„Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2015 11:47 Helgi Hjörvar, Eygló Harðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon vísir Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, vegna þeirrar ákvörðunar stjórnarmeirihlutans að hækka ekki ellilífeyris-og örorkubætur afturvirkt, en því var hafnað í atkvæðagreiðslu á þingi í vikunni. Í óundirbúnum fyrirspurnum spurði Helgi Hjörvar ráðherrann hvort hún hefði ekki barist fyrir því innan ríkisstjórnarinnar að slík hækkun næði fram að ganga. „Og ég spyr ráðherrann hvort hún hafi ekki von um það að þessi breyting náist fram hér fyrir þriðju umræðu fjárlaga? Eða eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni sem er að berjast fyrir þessu sjálfsagða réttlætismáli?“ Þá bað Helgi ráðherrann um að hætta að rífast við Landssamband eldri borgara og Öryrkjabandalagið um kjör þessara hópa þar sem þeir þekki kjör sín best.Bætur hækki um 9,7 prósent á næsta ári „Prósentur segja lítið í því samhengi. Lífeyrisþegar hafa fengið liðlega 5000 króna hækkun á þessu ári. Við alþingismenn höfum fengið 60 þúsund, ráðherrar yfir 100 þúsund.“ Helgi sagði slíkan samanburð þó aukaatriði enda væri kjarni málsins sá að aldraðir og öryrkjar fái sömu meðferð og allir aðrir í landinu, frá sama tíma og sama hætti. Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra, svaraði því til að bætur myndu hækka um 9,7 prósent á næsta ári samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Þetta þýði að bætur einstaklings sem býr einn verði ívið hærri en lágmarkslaun.„Hörmuleg svör“ Hún fór síðan yfir það hvernig sú hækkun hefði verið reiknuð en þar var bæði tekið mið af þjóðhagsspá og hækkun á meðaltöxtum þessa árs og næsta. Þá sagði Eygló bætur hækka um 14,2 milljarða þann 1. janúar næstkomandi en inn í þeirri tölu væru 3,9 milljarðar sem væri afturvirk hækkun vegna launaþróunar á árinu. Þingmennirnir gáfu ekki mikið fyrir svör fyrir ráðherrans og kallaði Steingrímur þau „hörmuleg.“ Prósentuhækkanir bóta á þessu ári og því síðasta hefðu fjarri því veitt elli-og örorkulífeyrisþegum sömu hækkanir og aðrir í landinu. „Svona rugl um milljarðasamlagningar sem horfir ekki til magnaukningar í kerfinu, fjölgunar elli-og örorkulífeyrisþega og slíkra hluta, eða prósentuþvæla, breytir ekki veruleika þessa máls. Ríkisstjórnin og hennar lið ætlar að skilja þennan eina hóp eftir, þennan eina hóp, hann á ekki að fá neinar kjarabætur á þessu ári. Það er veruleikinn. Það er þá helst að það eigi að leika námsmenn í landinu svipað grátt.“ Alþingi Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, vegna þeirrar ákvörðunar stjórnarmeirihlutans að hækka ekki ellilífeyris-og örorkubætur afturvirkt, en því var hafnað í atkvæðagreiðslu á þingi í vikunni. Í óundirbúnum fyrirspurnum spurði Helgi Hjörvar ráðherrann hvort hún hefði ekki barist fyrir því innan ríkisstjórnarinnar að slík hækkun næði fram að ganga. „Og ég spyr ráðherrann hvort hún hafi ekki von um það að þessi breyting náist fram hér fyrir þriðju umræðu fjárlaga? Eða eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni sem er að berjast fyrir þessu sjálfsagða réttlætismáli?“ Þá bað Helgi ráðherrann um að hætta að rífast við Landssamband eldri borgara og Öryrkjabandalagið um kjör þessara hópa þar sem þeir þekki kjör sín best.Bætur hækki um 9,7 prósent á næsta ári „Prósentur segja lítið í því samhengi. Lífeyrisþegar hafa fengið liðlega 5000 króna hækkun á þessu ári. Við alþingismenn höfum fengið 60 þúsund, ráðherrar yfir 100 þúsund.“ Helgi sagði slíkan samanburð þó aukaatriði enda væri kjarni málsins sá að aldraðir og öryrkjar fái sömu meðferð og allir aðrir í landinu, frá sama tíma og sama hætti. Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra, svaraði því til að bætur myndu hækka um 9,7 prósent á næsta ári samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar. Þetta þýði að bætur einstaklings sem býr einn verði ívið hærri en lágmarkslaun.„Hörmuleg svör“ Hún fór síðan yfir það hvernig sú hækkun hefði verið reiknuð en þar var bæði tekið mið af þjóðhagsspá og hækkun á meðaltöxtum þessa árs og næsta. Þá sagði Eygló bætur hækka um 14,2 milljarða þann 1. janúar næstkomandi en inn í þeirri tölu væru 3,9 milljarðar sem væri afturvirk hækkun vegna launaþróunar á árinu. Þingmennirnir gáfu ekki mikið fyrir svör fyrir ráðherrans og kallaði Steingrímur þau „hörmuleg.“ Prósentuhækkanir bóta á þessu ári og því síðasta hefðu fjarri því veitt elli-og örorkulífeyrisþegum sömu hækkanir og aðrir í landinu. „Svona rugl um milljarðasamlagningar sem horfir ekki til magnaukningar í kerfinu, fjölgunar elli-og örorkulífeyrisþega og slíkra hluta, eða prósentuþvæla, breytir ekki veruleika þessa máls. Ríkisstjórnin og hennar lið ætlar að skilja þennan eina hóp eftir, þennan eina hóp, hann á ekki að fá neinar kjarabætur á þessu ári. Það er veruleikinn. Það er þá helst að það eigi að leika námsmenn í landinu svipað grátt.“
Alþingi Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira