Deilur einkenndu kappræður Repúblikana Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2015 10:52 Frá kappræðunum í nótt.skram Vísir/EPA Forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins deildu sín á milli í nótt. Deiluefnin voru mörg en mest var þó deilt um þjóðaröryggi og baráttuna gegn hryðjuverkum. Fimmtu kappræður Repúblikanaflokksins fóru fram í Las Vegas í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir miklar deilur beindust þær lítið gegn Donald Trump, sem leiðir baráttuna samkvæmt skoðanakönnunum. Marco Rubio og Ted Cruz, sem eru í öðru og þriðja sæti, veittust þess í stað að hvorum öðrum. Enginn af frambjóðendunum lýsti yfir stuðningi við tillögu Donald Trump um að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. Þó gagnrýndu þeir ekki tillöguna heldur og þar sem kannanir sýna að allt að 59 prósent kjósenda Repúblikana eru hlynntir slíkum aðgerðum, virðist sem að það verði ekki gert. Einn frambjóðandi veittist þó að Trump. Jeb Bush sagði hann ekki vera alvara með tillögu sinni. Bush sagði Trump tvisvar sinnum að hann myndi ekki ná að nota móðganir til að komast í Hvíta húsið. Þeir Trump og Bush tókust einnig á þegar Trump varði hugmynd sína um að vísvitandi myrða fjölskyldumeðlimi vígamanna Íslamska ríkisins. Hann sagði að slíkt myndi draga úr árásum á Bandaríkin. „Þeim er ef til vill sama um eigin líf, en en þeim er ekki sama um fjölskyldur þeirra,“ sagði Trump. Bush sagði þessa tillögu vera „klikkaða“ Hér að neðan má sjá kappræðurnar í heild sinni og nokkur af helstu atvikunum.Frjálslega farið með staðreyndir Chris Christie hét því að bæta samskipti við jórdanskan kóng sem er látinn og Rand Paul hélt því fram að allar hryðjuverkaárásir í Bandaríkjunum frá 2001 hafi verið framdar af löglegum innflytjendum. þetta eru meðal atvika þar sem frambjóðendur fóru heldur frjálslega með sannleikann, en AP fréttaveitan hefur tekið það helsta saman. Ted Cruz sagði ítrekað að Barack Obama og Hillary Clinton ætli sér að hleypa tugum þúsunda af flóttamönnum frá Sýrlandi til Bandaríkjanna. Staðreyndin er sú að Obama hefur tilkynnt að til standi að hleypa tíu þúsund flóttamönnum til Bandaríkjanna á næsta ári.Kappræðurnar á einni mínútu frá ABC News Réðust á hvorn annan. Hæfi Trump dregið í efa. Marco Rubio og Ted Cruz deila. Trump kvartar undan CNN. Rand Paul og Marco Rubio deila um gagnasöfnun. Kappræðurnar í heild sinni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Sjá meira
Forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins deildu sín á milli í nótt. Deiluefnin voru mörg en mest var þó deilt um þjóðaröryggi og baráttuna gegn hryðjuverkum. Fimmtu kappræður Repúblikanaflokksins fóru fram í Las Vegas í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir miklar deilur beindust þær lítið gegn Donald Trump, sem leiðir baráttuna samkvæmt skoðanakönnunum. Marco Rubio og Ted Cruz, sem eru í öðru og þriðja sæti, veittust þess í stað að hvorum öðrum. Enginn af frambjóðendunum lýsti yfir stuðningi við tillögu Donald Trump um að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. Þó gagnrýndu þeir ekki tillöguna heldur og þar sem kannanir sýna að allt að 59 prósent kjósenda Repúblikana eru hlynntir slíkum aðgerðum, virðist sem að það verði ekki gert. Einn frambjóðandi veittist þó að Trump. Jeb Bush sagði hann ekki vera alvara með tillögu sinni. Bush sagði Trump tvisvar sinnum að hann myndi ekki ná að nota móðganir til að komast í Hvíta húsið. Þeir Trump og Bush tókust einnig á þegar Trump varði hugmynd sína um að vísvitandi myrða fjölskyldumeðlimi vígamanna Íslamska ríkisins. Hann sagði að slíkt myndi draga úr árásum á Bandaríkin. „Þeim er ef til vill sama um eigin líf, en en þeim er ekki sama um fjölskyldur þeirra,“ sagði Trump. Bush sagði þessa tillögu vera „klikkaða“ Hér að neðan má sjá kappræðurnar í heild sinni og nokkur af helstu atvikunum.Frjálslega farið með staðreyndir Chris Christie hét því að bæta samskipti við jórdanskan kóng sem er látinn og Rand Paul hélt því fram að allar hryðjuverkaárásir í Bandaríkjunum frá 2001 hafi verið framdar af löglegum innflytjendum. þetta eru meðal atvika þar sem frambjóðendur fóru heldur frjálslega með sannleikann, en AP fréttaveitan hefur tekið það helsta saman. Ted Cruz sagði ítrekað að Barack Obama og Hillary Clinton ætli sér að hleypa tugum þúsunda af flóttamönnum frá Sýrlandi til Bandaríkjanna. Staðreyndin er sú að Obama hefur tilkynnt að til standi að hleypa tíu þúsund flóttamönnum til Bandaríkjanna á næsta ári.Kappræðurnar á einni mínútu frá ABC News Réðust á hvorn annan. Hæfi Trump dregið í efa. Marco Rubio og Ted Cruz deila. Trump kvartar undan CNN. Rand Paul og Marco Rubio deila um gagnasöfnun. Kappræðurnar í heild sinni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Sjá meira