Ted Cruz kjöldregur Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2015 10:57 Ted Cruz tekur hér í hönd hins hárprúða auðkýfings Donald Trump Vísir/AFP Nú þegar sjö vikur eru til kosninga hefur Ted Cruz tíu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn auðkýfinginn Donald Trump í Iowafylki. Þeir sækjast báðir eftir útnefningu repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Kosningarnar í Iowa eru oft sagðar gefa tóninn fyrir kosningar annarra fylkja en íbúar Iowa eru þeir fyrstu til að ganga að kjörborðinu. Í könnun Des Moines Register og Bloomberg kemur fram að Cruz njóti nú 31 prósent fylgis í Iowa en Trump mælist með 21 prósent stuðning. Niðurstöðurnar eru til marks um gífurlega sveiflu í fylgi Cruz sem lengi framanaf var að mælast með um 10 prósent stuðning. Kosningabarátta hans í Iowa hefur snúist í meginatriðum um að sannfæra leiðtoga hinna fjölmörgu kristilegu safnaða í fylkinu. Það hefur borið árangur og er opinber stuðningur Bob Vander Plaats við Cruz talið stærsta ummerki þessi. Plaats stóð dyggilega við bakið á þeim frambjóðendum sem urðu hlutskarpastir í tveimur síðustu forkosningum í Iowa. Aðrir frambjóðendur repúblikana eru með töluvert minna fylgi í ríkinu. Taugaskurðlæknirinn Ben Carson er í þriðja sæti með 13 prósent, Marco Rubio með 10 prósent fylgi og situr sem fastast í fjórða sæti. Jeb Bush bætir við sig einu prósenti og mælist nú með 6 prósent.Rand Paul, Mike Huckabee og Chris Christie eru jöfn með 3. Næstu kappræður repúblikana fara fram í Las Vegas á þriðjudag. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump kallar yfir sig reiði Anonymous Bandaríski auðkýfingurinn kominn á lista með íslenskum stjórnvöldum og ISIS. 12. desember 2015 11:19 Hillary Clinton: Trump er ekki lengur fyndinn, hann er hættulegur Forsetaframbjóðandinn segir að Repúblikanar verði að stíga upp og segja við Trump: „Nú er komið nóg.“ 11. desember 2015 13:09 Trump mælist enn með mest fylgi þrátt fyrir ummæli um múslima Donald Trump mælist með 35 prósent fylgi á meðal kjósenda Repúblikanaflokksins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Reuters og Ipsos. 11. desember 2015 23:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Nú þegar sjö vikur eru til kosninga hefur Ted Cruz tíu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn auðkýfinginn Donald Trump í Iowafylki. Þeir sækjast báðir eftir útnefningu repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Kosningarnar í Iowa eru oft sagðar gefa tóninn fyrir kosningar annarra fylkja en íbúar Iowa eru þeir fyrstu til að ganga að kjörborðinu. Í könnun Des Moines Register og Bloomberg kemur fram að Cruz njóti nú 31 prósent fylgis í Iowa en Trump mælist með 21 prósent stuðning. Niðurstöðurnar eru til marks um gífurlega sveiflu í fylgi Cruz sem lengi framanaf var að mælast með um 10 prósent stuðning. Kosningabarátta hans í Iowa hefur snúist í meginatriðum um að sannfæra leiðtoga hinna fjölmörgu kristilegu safnaða í fylkinu. Það hefur borið árangur og er opinber stuðningur Bob Vander Plaats við Cruz talið stærsta ummerki þessi. Plaats stóð dyggilega við bakið á þeim frambjóðendum sem urðu hlutskarpastir í tveimur síðustu forkosningum í Iowa. Aðrir frambjóðendur repúblikana eru með töluvert minna fylgi í ríkinu. Taugaskurðlæknirinn Ben Carson er í þriðja sæti með 13 prósent, Marco Rubio með 10 prósent fylgi og situr sem fastast í fjórða sæti. Jeb Bush bætir við sig einu prósenti og mælist nú með 6 prósent.Rand Paul, Mike Huckabee og Chris Christie eru jöfn með 3. Næstu kappræður repúblikana fara fram í Las Vegas á þriðjudag.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump kallar yfir sig reiði Anonymous Bandaríski auðkýfingurinn kominn á lista með íslenskum stjórnvöldum og ISIS. 12. desember 2015 11:19 Hillary Clinton: Trump er ekki lengur fyndinn, hann er hættulegur Forsetaframbjóðandinn segir að Repúblikanar verði að stíga upp og segja við Trump: „Nú er komið nóg.“ 11. desember 2015 13:09 Trump mælist enn með mest fylgi þrátt fyrir ummæli um múslima Donald Trump mælist með 35 prósent fylgi á meðal kjósenda Repúblikanaflokksins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Reuters og Ipsos. 11. desember 2015 23:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Donald Trump kallar yfir sig reiði Anonymous Bandaríski auðkýfingurinn kominn á lista með íslenskum stjórnvöldum og ISIS. 12. desember 2015 11:19
Hillary Clinton: Trump er ekki lengur fyndinn, hann er hættulegur Forsetaframbjóðandinn segir að Repúblikanar verði að stíga upp og segja við Trump: „Nú er komið nóg.“ 11. desember 2015 13:09
Trump mælist enn með mest fylgi þrátt fyrir ummæli um múslima Donald Trump mælist með 35 prósent fylgi á meðal kjósenda Repúblikanaflokksins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Reuters og Ipsos. 11. desember 2015 23:30