Eigum við ekki að fara að segja þetta gott, Ólafur? Arnar Þór Stefánsson skrifar 14. desember 2015 10:00 Opið bréf til forseta Íslands. Sæll herra Ólafur Ragnar. Takk fyrir góð störf sem forseti á undanförnum tæpum 20 árum. Framlag þitt til beins lýðræðis á Íslandi með tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum fyrir þína tilstuðlan verður lengi í minnum haft. Þá varstu öflugur talsmaður okkar þjóðar þegar mest varði. Þú hefur gert margt gott sem forseti, en sumt síður, eins og gengur. Tuttugu ár eru langur tími – sérstaklega fyrir einn mann á forsetastóli. Um leið og ég þakka þér góð og gagnmerk störf vildi ég líka nefna við þig að mér þykir sem nú sé kominn tími til að þú látir af embætti. Vildi segja þér það umbúðalaust. Þú sagðir sjálfur í kosningabaráttunni 1996 að átta ár sem forseti væri hæfilegur tími. Nú hefurðu setið í embætti tólf árum betur. Þú ert sá núverandi þjóðkjörni þjóðarleiðtogi í Vestur-Evrópu sem ert þaulsetnastur. Í Evrópu allri hefur Alexaner Lúkasjenkó í Hvíta Rússlandi einn setið lengur. Ekki viljum við bera okkur saman við hann. Það er hægt að skilja rök þín fyrir því að sérstakar aðstæður árið 2012 hafi kallað á veru þína eitt kjörtímabil í viðbót. Slíkar aðstæður eru ekki fyrir hendi nú. Ekkert í stöðu stjórnmála eða þjóðmála hérlendis á þessum tímapunkti kallar á að þú verður forseti fjögur ár í viðbót. Að fara fram einu sinni enn er of langt gengið. Í gestaþætti Hávamála er mælst gegn því að menn séu of þaulsetnir. Mikilvægt er að þekkja sinn vitjunartíma. Þetta á við þig sem aðra. Enginn er ómissandi. Ég vil einnig gjarnan að þú látir okkur vita sem fyrst að nóg sé komið. Þá er ég m.a. að hugsa til alls þess góða fólks sem hefði áhuga á að bjóða sig fram næsta sumar. Það þarf tíma til að taka svo stóra ákvörðun sem framboð til forseta er. Það þarf líka tíma til að undirbúa framboð. Ég veit að það er fjöldi öflugra einstaklinga sem gæti tekið þetta verkefni að sér. Ég skora á þig að taka af öll tvímæli um að nú sé komið gott í næsta nýársávarpi. Ágæti herra Ólafur. Nú þegar mér þykir að leiðarlokum komið hjá þér vildi ég ítreka þakkir mínar fyrir það góða sem þú gerðir fyrir land og þjóð. Hafðu það sem best. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Sjá meira
Opið bréf til forseta Íslands. Sæll herra Ólafur Ragnar. Takk fyrir góð störf sem forseti á undanförnum tæpum 20 árum. Framlag þitt til beins lýðræðis á Íslandi með tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum fyrir þína tilstuðlan verður lengi í minnum haft. Þá varstu öflugur talsmaður okkar þjóðar þegar mest varði. Þú hefur gert margt gott sem forseti, en sumt síður, eins og gengur. Tuttugu ár eru langur tími – sérstaklega fyrir einn mann á forsetastóli. Um leið og ég þakka þér góð og gagnmerk störf vildi ég líka nefna við þig að mér þykir sem nú sé kominn tími til að þú látir af embætti. Vildi segja þér það umbúðalaust. Þú sagðir sjálfur í kosningabaráttunni 1996 að átta ár sem forseti væri hæfilegur tími. Nú hefurðu setið í embætti tólf árum betur. Þú ert sá núverandi þjóðkjörni þjóðarleiðtogi í Vestur-Evrópu sem ert þaulsetnastur. Í Evrópu allri hefur Alexaner Lúkasjenkó í Hvíta Rússlandi einn setið lengur. Ekki viljum við bera okkur saman við hann. Það er hægt að skilja rök þín fyrir því að sérstakar aðstæður árið 2012 hafi kallað á veru þína eitt kjörtímabil í viðbót. Slíkar aðstæður eru ekki fyrir hendi nú. Ekkert í stöðu stjórnmála eða þjóðmála hérlendis á þessum tímapunkti kallar á að þú verður forseti fjögur ár í viðbót. Að fara fram einu sinni enn er of langt gengið. Í gestaþætti Hávamála er mælst gegn því að menn séu of þaulsetnir. Mikilvægt er að þekkja sinn vitjunartíma. Þetta á við þig sem aðra. Enginn er ómissandi. Ég vil einnig gjarnan að þú látir okkur vita sem fyrst að nóg sé komið. Þá er ég m.a. að hugsa til alls þess góða fólks sem hefði áhuga á að bjóða sig fram næsta sumar. Það þarf tíma til að taka svo stóra ákvörðun sem framboð til forseta er. Það þarf líka tíma til að undirbúa framboð. Ég veit að það er fjöldi öflugra einstaklinga sem gæti tekið þetta verkefni að sér. Ég skora á þig að taka af öll tvímæli um að nú sé komið gott í næsta nýársávarpi. Ágæti herra Ólafur. Nú þegar mér þykir að leiðarlokum komið hjá þér vildi ég ítreka þakkir mínar fyrir það góða sem þú gerðir fyrir land og þjóð. Hafðu það sem best.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar