Tyrkir eru sagðir fara illa með flóttafólk Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. desember 2015 07:00 Yfirfullur bátur kemur að landi á grísku eyjunni Lesbos, eftir siglingu frá Tyrklandi. Myndin er tekin í október síðastliðnum. vísir/EPA „Með því að fá Tyrkland til þess að vera hliðvörður fyrir Evrópu gagnvart flóttamannavandanum, þá á Evrópusambandið á hættu að hafa að engu og nú hvetja til alvarlegra mannréttindabrota,” hefur BBC eftir John Dalhuisen, yfirmanni mannréttindasamtakanna Amnesty International í Evrópu og Mið-Asíu. Samtökin hafa sent frá sér skýrslu um framferði Tyrklands gagnvart flóttafólki, sem streymt hefur þangað milljónum saman undanfarin ár frá Sýrlandi og fleiri löndum. Í skýrslunni er greint frá örlögum hundruða flóttamanna, sem hafa verið handteknir í Tyrklandi, haldið þar langtímum saman í fangelsi án þess að fá að hafa nokkur samskipti við umheiminn, og í sumum tilvikum reknir aftur til ættlandsins, sem þeir voru að flýja frá. Fleiri hundruð þúsund flóttamanna hafa á síðustu misserum, og flestir á þessu ári, farið frá Tyrklandi yfir hafið til Grikklands, oft á yfirfullum gúmmíbátum eða hrörlegum skipum, og þaðan áfram til annarra Evrópuríkja. Tugir þúsunda hafa drukknað í hafinu. Í nóvember síðastliðnum gerði Evrópusambandið samning við Tyrkland, sem felur í sér að ESB greiði Tyrkjum þrjár milljónir evra til þess að bæta aðstöðu flóttafólks í Tyrklandi. Þetta er gert í von um að flóttafólkið verði frekar um kyrrt í Tyrklandi í staðinn fyrir að halda áfram til Evrópu. Amnesty fagnar þessum fjárframlögum, en varar við því að meðferð flóttafólks í Tyrklandi sé engan veginn til fyrirmyndar. Tyrknesk stjórnvöld vísa hins vegar ásökunum Amnesty alfarið á bug. Ekki einn einasti flóttamaður hafi verið þvingaður til að fara aftur til Sýrlands. Í skýrslunni segir Amnesty reyndar að þau dæmi, sem fundist hafa um illa meðferð á flóttafólki og nauðungarflutninga úr landi, stangist á við þá almennu velvild og mannúð sem tyrknesk stjórnvöld hafi sýnt flóttafólki og hælisleitendum. Flest dæmin, sem nefnd eru, eru hins vegar frá því í haust, eða frá svipuðum tíma og samningaviðræður við Evrópusambandið stóðu yfir. Því segir Amnesty vart annað hægt en að draga þá ályktun, að með þessu hafi Tyrkir verið að bregðast við kröfum frá Evrópusambandinu um að stöðva flóttafólkið, sem hefur streymt yfir hafið frá Tyrklandi til Grikklands. Flóttamenn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
„Með því að fá Tyrkland til þess að vera hliðvörður fyrir Evrópu gagnvart flóttamannavandanum, þá á Evrópusambandið á hættu að hafa að engu og nú hvetja til alvarlegra mannréttindabrota,” hefur BBC eftir John Dalhuisen, yfirmanni mannréttindasamtakanna Amnesty International í Evrópu og Mið-Asíu. Samtökin hafa sent frá sér skýrslu um framferði Tyrklands gagnvart flóttafólki, sem streymt hefur þangað milljónum saman undanfarin ár frá Sýrlandi og fleiri löndum. Í skýrslunni er greint frá örlögum hundruða flóttamanna, sem hafa verið handteknir í Tyrklandi, haldið þar langtímum saman í fangelsi án þess að fá að hafa nokkur samskipti við umheiminn, og í sumum tilvikum reknir aftur til ættlandsins, sem þeir voru að flýja frá. Fleiri hundruð þúsund flóttamanna hafa á síðustu misserum, og flestir á þessu ári, farið frá Tyrklandi yfir hafið til Grikklands, oft á yfirfullum gúmmíbátum eða hrörlegum skipum, og þaðan áfram til annarra Evrópuríkja. Tugir þúsunda hafa drukknað í hafinu. Í nóvember síðastliðnum gerði Evrópusambandið samning við Tyrkland, sem felur í sér að ESB greiði Tyrkjum þrjár milljónir evra til þess að bæta aðstöðu flóttafólks í Tyrklandi. Þetta er gert í von um að flóttafólkið verði frekar um kyrrt í Tyrklandi í staðinn fyrir að halda áfram til Evrópu. Amnesty fagnar þessum fjárframlögum, en varar við því að meðferð flóttafólks í Tyrklandi sé engan veginn til fyrirmyndar. Tyrknesk stjórnvöld vísa hins vegar ásökunum Amnesty alfarið á bug. Ekki einn einasti flóttamaður hafi verið þvingaður til að fara aftur til Sýrlands. Í skýrslunni segir Amnesty reyndar að þau dæmi, sem fundist hafa um illa meðferð á flóttafólki og nauðungarflutninga úr landi, stangist á við þá almennu velvild og mannúð sem tyrknesk stjórnvöld hafi sýnt flóttafólki og hælisleitendum. Flest dæmin, sem nefnd eru, eru hins vegar frá því í haust, eða frá svipuðum tíma og samningaviðræður við Evrópusambandið stóðu yfir. Því segir Amnesty vart annað hægt en að draga þá ályktun, að með þessu hafi Tyrkir verið að bregðast við kröfum frá Evrópusambandinu um að stöðva flóttafólkið, sem hefur streymt yfir hafið frá Tyrklandi til Grikklands.
Flóttamenn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira