Vill kosningabandalag með Katrínu í brúnni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. desember 2015 13:21 Róbert Marshall Róbert Marshall þingmaður Bjartrar Framtíðar varpar fram þeirri tillögu á facebook síðu sinni að myndað verði kosningabandalag utan um ný vinnubrögð og ákveðna málaflokka fyrir næstu Alþingiskosningar. „Það þarf að bjarga Íslandi. Við erum föst í fari átakastjórnmála sem valda stöðnun og hnignun,“ segir Róbert á facebook síðu sinni. Í samtali við fréttastofu segir Róbert það miður að landinu sé stjórnað með annars flokks aðferðum. „Það er hvert ógæfumáli sem rekur annað. Umræðan er ónýt og það er engin forysta í þeim efnum frá þessari ríkisstjórn, við erum ekki að gera nægjanlegar umbætur og stuðla að endurreisn í heilbrigðiskerfinu, sem að ég held að allir landsmenn eru sammála um,“ segir hann. Þá nefnir hann að Ísland sé einnig staðnað í umhverfis- og jafnréttismálum og nefna megi fleiri þætti. „Staðan er einfaldlega þannig að það þarf að bregðast við þessari stöðu með öllum mögulegum ráðum og reyna að snúa við blaðinu. Og það er það sem ég er að leggja til.“Katrín JakobsdóttirVísir/daníelAðspurður segir hann að hann sé fyrst og fremst að horfa til stjórnarandstöðuflokkanna í þessu samhengi. „Þeir hafa sýnt það núna tvö ár í röð að þeir hafa lagt fram sameiginlegar fjárlagatillögur án mikilla áraka.“ Þá nefnir hann að hann sjálfur frekar en annað fólk sé ekki ómissandi í slíku samstarfi en hann vill sjæa Katrínu Jakobsdóttur fara fyrir ríkisstjórn utanþingsráðherra. „Ég held að það sé svona gengumgangandi góður stuðningur við hana, hún hefur sýnt það og við höfum séð að hún nýtur trausts langt utan raða sinna flokksmanna og það tel ég að sé ótvíræður kostur,“ segir Róbert. Hugmynd Róberts rímar vel við hugmyndir Birgittu Jónsdóttur þingmanns Pírata um kosningabandalag fyrir næstu Alþingiskosningar. Í mars á þessu ári lagði hún til að bandalag yrði myndað um nýja stjórnarskrá og kosningar um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Alþingi Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira
Róbert Marshall þingmaður Bjartrar Framtíðar varpar fram þeirri tillögu á facebook síðu sinni að myndað verði kosningabandalag utan um ný vinnubrögð og ákveðna málaflokka fyrir næstu Alþingiskosningar. „Það þarf að bjarga Íslandi. Við erum föst í fari átakastjórnmála sem valda stöðnun og hnignun,“ segir Róbert á facebook síðu sinni. Í samtali við fréttastofu segir Róbert það miður að landinu sé stjórnað með annars flokks aðferðum. „Það er hvert ógæfumáli sem rekur annað. Umræðan er ónýt og það er engin forysta í þeim efnum frá þessari ríkisstjórn, við erum ekki að gera nægjanlegar umbætur og stuðla að endurreisn í heilbrigðiskerfinu, sem að ég held að allir landsmenn eru sammála um,“ segir hann. Þá nefnir hann að Ísland sé einnig staðnað í umhverfis- og jafnréttismálum og nefna megi fleiri þætti. „Staðan er einfaldlega þannig að það þarf að bregðast við þessari stöðu með öllum mögulegum ráðum og reyna að snúa við blaðinu. Og það er það sem ég er að leggja til.“Katrín JakobsdóttirVísir/daníelAðspurður segir hann að hann sé fyrst og fremst að horfa til stjórnarandstöðuflokkanna í þessu samhengi. „Þeir hafa sýnt það núna tvö ár í röð að þeir hafa lagt fram sameiginlegar fjárlagatillögur án mikilla áraka.“ Þá nefnir hann að hann sjálfur frekar en annað fólk sé ekki ómissandi í slíku samstarfi en hann vill sjæa Katrínu Jakobsdóttur fara fyrir ríkisstjórn utanþingsráðherra. „Ég held að það sé svona gengumgangandi góður stuðningur við hana, hún hefur sýnt það og við höfum séð að hún nýtur trausts langt utan raða sinna flokksmanna og það tel ég að sé ótvíræður kostur,“ segir Róbert. Hugmynd Róberts rímar vel við hugmyndir Birgittu Jónsdóttur þingmanns Pírata um kosningabandalag fyrir næstu Alþingiskosningar. Í mars á þessu ári lagði hún til að bandalag yrði myndað um nýja stjórnarskrá og kosningar um aðildarviðræður við Evrópusambandið.
Alþingi Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira