Þingstörfin í hnút og starfsáætlun Alþingis farin úr skorðum Sveinn Arnarsson skrifar 15. desember 2015 07:00 Ekki sér fyrir endann á þingstörfum. Þingi átti að ljúka síðastliðinn föstudag samkvæmt starfsáætlun þingsins og í gær voru fjárlög enn til umræðu. Þingflokksformenn hittust í gær og ræddu stöðu mála. „Þinglok voru ekki einu sinni til umræðu á þeim fundi,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks.Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksvísir/pjeturÁsmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokks, tók í sama streng. „Það tekur allt enda einhvern tímann. Þingið mun ljúka sínum störfum hvenær svo sem það verður.“ „Það þarf enn að ræða fjárlög, nú síðast á laugardaginn kom formaður fjárlaganefndar með tvær breytingartillögur við frumvarpið,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. „Í ofanálag kemur meirihlutinn með málið tveimur vikum of seint inn í þingið til umræðu svo við munum líklega verða hér fram að Þorláksmessu í þinginu og ekki loku fyrir það skotið að við þurfum að hittast milli jóla og nýárs til að klára fjárlagafrumvarpið.“ Forseti þingsins óskaði eftir því að geta haldið næturfund til að klára umræður um fjárlög. Forsætisráðherra notaði það tækifæri til að saka stjórnarandstöðuna um grímulaust málþóf og tilraun til að slá Íslandsmet í málþófi. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, tók orð Sigmundar heldur óstinnt upp og velti því fyrir sér hvort forsætisráðherrann núverandi væri sá ómerkilegasti sem setið hefur í þeim stól. Önnur umræða fjárlaga hefur nú staðið í á fimmta tug klukkustunda og ekki sér enn fyrir endann á henni. Fjöldi mála bíður og líklegt að þingmenn þurfi að hafa hraðar hendur á næstu dögum til að ljúka þingstörfum fyrir jól. Alþingi Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira
Ekki sér fyrir endann á þingstörfum. Þingi átti að ljúka síðastliðinn föstudag samkvæmt starfsáætlun þingsins og í gær voru fjárlög enn til umræðu. Þingflokksformenn hittust í gær og ræddu stöðu mála. „Þinglok voru ekki einu sinni til umræðu á þeim fundi,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks.Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksvísir/pjeturÁsmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokks, tók í sama streng. „Það tekur allt enda einhvern tímann. Þingið mun ljúka sínum störfum hvenær svo sem það verður.“ „Það þarf enn að ræða fjárlög, nú síðast á laugardaginn kom formaður fjárlaganefndar með tvær breytingartillögur við frumvarpið,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. „Í ofanálag kemur meirihlutinn með málið tveimur vikum of seint inn í þingið til umræðu svo við munum líklega verða hér fram að Þorláksmessu í þinginu og ekki loku fyrir það skotið að við þurfum að hittast milli jóla og nýárs til að klára fjárlagafrumvarpið.“ Forseti þingsins óskaði eftir því að geta haldið næturfund til að klára umræður um fjárlög. Forsætisráðherra notaði það tækifæri til að saka stjórnarandstöðuna um grímulaust málþóf og tilraun til að slá Íslandsmet í málþófi. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, tók orð Sigmundar heldur óstinnt upp og velti því fyrir sér hvort forsætisráðherrann núverandi væri sá ómerkilegasti sem setið hefur í þeim stól. Önnur umræða fjárlaga hefur nú staðið í á fimmta tug klukkustunda og ekki sér enn fyrir endann á henni. Fjöldi mála bíður og líklegt að þingmenn þurfi að hafa hraðar hendur á næstu dögum til að ljúka þingstörfum fyrir jól.
Alþingi Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira