Unnið eftir ósamþykktri áætlun Sveinn Arnarsson skrifar 14. desember 2015 06:00 Samgönguáætlun fór til þings í lok maí á síðasta þingi en ekki náðist að samþykkja hana. Því er í raun engin samgönguáætlun í gildi. Meirihluti fjárlaganefndar vinnur samt sem áður eftir þeirri áætlun. Fréttablaðið/Vilhelm Í breytingatillögu meirihluta fjárlaganefndar er gerð tillaga um að 400 milljónum verði varið aukalega í svokallaðan hafnabótasjóð til endurnýjunar og dýpkunar í löndunarhöfnum. Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hafði umsjón með þessum verkþætti meirihlutans að sögn formanns fjárlagnefndar. Alls fara 103 milljónir í lagfæringar á höfninni í Grindavík, heimabæ Páls Jóhanns, þar sem fyrirtæki í eigu eiginkonu hans, áður í eigu hans sjálfs, gerir út skip til veiða. Í þessum tillögum meirihluta fjárlaganefndar er lagt til hvert fjárveitingarnar fara. „Þarna erum við að vinna eftir þeirri samgönguáætlun sem var lögð fram af innanríkisráðherra á síðasta þingi,“ segir Páll Jóhann. „Einnig er unnið í samráði við minnisblað siglingasviðs Vegagerðarinnar sem telur brýnt að fara í framkvæmdir á höfnum landsins.“Páll Jóhann PálssonUmrædd samgönguáætlun var ekki samþykkt á síðasta þingi og féll á tíma. Samgönguáætlun hefur ekki verið lögð fyrir þetta þing þótt hún hafi verið tilbúin síðastliðið sumar. Grindavíkurhöfn fær hæstu fjárveitinguna í þessari aukafjárveitingu, eða 103 milljónir. Siglufjarðarhöfn fær 80 milljónir króna. Hafnir í Sandgerði og í Þorlákshöfn fá rúmar 40 milljónir hvor til endurbóta. Samkvæmt lögum um hafnabótasjóð greiðir ríkið meirihluta kostnaðar við endurbætur á höfnunum en sveitarfélagið það sem upp á vantar.Brynhildur PétursdóttirBrynhildur Pétursdóttir, fulltrúi minnihlutans í fjárlaganefnd, undrast vinnulag meirihluta fjárlaganefndar. „Breytingatillögur meirihlutans vekja upp margar spurningar og ég hef verulegar efasemdir um vinnubrögðin svo ekki sé meira sagt. Við höfum alls konar verkferla við að útdeila almannafé til að gæta jafnræðis. Þetta eru safnliðir ráðuneyta, samkeppnissjóðir, sóknaráætlun landshluta og samgönguáætlun svo eitthvað sé nefnt og við eigum að setja fé í þessa fjárlagaliði og laga þá hnökra ef einhverjir eru í stað þess að einstaka þingmenn taki að sér að deila út fé. Við vitum ekkert hvað liggur að baki mjög mörgum breytingatillögum og alveg óháð því hvort ég er sátt við verkefnin eða ekki þá er ekki hægt að sætta sig við þannig verklag.“ Alþingi Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Í breytingatillögu meirihluta fjárlaganefndar er gerð tillaga um að 400 milljónum verði varið aukalega í svokallaðan hafnabótasjóð til endurnýjunar og dýpkunar í löndunarhöfnum. Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hafði umsjón með þessum verkþætti meirihlutans að sögn formanns fjárlagnefndar. Alls fara 103 milljónir í lagfæringar á höfninni í Grindavík, heimabæ Páls Jóhanns, þar sem fyrirtæki í eigu eiginkonu hans, áður í eigu hans sjálfs, gerir út skip til veiða. Í þessum tillögum meirihluta fjárlaganefndar er lagt til hvert fjárveitingarnar fara. „Þarna erum við að vinna eftir þeirri samgönguáætlun sem var lögð fram af innanríkisráðherra á síðasta þingi,“ segir Páll Jóhann. „Einnig er unnið í samráði við minnisblað siglingasviðs Vegagerðarinnar sem telur brýnt að fara í framkvæmdir á höfnum landsins.“Páll Jóhann PálssonUmrædd samgönguáætlun var ekki samþykkt á síðasta þingi og féll á tíma. Samgönguáætlun hefur ekki verið lögð fyrir þetta þing þótt hún hafi verið tilbúin síðastliðið sumar. Grindavíkurhöfn fær hæstu fjárveitinguna í þessari aukafjárveitingu, eða 103 milljónir. Siglufjarðarhöfn fær 80 milljónir króna. Hafnir í Sandgerði og í Þorlákshöfn fá rúmar 40 milljónir hvor til endurbóta. Samkvæmt lögum um hafnabótasjóð greiðir ríkið meirihluta kostnaðar við endurbætur á höfnunum en sveitarfélagið það sem upp á vantar.Brynhildur PétursdóttirBrynhildur Pétursdóttir, fulltrúi minnihlutans í fjárlaganefnd, undrast vinnulag meirihluta fjárlaganefndar. „Breytingatillögur meirihlutans vekja upp margar spurningar og ég hef verulegar efasemdir um vinnubrögðin svo ekki sé meira sagt. Við höfum alls konar verkferla við að útdeila almannafé til að gæta jafnræðis. Þetta eru safnliðir ráðuneyta, samkeppnissjóðir, sóknaráætlun landshluta og samgönguáætlun svo eitthvað sé nefnt og við eigum að setja fé í þessa fjárlagaliði og laga þá hnökra ef einhverjir eru í stað þess að einstaka þingmenn taki að sér að deila út fé. Við vitum ekkert hvað liggur að baki mjög mörgum breytingatillögum og alveg óháð því hvort ég er sátt við verkefnin eða ekki þá er ekki hægt að sætta sig við þannig verklag.“
Alþingi Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira