Utan vallar: Persónulegt stríð á milli Conor og Aldo Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. desember 2015 20:42 Dana White stígur loksins frá í nótt og leyfir þessum mönnum að takast á. vísir/getty Loksins, loksins segja UFC-aðdáendur og það ekki að ástæðulausu. Eftir um ársbið er nefnilega loksins komið að því að Jose Aldo og Conor McGregor mætist í búrinu. UFC hefur aldrei áður lagst í eins mikla kynningu á einum bardaga. Þeir áttu upphaflega að berjast síðasta sumar og þá fóru Conor og Aldo í eftirminnilegt kynningarferðalag um heiminn. Það var því mikið högg fyrir UFC er Aldo dró sig út úr bardaganum aðeins tveim vikum áður en þeir áttu að stíga inn í hringinn. Ýmsar samsæriskenningar hafa eðlilega verið á lofti um ástæður þess að Aldo mætti ekki. Hann var vissulega meiddur en var það slys eða ekki? Það verður aldrei sannað. Mitt persónulega mat er að hann hafi ekki þorað í Conor síðasta sumar. Írinn var kominn undir skinnið á honum og náði honum algjörlega úr jafnvægi. Aldo var orðinn skíthræddur við hann. Það er algjör synd að við höfum ekki fengið þennan bardaga síðasta sumar miðað við stemninguna sem var í gangi þá. Mikið hefur breyst á fimm mánuðum og báðir kappar hafa breyst. Aldo virkar ekki lengur hræddur við Conor heldur er hann ótrúlega einbeittur. Hann er meira að segja farinn að ögra Íranum eins og hann gerði eftir vigtunina. Sálfræðilegir yfirburðir Conors eru ekki eins miklir og þeir voru síðasta sumar. Írinn virðist einnig hafa styrkt sig andlega. Hann er ekki lengur með sama æsinginn og tryllinginn sem tröllreið öllu fyrir síðasta sumar. Hann er rólegur, yfirvegaður og fullviss um að það séu hans örlög að klára Jose Aldo í nótt, fyrstur allra í UFC. Það sem hefur þó ekki breyst er andúðin á milli kappanna. Þeir virðast gjörsamlega hata hvorn annan. Það sem meira er þá hatar öll fjölskylda Aldo Írann og eiginkona Aldo hefur sagt að hún hafi viljað drepa hann. Móðganir Írans náðu til allra sem tengjast Brasilíumanninum og það er hlutverk Aldo að láta Írann blæða fyrir allar yfirlýsingarnar. Nú eru þeir aðeins nokkrum klukkutímum frá því að berjast. Það eru engar afsakanir lengur. Báðir kappar eru í toppformi og lausir við meiðsli. Nú fá þeir loksins tækifæri til þess að hleypa út öllum tilfinningunum, hatrinu og orkunni. Þetta verður stríð sem talað verður um næstu árin. Ég myndi birgja mig upp af kaffi fyrir nóttina því UFC-veislan á Stöð 2 Sport í nótt verður einstök. MMA Tengdar fréttir Conor tók fulla æfingu með húfu á höfðinu Fyrir öll UFC-kvöld þurfa þeir sem berjast í stærstu bardögunum að mæta á opna æfingu. Æfa fyrir framan fjölmiðla og áhorfendur. 11. desember 2015 09:00 Sauð næstum því upp úr hjá Conor og Jose Aldo Það er grunnt á því góða á milli Conor McGregor og Jose Aldo og það leyndi sér ekki í kvöld. 12. desember 2015 01:30 Gunnar og Conor náðu vigt í brjálaðri stemningu | Myndband Það var algjörlega geggjuð stemning í MGM Grand Garden Arena í kvöld er Írarnir tóku aftur yfir þennan sögufræga sal. 11. desember 2015 23:45 Conor verður með heitasta partíið í Las Vegas Sama hvernig fer í búrinu annað kvöld þá mun Conor McGregor blása til veislu í Las Vegas. 11. desember 2015 16:15 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira
Loksins, loksins segja UFC-aðdáendur og það ekki að ástæðulausu. Eftir um ársbið er nefnilega loksins komið að því að Jose Aldo og Conor McGregor mætist í búrinu. UFC hefur aldrei áður lagst í eins mikla kynningu á einum bardaga. Þeir áttu upphaflega að berjast síðasta sumar og þá fóru Conor og Aldo í eftirminnilegt kynningarferðalag um heiminn. Það var því mikið högg fyrir UFC er Aldo dró sig út úr bardaganum aðeins tveim vikum áður en þeir áttu að stíga inn í hringinn. Ýmsar samsæriskenningar hafa eðlilega verið á lofti um ástæður þess að Aldo mætti ekki. Hann var vissulega meiddur en var það slys eða ekki? Það verður aldrei sannað. Mitt persónulega mat er að hann hafi ekki þorað í Conor síðasta sumar. Írinn var kominn undir skinnið á honum og náði honum algjörlega úr jafnvægi. Aldo var orðinn skíthræddur við hann. Það er algjör synd að við höfum ekki fengið þennan bardaga síðasta sumar miðað við stemninguna sem var í gangi þá. Mikið hefur breyst á fimm mánuðum og báðir kappar hafa breyst. Aldo virkar ekki lengur hræddur við Conor heldur er hann ótrúlega einbeittur. Hann er meira að segja farinn að ögra Íranum eins og hann gerði eftir vigtunina. Sálfræðilegir yfirburðir Conors eru ekki eins miklir og þeir voru síðasta sumar. Írinn virðist einnig hafa styrkt sig andlega. Hann er ekki lengur með sama æsinginn og tryllinginn sem tröllreið öllu fyrir síðasta sumar. Hann er rólegur, yfirvegaður og fullviss um að það séu hans örlög að klára Jose Aldo í nótt, fyrstur allra í UFC. Það sem hefur þó ekki breyst er andúðin á milli kappanna. Þeir virðast gjörsamlega hata hvorn annan. Það sem meira er þá hatar öll fjölskylda Aldo Írann og eiginkona Aldo hefur sagt að hún hafi viljað drepa hann. Móðganir Írans náðu til allra sem tengjast Brasilíumanninum og það er hlutverk Aldo að láta Írann blæða fyrir allar yfirlýsingarnar. Nú eru þeir aðeins nokkrum klukkutímum frá því að berjast. Það eru engar afsakanir lengur. Báðir kappar eru í toppformi og lausir við meiðsli. Nú fá þeir loksins tækifæri til þess að hleypa út öllum tilfinningunum, hatrinu og orkunni. Þetta verður stríð sem talað verður um næstu árin. Ég myndi birgja mig upp af kaffi fyrir nóttina því UFC-veislan á Stöð 2 Sport í nótt verður einstök.
MMA Tengdar fréttir Conor tók fulla æfingu með húfu á höfðinu Fyrir öll UFC-kvöld þurfa þeir sem berjast í stærstu bardögunum að mæta á opna æfingu. Æfa fyrir framan fjölmiðla og áhorfendur. 11. desember 2015 09:00 Sauð næstum því upp úr hjá Conor og Jose Aldo Það er grunnt á því góða á milli Conor McGregor og Jose Aldo og það leyndi sér ekki í kvöld. 12. desember 2015 01:30 Gunnar og Conor náðu vigt í brjálaðri stemningu | Myndband Það var algjörlega geggjuð stemning í MGM Grand Garden Arena í kvöld er Írarnir tóku aftur yfir þennan sögufræga sal. 11. desember 2015 23:45 Conor verður með heitasta partíið í Las Vegas Sama hvernig fer í búrinu annað kvöld þá mun Conor McGregor blása til veislu í Las Vegas. 11. desember 2015 16:15 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira
Conor tók fulla æfingu með húfu á höfðinu Fyrir öll UFC-kvöld þurfa þeir sem berjast í stærstu bardögunum að mæta á opna æfingu. Æfa fyrir framan fjölmiðla og áhorfendur. 11. desember 2015 09:00
Sauð næstum því upp úr hjá Conor og Jose Aldo Það er grunnt á því góða á milli Conor McGregor og Jose Aldo og það leyndi sér ekki í kvöld. 12. desember 2015 01:30
Gunnar og Conor náðu vigt í brjálaðri stemningu | Myndband Það var algjörlega geggjuð stemning í MGM Grand Garden Arena í kvöld er Írarnir tóku aftur yfir þennan sögufræga sal. 11. desember 2015 23:45
Conor verður með heitasta partíið í Las Vegas Sama hvernig fer í búrinu annað kvöld þá mun Conor McGregor blása til veislu í Las Vegas. 11. desember 2015 16:15