Merkel ver flóttamannastefnu sína Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. desember 2015 07:00 Angela Merkel í ræðustól á flokksþingi kristilegra demókrata í gær. Nordicphotos/AFP „Þetta er sögulegur prófsteinn fyrir Evrópu. Ég vona að við stöndumst þessa raun,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær á flokksþingi CDU, flokks kristilegra demókrata, sem nú stendur yfir í Karlsruhe. Hún var að tala um flóttamannastrauminn til Evrópu, en stefna Merkel í málefnum flóttamanna er eitt helsta umræðuefnið á flokksþinginu. Hún hefur ítrekað sagt að Þjóðverjar muni taka við öllum þeim flóttamönnum, sem til Þýskalands vilja koma. Jafnvel þótt reiknað sé með að þeir verði yfir milljón á þessu ári, sem brátt er á enda komið. „Okkur mun takast þetta,“ fullyrti hún eina ferðina enn og vísaði þar til sögu Þýskalands, bæði uppbyggingar landsins úr rústum seinni heimsstyrjaldarinnar og sameiningar þýsku ríkjanna fyrir tæpum aldarfjórðungi: „Ég get sagt þetta vegna þess að það tilheyrir sjálfsmynd landsins okkar að gera stóra hluti,“ sagði Merkel. Hins vegar hefur hún jafnframt krafist þess að önnur Evrópuríki víki sér ekki undan ábyrgðinni. „Að vísu er allt sem við gerum í Evrópu óendanlega tafsamt,“ sagði hún, og átti þar við hin þunglamalegu ákvörðunartökuferli Evrópusambandsins. „Stundum gerir það mann gráhærðan, en þetta hefur aldrei verið einfalt í Evrópu.“ Hins vegar hefur Evrópusambandsríkjunum til þessa alltaf tekist að leysa vandamálin, þótt stundum sé það á síðustu stundu eftir mikið japl, jaml og fuður. Auk þess sagði hún nauðsynlegt að draga úr fjölda flóttamanna, meðal annars með því að senda fljótt til baka alla þá sem engan rétt eiga á hæli. Þetta sagði hún ekki bara vera í þágu Þýskalands og Evrópu heldur ekki síður í þágu flóttafólksins sjálfs gert: „Því ekki nokkur maður, sama af hvaða ástæðum hann heldur af stað, yfirgefur heimkynni sín að gamni sínu.“ Loks sagði hún óhjákvæmilegt að gera kröfur til flóttafólksins: „Sá sem óskar eftir hæli hjá okkur verður að virða lög okkar og hefðir, og hann verður að læra þýsku,“ sagði hún. Hún sagðist enga trú hafa á fjölmenningarsamfélaginu svonefnda, þar sem innflytjendur haldi í eigin hefðir til hliðar við samfélag heimafólks: „Fjölmenningarsamfélagið er þar með lífslygi.“ Flóttamenn Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
„Þetta er sögulegur prófsteinn fyrir Evrópu. Ég vona að við stöndumst þessa raun,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær á flokksþingi CDU, flokks kristilegra demókrata, sem nú stendur yfir í Karlsruhe. Hún var að tala um flóttamannastrauminn til Evrópu, en stefna Merkel í málefnum flóttamanna er eitt helsta umræðuefnið á flokksþinginu. Hún hefur ítrekað sagt að Þjóðverjar muni taka við öllum þeim flóttamönnum, sem til Þýskalands vilja koma. Jafnvel þótt reiknað sé með að þeir verði yfir milljón á þessu ári, sem brátt er á enda komið. „Okkur mun takast þetta,“ fullyrti hún eina ferðina enn og vísaði þar til sögu Þýskalands, bæði uppbyggingar landsins úr rústum seinni heimsstyrjaldarinnar og sameiningar þýsku ríkjanna fyrir tæpum aldarfjórðungi: „Ég get sagt þetta vegna þess að það tilheyrir sjálfsmynd landsins okkar að gera stóra hluti,“ sagði Merkel. Hins vegar hefur hún jafnframt krafist þess að önnur Evrópuríki víki sér ekki undan ábyrgðinni. „Að vísu er allt sem við gerum í Evrópu óendanlega tafsamt,“ sagði hún, og átti þar við hin þunglamalegu ákvörðunartökuferli Evrópusambandsins. „Stundum gerir það mann gráhærðan, en þetta hefur aldrei verið einfalt í Evrópu.“ Hins vegar hefur Evrópusambandsríkjunum til þessa alltaf tekist að leysa vandamálin, þótt stundum sé það á síðustu stundu eftir mikið japl, jaml og fuður. Auk þess sagði hún nauðsynlegt að draga úr fjölda flóttamanna, meðal annars með því að senda fljótt til baka alla þá sem engan rétt eiga á hæli. Þetta sagði hún ekki bara vera í þágu Þýskalands og Evrópu heldur ekki síður í þágu flóttafólksins sjálfs gert: „Því ekki nokkur maður, sama af hvaða ástæðum hann heldur af stað, yfirgefur heimkynni sín að gamni sínu.“ Loks sagði hún óhjákvæmilegt að gera kröfur til flóttafólksins: „Sá sem óskar eftir hæli hjá okkur verður að virða lög okkar og hefðir, og hann verður að læra þýsku,“ sagði hún. Hún sagðist enga trú hafa á fjölmenningarsamfélaginu svonefnda, þar sem innflytjendur haldi í eigin hefðir til hliðar við samfélag heimafólks: „Fjölmenningarsamfélagið er þar með lífslygi.“
Flóttamenn Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira