Tyrkir eru sagðir fara illa með flóttafólk Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. desember 2015 07:00 Yfirfullur bátur kemur að landi á grísku eyjunni Lesbos, eftir siglingu frá Tyrklandi. Myndin er tekin í október síðastliðnum. vísir/EPA „Með því að fá Tyrkland til þess að vera hliðvörður fyrir Evrópu gagnvart flóttamannavandanum, þá á Evrópusambandið á hættu að hafa að engu og nú hvetja til alvarlegra mannréttindabrota,” hefur BBC eftir John Dalhuisen, yfirmanni mannréttindasamtakanna Amnesty International í Evrópu og Mið-Asíu. Samtökin hafa sent frá sér skýrslu um framferði Tyrklands gagnvart flóttafólki, sem streymt hefur þangað milljónum saman undanfarin ár frá Sýrlandi og fleiri löndum. Í skýrslunni er greint frá örlögum hundruða flóttamanna, sem hafa verið handteknir í Tyrklandi, haldið þar langtímum saman í fangelsi án þess að fá að hafa nokkur samskipti við umheiminn, og í sumum tilvikum reknir aftur til ættlandsins, sem þeir voru að flýja frá. Fleiri hundruð þúsund flóttamanna hafa á síðustu misserum, og flestir á þessu ári, farið frá Tyrklandi yfir hafið til Grikklands, oft á yfirfullum gúmmíbátum eða hrörlegum skipum, og þaðan áfram til annarra Evrópuríkja. Tugir þúsunda hafa drukknað í hafinu. Í nóvember síðastliðnum gerði Evrópusambandið samning við Tyrkland, sem felur í sér að ESB greiði Tyrkjum þrjár milljónir evra til þess að bæta aðstöðu flóttafólks í Tyrklandi. Þetta er gert í von um að flóttafólkið verði frekar um kyrrt í Tyrklandi í staðinn fyrir að halda áfram til Evrópu. Amnesty fagnar þessum fjárframlögum, en varar við því að meðferð flóttafólks í Tyrklandi sé engan veginn til fyrirmyndar. Tyrknesk stjórnvöld vísa hins vegar ásökunum Amnesty alfarið á bug. Ekki einn einasti flóttamaður hafi verið þvingaður til að fara aftur til Sýrlands. Í skýrslunni segir Amnesty reyndar að þau dæmi, sem fundist hafa um illa meðferð á flóttafólki og nauðungarflutninga úr landi, stangist á við þá almennu velvild og mannúð sem tyrknesk stjórnvöld hafi sýnt flóttafólki og hælisleitendum. Flest dæmin, sem nefnd eru, eru hins vegar frá því í haust, eða frá svipuðum tíma og samningaviðræður við Evrópusambandið stóðu yfir. Því segir Amnesty vart annað hægt en að draga þá ályktun, að með þessu hafi Tyrkir verið að bregðast við kröfum frá Evrópusambandinu um að stöðva flóttafólkið, sem hefur streymt yfir hafið frá Tyrklandi til Grikklands. Flóttamenn Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
„Með því að fá Tyrkland til þess að vera hliðvörður fyrir Evrópu gagnvart flóttamannavandanum, þá á Evrópusambandið á hættu að hafa að engu og nú hvetja til alvarlegra mannréttindabrota,” hefur BBC eftir John Dalhuisen, yfirmanni mannréttindasamtakanna Amnesty International í Evrópu og Mið-Asíu. Samtökin hafa sent frá sér skýrslu um framferði Tyrklands gagnvart flóttafólki, sem streymt hefur þangað milljónum saman undanfarin ár frá Sýrlandi og fleiri löndum. Í skýrslunni er greint frá örlögum hundruða flóttamanna, sem hafa verið handteknir í Tyrklandi, haldið þar langtímum saman í fangelsi án þess að fá að hafa nokkur samskipti við umheiminn, og í sumum tilvikum reknir aftur til ættlandsins, sem þeir voru að flýja frá. Fleiri hundruð þúsund flóttamanna hafa á síðustu misserum, og flestir á þessu ári, farið frá Tyrklandi yfir hafið til Grikklands, oft á yfirfullum gúmmíbátum eða hrörlegum skipum, og þaðan áfram til annarra Evrópuríkja. Tugir þúsunda hafa drukknað í hafinu. Í nóvember síðastliðnum gerði Evrópusambandið samning við Tyrkland, sem felur í sér að ESB greiði Tyrkjum þrjár milljónir evra til þess að bæta aðstöðu flóttafólks í Tyrklandi. Þetta er gert í von um að flóttafólkið verði frekar um kyrrt í Tyrklandi í staðinn fyrir að halda áfram til Evrópu. Amnesty fagnar þessum fjárframlögum, en varar við því að meðferð flóttafólks í Tyrklandi sé engan veginn til fyrirmyndar. Tyrknesk stjórnvöld vísa hins vegar ásökunum Amnesty alfarið á bug. Ekki einn einasti flóttamaður hafi verið þvingaður til að fara aftur til Sýrlands. Í skýrslunni segir Amnesty reyndar að þau dæmi, sem fundist hafa um illa meðferð á flóttafólki og nauðungarflutninga úr landi, stangist á við þá almennu velvild og mannúð sem tyrknesk stjórnvöld hafi sýnt flóttafólki og hælisleitendum. Flest dæmin, sem nefnd eru, eru hins vegar frá því í haust, eða frá svipuðum tíma og samningaviðræður við Evrópusambandið stóðu yfir. Því segir Amnesty vart annað hægt en að draga þá ályktun, að með þessu hafi Tyrkir verið að bregðast við kröfum frá Evrópusambandinu um að stöðva flóttafólkið, sem hefur streymt yfir hafið frá Tyrklandi til Grikklands.
Flóttamenn Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira