginu í París í gærkvöldi. Vísir/Youtube Bandaríska tónlistarkonan Madonna hélt óvænta samstöðutónleika á Lýðveldistorginu, Place de la Republique, í París, Frakklandi, í gærkvöldi. Hún hafði nýlokið við að spila á uppseldum tónleikum á AccorHotels-leikvanginum þegar hún sendi út boð til aðdáenda sinna á Twitter um að mæta við minnisvarða á torginu um hryðjuverkaárásir í borginni 13. nóvember síðastliðinn.Im singing some songs in place de la republique. Meet me there now #Paris . #rightnow #aftershow#rebelheartour pic.twitter.com/MJekIHtUTI— Madonna (@Madonna) December 10, 2015 Fljótlega myndaðist stór hópur á torginu og tóku myndbönd og ljósmyndir að birtast á samfélagsmiðlum þar sem Madonna sást syngja sín eigin lög og einnig Imagine ef John Lennon. @Madonna love for Paris... #imagine A video posted by Guy Oseary (@guyoseary) on Dec 9, 2015 at 4:05pm PST Á Instagram-síðu sinni sagðist Madonna hafa sungið friðarlög með syni sínum David Banda og gítarleikaranum Monte Pittman. Singing songs for Peace with David and Monte after my show in Paris! at Place de la Republique #rebelheartour @jr A video posted by Madonna (@madonna) on Dec 9, 2015 at 5:44pm PST Á tónleikum í Stokkhólmi í Svíþjóð, skömmu eftir árásirnar í París, greindi Madonna frá því hvers vegna hún ætlaði að halda Evróputúr sínum áfram. „Ég er á báðum áttum. Ég er hugsi yfir því hvers vegna ég er hér að dansa og skemmta mér á meðan aðrir syrgja ástvini sína. Það er hins vegar ætlunarverk þessa fólks. Það vill þagga niður í okkur. Og við megum ekki láta það gerast.“ Hún bað því næst um mínútu þögn til minningar um fórnarlömb árásanna í París áður en hún hóf að syngja lag sitt Like a Prayer. Hún söng það lag einmitt í gærkvöldi en eftir flutninginn sendi hún fingurkossa til áhorfenda og hrópaði: Friður! Tónlist Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Fleiri fréttir Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Sjá meira
Bandaríska tónlistarkonan Madonna hélt óvænta samstöðutónleika á Lýðveldistorginu, Place de la Republique, í París, Frakklandi, í gærkvöldi. Hún hafði nýlokið við að spila á uppseldum tónleikum á AccorHotels-leikvanginum þegar hún sendi út boð til aðdáenda sinna á Twitter um að mæta við minnisvarða á torginu um hryðjuverkaárásir í borginni 13. nóvember síðastliðinn.Im singing some songs in place de la republique. Meet me there now #Paris . #rightnow #aftershow#rebelheartour pic.twitter.com/MJekIHtUTI— Madonna (@Madonna) December 10, 2015 Fljótlega myndaðist stór hópur á torginu og tóku myndbönd og ljósmyndir að birtast á samfélagsmiðlum þar sem Madonna sást syngja sín eigin lög og einnig Imagine ef John Lennon. @Madonna love for Paris... #imagine A video posted by Guy Oseary (@guyoseary) on Dec 9, 2015 at 4:05pm PST Á Instagram-síðu sinni sagðist Madonna hafa sungið friðarlög með syni sínum David Banda og gítarleikaranum Monte Pittman. Singing songs for Peace with David and Monte after my show in Paris! at Place de la Republique #rebelheartour @jr A video posted by Madonna (@madonna) on Dec 9, 2015 at 5:44pm PST Á tónleikum í Stokkhólmi í Svíþjóð, skömmu eftir árásirnar í París, greindi Madonna frá því hvers vegna hún ætlaði að halda Evróputúr sínum áfram. „Ég er á báðum áttum. Ég er hugsi yfir því hvers vegna ég er hér að dansa og skemmta mér á meðan aðrir syrgja ástvini sína. Það er hins vegar ætlunarverk þessa fólks. Það vill þagga niður í okkur. Og við megum ekki láta það gerast.“ Hún bað því næst um mínútu þögn til minningar um fórnarlömb árásanna í París áður en hún hóf að syngja lag sitt Like a Prayer. Hún söng það lag einmitt í gærkvöldi en eftir flutninginn sendi hún fingurkossa til áhorfenda og hrópaði: Friður!
Tónlist Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Fleiri fréttir Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Sjá meira