Unnið eftir ósamþykktri áætlun Sveinn Arnarsson skrifar 14. desember 2015 06:00 Samgönguáætlun fór til þings í lok maí á síðasta þingi en ekki náðist að samþykkja hana. Því er í raun engin samgönguáætlun í gildi. Meirihluti fjárlaganefndar vinnur samt sem áður eftir þeirri áætlun. Fréttablaðið/Vilhelm Í breytingatillögu meirihluta fjárlaganefndar er gerð tillaga um að 400 milljónum verði varið aukalega í svokallaðan hafnabótasjóð til endurnýjunar og dýpkunar í löndunarhöfnum. Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hafði umsjón með þessum verkþætti meirihlutans að sögn formanns fjárlagnefndar. Alls fara 103 milljónir í lagfæringar á höfninni í Grindavík, heimabæ Páls Jóhanns, þar sem fyrirtæki í eigu eiginkonu hans, áður í eigu hans sjálfs, gerir út skip til veiða. Í þessum tillögum meirihluta fjárlaganefndar er lagt til hvert fjárveitingarnar fara. „Þarna erum við að vinna eftir þeirri samgönguáætlun sem var lögð fram af innanríkisráðherra á síðasta þingi,“ segir Páll Jóhann. „Einnig er unnið í samráði við minnisblað siglingasviðs Vegagerðarinnar sem telur brýnt að fara í framkvæmdir á höfnum landsins.“Páll Jóhann PálssonUmrædd samgönguáætlun var ekki samþykkt á síðasta þingi og féll á tíma. Samgönguáætlun hefur ekki verið lögð fyrir þetta þing þótt hún hafi verið tilbúin síðastliðið sumar. Grindavíkurhöfn fær hæstu fjárveitinguna í þessari aukafjárveitingu, eða 103 milljónir. Siglufjarðarhöfn fær 80 milljónir króna. Hafnir í Sandgerði og í Þorlákshöfn fá rúmar 40 milljónir hvor til endurbóta. Samkvæmt lögum um hafnabótasjóð greiðir ríkið meirihluta kostnaðar við endurbætur á höfnunum en sveitarfélagið það sem upp á vantar.Brynhildur PétursdóttirBrynhildur Pétursdóttir, fulltrúi minnihlutans í fjárlaganefnd, undrast vinnulag meirihluta fjárlaganefndar. „Breytingatillögur meirihlutans vekja upp margar spurningar og ég hef verulegar efasemdir um vinnubrögðin svo ekki sé meira sagt. Við höfum alls konar verkferla við að útdeila almannafé til að gæta jafnræðis. Þetta eru safnliðir ráðuneyta, samkeppnissjóðir, sóknaráætlun landshluta og samgönguáætlun svo eitthvað sé nefnt og við eigum að setja fé í þessa fjárlagaliði og laga þá hnökra ef einhverjir eru í stað þess að einstaka þingmenn taki að sér að deila út fé. Við vitum ekkert hvað liggur að baki mjög mörgum breytingatillögum og alveg óháð því hvort ég er sátt við verkefnin eða ekki þá er ekki hægt að sætta sig við þannig verklag.“ Alþingi Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Í breytingatillögu meirihluta fjárlaganefndar er gerð tillaga um að 400 milljónum verði varið aukalega í svokallaðan hafnabótasjóð til endurnýjunar og dýpkunar í löndunarhöfnum. Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hafði umsjón með þessum verkþætti meirihlutans að sögn formanns fjárlagnefndar. Alls fara 103 milljónir í lagfæringar á höfninni í Grindavík, heimabæ Páls Jóhanns, þar sem fyrirtæki í eigu eiginkonu hans, áður í eigu hans sjálfs, gerir út skip til veiða. Í þessum tillögum meirihluta fjárlaganefndar er lagt til hvert fjárveitingarnar fara. „Þarna erum við að vinna eftir þeirri samgönguáætlun sem var lögð fram af innanríkisráðherra á síðasta þingi,“ segir Páll Jóhann. „Einnig er unnið í samráði við minnisblað siglingasviðs Vegagerðarinnar sem telur brýnt að fara í framkvæmdir á höfnum landsins.“Páll Jóhann PálssonUmrædd samgönguáætlun var ekki samþykkt á síðasta þingi og féll á tíma. Samgönguáætlun hefur ekki verið lögð fyrir þetta þing þótt hún hafi verið tilbúin síðastliðið sumar. Grindavíkurhöfn fær hæstu fjárveitinguna í þessari aukafjárveitingu, eða 103 milljónir. Siglufjarðarhöfn fær 80 milljónir króna. Hafnir í Sandgerði og í Þorlákshöfn fá rúmar 40 milljónir hvor til endurbóta. Samkvæmt lögum um hafnabótasjóð greiðir ríkið meirihluta kostnaðar við endurbætur á höfnunum en sveitarfélagið það sem upp á vantar.Brynhildur PétursdóttirBrynhildur Pétursdóttir, fulltrúi minnihlutans í fjárlaganefnd, undrast vinnulag meirihluta fjárlaganefndar. „Breytingatillögur meirihlutans vekja upp margar spurningar og ég hef verulegar efasemdir um vinnubrögðin svo ekki sé meira sagt. Við höfum alls konar verkferla við að útdeila almannafé til að gæta jafnræðis. Þetta eru safnliðir ráðuneyta, samkeppnissjóðir, sóknaráætlun landshluta og samgönguáætlun svo eitthvað sé nefnt og við eigum að setja fé í þessa fjárlagaliði og laga þá hnökra ef einhverjir eru í stað þess að einstaka þingmenn taki að sér að deila út fé. Við vitum ekkert hvað liggur að baki mjög mörgum breytingatillögum og alveg óháð því hvort ég er sátt við verkefnin eða ekki þá er ekki hægt að sætta sig við þannig verklag.“
Alþingi Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira