Vilja að túrskattur verði lækkaður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2015 11:09 Skattur á túrtappa og dömubindi er nú 24 prósent en þingmennirnir leggja til að hann verði lækkaður í 11 prósent. vísir/getty Átta þingmenn stjórnarandstöðunnar, allt karlar, hafa lagt fram frumvarp til breytingar á lögum um virðisaukaskatti þar sem lagt er til að skattur á dömubindi og túrtappur fari úr 24 prósentum í 11 prósent. Flutningsmenn frumvarpsins eru þeir Róbert Marshall, Guðmundur Steingrímsson, Óttarr Proppé og Páll Valur Björnsson, Bjartri framtíð, Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum, Helgi Hjörvar og Össur Skarphéðinsson, Samfylkingu, og Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum. Frumvarpið kemur í kjölfar ræðu Heiðu Kristínar Helgadóttur á Alþingi fyrir skömmu þar sem hún beindi fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og spurði einfaldlega hvers vegna væri verið að skattleggja á henni legið.Ræða Heiðu vakti mikla athygli en í henni minnti hún á að fjármálaráðherra hefði unnið að því að lækka tolla og vörugjöld á hinum ýmsum nauðsynjavörum sem hefðu bein áhrif á útgjöld heimilanna. Þá hefðu verið gerðar breytingar á virðisaukaskatti á samsvarandi vörur. Túrtappar og dömubindi bera hins vegar enn 24 prósenta skatt og spurði Heiða Bjarna hvernig á þessu stæði og hvort unnið væri að því að lækka þennan skatt. Bjarni svaraði því ekki beint en sagði að frekari breytingar á virðisaukaskattskerfinu hefðu fyrst og fremst snúið að því að fækka undanþágum og einfalda kerfið. Þá sagði hann auðvelt að telja upp ýmislegt sem ætti að bera lægri skatt en hans skoðun væri sú að virðisaukakerfið ætti að vera sterkt. Þá ætti að reyna að draga áfram úr bilum milli þrepa, fækka undanþágum og fleira. Heiða kvaðst skilja svar Bjarna á þann veg að ekki væri verið að vinna að því að lækka skatta á túrtöppum og dömubindum en nú er sem sagt komið fram frumvarp þess efnis. Spurningin er hvernig því reiðir af á þingi. Tengdar fréttir "Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, út í virðisaukaskatt. 19. nóvember 2015 13:04 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Átta þingmenn stjórnarandstöðunnar, allt karlar, hafa lagt fram frumvarp til breytingar á lögum um virðisaukaskatti þar sem lagt er til að skattur á dömubindi og túrtappur fari úr 24 prósentum í 11 prósent. Flutningsmenn frumvarpsins eru þeir Róbert Marshall, Guðmundur Steingrímsson, Óttarr Proppé og Páll Valur Björnsson, Bjartri framtíð, Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum, Helgi Hjörvar og Össur Skarphéðinsson, Samfylkingu, og Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum. Frumvarpið kemur í kjölfar ræðu Heiðu Kristínar Helgadóttur á Alþingi fyrir skömmu þar sem hún beindi fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og spurði einfaldlega hvers vegna væri verið að skattleggja á henni legið.Ræða Heiðu vakti mikla athygli en í henni minnti hún á að fjármálaráðherra hefði unnið að því að lækka tolla og vörugjöld á hinum ýmsum nauðsynjavörum sem hefðu bein áhrif á útgjöld heimilanna. Þá hefðu verið gerðar breytingar á virðisaukaskatti á samsvarandi vörur. Túrtappar og dömubindi bera hins vegar enn 24 prósenta skatt og spurði Heiða Bjarna hvernig á þessu stæði og hvort unnið væri að því að lækka þennan skatt. Bjarni svaraði því ekki beint en sagði að frekari breytingar á virðisaukaskattskerfinu hefðu fyrst og fremst snúið að því að fækka undanþágum og einfalda kerfið. Þá sagði hann auðvelt að telja upp ýmislegt sem ætti að bera lægri skatt en hans skoðun væri sú að virðisaukakerfið ætti að vera sterkt. Þá ætti að reyna að draga áfram úr bilum milli þrepa, fækka undanþágum og fleira. Heiða kvaðst skilja svar Bjarna á þann veg að ekki væri verið að vinna að því að lækka skatta á túrtöppum og dömubindum en nú er sem sagt komið fram frumvarp þess efnis. Spurningin er hvernig því reiðir af á þingi.
Tengdar fréttir "Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, út í virðisaukaskatt. 19. nóvember 2015 13:04 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
"Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, út í virðisaukaskatt. 19. nóvember 2015 13:04