Viðskipti erlent

Frakkar lækka túrskattinn

Sæunn Gísladóttir skrifar
Skattur á túrtöppum og dömubindum verður 5,5 prósent í stað 20 prósent í Frakklandi eftir breytinguna.
Skattur á túrtöppum og dömubindum verður 5,5 prósent í stað 20 prósent í Frakklandi eftir breytinguna. Vísir/Getty
Franska þingið hefur samþykkt að lækka svokallaðan „túrskatt", virðisaukaskatt á hreinlætisvörum fyrir konur, úr 20 prósent niður í 5,5 prósent eftir aðra umferð málsins á þingi. 

Hafnað var tillögunni fyrr á árinu. Skattlagning á dömubindum og túrtöppum í Frakklandi verður því svipaður og í Bretlandi. 

Á Íslandi lögðu nýverið átta þingmenn stjórnarandstöðunnar, allt karlar, fram frumvarp til breytingar á lögum um virðisaukaskatti þar sem lagt er til að skattur á dömubindi og túrtappa fari úr 24 prósentum í 11 prósent. Í kjölfarið lagði meirihluti efnahags og viðskiptanefndar svo til í nefndaráliti við fjárlög næsta árs að tollar á þessar vörur yrðu felldar niður. Gagnrýni á skattlagningu ætti rétt á sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×