Umræðu um fjárlög loks lokið Sveinn Arnarsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í pontu á þingfundi í gærkvöldi. Einar K. Guðfinnsson þingforseti stýrir fundinum, en umræður um fjárlög hafa aldrei staðið lengur á fyrri þingum. vísir/anton brink Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar Lengstu umræðu um fjárlög frá því rafræn skráning þingræðna hófst lauk á fjórða tímanum í gær. Eftir átta daga samfellda þingfundi um aðra umræðu fjárlaga, sem oft á tíðum varði fram á nótt, höfðu 1.758 ræður verið haldnar í rúmar 87 klukkustundir, langflestar þeirra haldnar af stjórnarandstöðu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom það flatt upp á suma stjórnarandstöðuþingmenn þegar formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, boðaði í hádegisfréttum útvarps í gær, að umræðum lyki þann daginn. Ekkert samkomulag virðist hafa verið gert milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Meirihluti á þingi hafði gagnrýnt stjórnarandstöðuna harðlega fyrir grímulaust málþóf og forsætisráðherra sagði í þingræðu að hér væri stjórnarandstaðan að slá einn eitt Íslandsmetið í málþófi. Katrín Júlíusdóttir benti hins vegar á að þessi barátta væri ekki háð til einskis. Þetta væri leið minnihlutans til þess að berjast fyrir auknum framlögum til Ríkisútvarpsins og Landspítalans sem og að öryrkjar og aldraðir fengju einnig leiðréttingu á kjörum sínum frá 1. maí síðastliðnum eins og aðrir hópar þessa lands.Helgi Hrafn Gunnarsson formaður Píratavísir/vilhelmAtkvæðagreiðsla hófst að lokinni annarri umræðu. Um þrjú hundruð breytingartillögur lágu fyrir þinginu og því tók það nokkra klukkutíma að klára það verk. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, var ánægð með að þessum umræðum væri loksins lokið. „Ég er afar hamingjusöm og ánægjulegt að umræðan hafi verið stöðvuð. Mér fannst orðið svolítið mikið af endurtekningum í umræðum og langt síðan það gerðist að eitthvað nýtt hafi komið fram í umræðunni. Umræðan hafði fyrir löngu verið tæmd,“ segir Vigdís Hauksdóttir. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir umræðurnar hafa verið mjög góðar og innihaldsríkar. „Fyrir mér var þetta ekki löng umræða. Við vitum að þessi umræða er sú lengsta frá upphafi en það má kannski segja að umræður hafi þá í gegnum tíðina ekki verið nógu langar. Hér var meirihluti fjárlaganefndar með um þrjú hundruð breytingartillögur og við gátum ekki farið í gegnum þær allar á þessum tíma svo dæmi sé tekið,“ segir Helgi. Vigdís segist vona að þingið geti klárað frumvarpið fyrir jól þó hún setji það ekki fyrir sig að mæta milli jóla og nýárs til þingfundar. Fjárlaganefndarfundur hefur verið boðaður í dag. „Ég hef boðað fjárlaganefnd á fund og legg kapp á að þetta komi sem fyrst aftur til þings til að ljúka fjárlögum. Auðvitað vona ég að við getum klárað þetta fljótt og auðveldlega.“ Alþingi Tengdar fréttir Fjörutíu prósent þingumræðunnar hefur verið um fjárlögin Búið er að ræða um þau í um 90 klukkustundir. 16. desember 2015 14:34 Stjórnarandstaðan situr hjá við atkvæðagreiðsluna Leiðtogar stjórnarandstöðunnar ætla að sitja hjá við atkvæðagreiðslu í flestum málum. 16. desember 2015 18:29 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar Lengstu umræðu um fjárlög frá því rafræn skráning þingræðna hófst lauk á fjórða tímanum í gær. Eftir átta daga samfellda þingfundi um aðra umræðu fjárlaga, sem oft á tíðum varði fram á nótt, höfðu 1.758 ræður verið haldnar í rúmar 87 klukkustundir, langflestar þeirra haldnar af stjórnarandstöðu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom það flatt upp á suma stjórnarandstöðuþingmenn þegar formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, boðaði í hádegisfréttum útvarps í gær, að umræðum lyki þann daginn. Ekkert samkomulag virðist hafa verið gert milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Meirihluti á þingi hafði gagnrýnt stjórnarandstöðuna harðlega fyrir grímulaust málþóf og forsætisráðherra sagði í þingræðu að hér væri stjórnarandstaðan að slá einn eitt Íslandsmetið í málþófi. Katrín Júlíusdóttir benti hins vegar á að þessi barátta væri ekki háð til einskis. Þetta væri leið minnihlutans til þess að berjast fyrir auknum framlögum til Ríkisútvarpsins og Landspítalans sem og að öryrkjar og aldraðir fengju einnig leiðréttingu á kjörum sínum frá 1. maí síðastliðnum eins og aðrir hópar þessa lands.Helgi Hrafn Gunnarsson formaður Píratavísir/vilhelmAtkvæðagreiðsla hófst að lokinni annarri umræðu. Um þrjú hundruð breytingartillögur lágu fyrir þinginu og því tók það nokkra klukkutíma að klára það verk. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, var ánægð með að þessum umræðum væri loksins lokið. „Ég er afar hamingjusöm og ánægjulegt að umræðan hafi verið stöðvuð. Mér fannst orðið svolítið mikið af endurtekningum í umræðum og langt síðan það gerðist að eitthvað nýtt hafi komið fram í umræðunni. Umræðan hafði fyrir löngu verið tæmd,“ segir Vigdís Hauksdóttir. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir umræðurnar hafa verið mjög góðar og innihaldsríkar. „Fyrir mér var þetta ekki löng umræða. Við vitum að þessi umræða er sú lengsta frá upphafi en það má kannski segja að umræður hafi þá í gegnum tíðina ekki verið nógu langar. Hér var meirihluti fjárlaganefndar með um þrjú hundruð breytingartillögur og við gátum ekki farið í gegnum þær allar á þessum tíma svo dæmi sé tekið,“ segir Helgi. Vigdís segist vona að þingið geti klárað frumvarpið fyrir jól þó hún setji það ekki fyrir sig að mæta milli jóla og nýárs til þingfundar. Fjárlaganefndarfundur hefur verið boðaður í dag. „Ég hef boðað fjárlaganefnd á fund og legg kapp á að þetta komi sem fyrst aftur til þings til að ljúka fjárlögum. Auðvitað vona ég að við getum klárað þetta fljótt og auðveldlega.“
Alþingi Tengdar fréttir Fjörutíu prósent þingumræðunnar hefur verið um fjárlögin Búið er að ræða um þau í um 90 klukkustundir. 16. desember 2015 14:34 Stjórnarandstaðan situr hjá við atkvæðagreiðsluna Leiðtogar stjórnarandstöðunnar ætla að sitja hjá við atkvæðagreiðslu í flestum málum. 16. desember 2015 18:29 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Fjörutíu prósent þingumræðunnar hefur verið um fjárlögin Búið er að ræða um þau í um 90 klukkustundir. 16. desember 2015 14:34
Stjórnarandstaðan situr hjá við atkvæðagreiðsluna Leiðtogar stjórnarandstöðunnar ætla að sitja hjá við atkvæðagreiðslu í flestum málum. 16. desember 2015 18:29
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?