Innlent

620 milljarða tekjur árið 2020

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Ferðamönnum fjölgaði um 100 prósent á árunum 2009 til 2014.
Ferðamönnum fjölgaði um 100 prósent á árunum 2009 til 2014. Fréttablaðið/Stefán
Tekjur vegna ferðamanna geta hækkað í allt að 620 milljarða króna árið 2020. Í ár skilar ferðaþjónustan rúmlega 350 milljörðum króna í tekjur.

Þetta kemur fram í rannsókn Háskólans við Bifröst sem var framkvæmd samkvæmt samkomulagi við atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið.

Þar kemur fram að ferðamönnum hefur fjölgað um hundrað prósent milli áranna 2009 og 2014. Eða úr 493 þúsund í 993 þúsund.

Í rannsókninni eru einnig lagðar til úrbætur á borð við virkari markaðssetningu á internetinu, meiri starfsemi utan háannatíma og greiðari aðgang að fjármagni til að styrkja fjárhag fyrirtækja. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×