Dagar Þróunarsamvinnustofnunar taldir Heimir Már Pétursson skrifar 17. desember 2015 20:16 Þróunarsamvinnustofnun verður lögð niður um áramótin og verkefni hennar færð undir utanríkisráðuneytið, en stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar tókust hart á um það á Alþingi í dag hvort taka ætti frumvarp þar að lútandi til lokaumræðu. Atkvæðagreiðslu eftir lok annarrar umræðu fjárlaga lauk í gærkvöldi og hafði þá staðið yfir í 92 klukkustundir að fyrstu umræðu meðtalinni. Þegar forseti Alþingis setti síðan þingfund í morgun hafði hann sett afar umdeilt frumvarp utanríkisráðherra um að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður efst á dagskrána að loknum óundirbúnum fyrirspurnum og þá varð fjandinn laus eina ferðina enn. Þetta hleypti illu blóði í stjórnarandstöðuna sem barist hefur gegn því að stofnunin verði lögð niður frá því frumvarp utanríkisráðherra var lagt fram á þingi síðast liðinn vetur. Stjórnarandstaðan lagði fram dagskrártillögu um að málið yrði fært aftur fyrir húsnæðisfrumvörp félagsmálaráðherra sem meira lægi á að ræða og koma til nefndar fyrir jól, en hún var felld eftir harkalegar umræður. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sakaði stjórnarandstöðuna um að ætla að svíkja samkomulag frá því síðast liðið vor um að þrjú mál, Þróunarsamvinnustofnun, frumvarp fjármálaráðherra um opinber fjármál og frumvarp um sanngirnisbætur til þeirra sem sættu misnotkun á Landakoti yrðu afgreidd á yfirstandandi haustþingi. Stjórnarflokkarnir hafi staðið við sitt varðandi sanngirnisbæturnar. „Formaður Samfylkingarinnar háttvirtur, Árni Páll Árnason, segist ekki hafa gert neitt samkomulag. En það gerði sannarlega þingflokksformaður hans. Sem ég trúi ekki að ætli enn og aftur að svíkja það sem hann jafnvel undirritar hér í þingsal. Hvernig er komið fyrir Alþingi þegar menn haga sér með þessum hætti,“ sagði utanríkisráðherra. „Það er út af fyrir sig rétt að hér var samið um að þetta mál kæmi á dagskrá eftir aðra umræðu fjárlaga. En eins og ég hef ítrekað sagt þá var aldrei samið um að það kæmi á dagskrá strax eftir,“ sagði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar og uppskar mikinn hlátur stjórnarþingmanna. „Það er ákvörðun stjórnarmeirihlutans,“ bætti Helgi við. „Hitt hlýtur að vekja athygli okkar allra að menn vilja ekki hafa þau forgangsmál sem þeir sjálfir segja að séu, húsnæðismálin í landinu, hér á dagskrá fundarins. En það er þeirra val,“ sagði Helgi. „Þetta snýst allt um Þróunarsamvinnustofnun, það er heila geimið,“ kallaði Vigdís Hauksdóttir þá fram í. „Þetta er þvílíkt rugl. Já, já það er til undirritað háttvirtur þingmaður Helgi Hjörvar sem mætti nú fara að læra að standa við orð. Það er til undirritað, það er til undirritað og það er búið að fara yfir það með ykkur hrapparnir ykkar. Það er nú bara einfaldlega þannig,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson. Alþingi Tengdar fréttir Össur Skarphéðinsson: „Framsóknarmenn vitibornar verur“ Þingmenn, aðallega þingmenn stjórnarandstöðunnar, ræddu frumvarp um breytingar á högum Þróunarsamvinnustofnunar í allan dag. 18. nóvember 2015 20:02 Pirringur og hnútukast á Alþingi Enn á eftir að afgreiða fjárlög, fjáraukalög, frumvarp um opinber fjármál, bandorminn, frumvarp um RÚV og Þróunarsamvinnustofnun. 15. desember 2015 20:15 Sakar þingminnihluta um svik Samkomulagi á að hafa verið náð milli stjórnar og stjórnarandstöðu um að ljúka umræðum um Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra kallaði umræðu í þinginu firringu. 18. desember 2015 08:00 Stjórnarandstaðan ræðir Þróunarsamvinnustofnun í þaula Stjórnarandstaðan frestar atkvæðagreiðslu um að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður með löngum umræðum. 19. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Þróunarsamvinnustofnun verður lögð niður um áramótin og verkefni hennar færð undir utanríkisráðuneytið, en stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar tókust hart á um það á Alþingi í dag hvort taka ætti frumvarp þar að lútandi til lokaumræðu. Atkvæðagreiðslu eftir lok annarrar umræðu fjárlaga lauk í gærkvöldi og hafði þá staðið yfir í 92 klukkustundir að fyrstu umræðu meðtalinni. Þegar forseti Alþingis setti síðan þingfund í morgun hafði hann sett afar umdeilt frumvarp utanríkisráðherra um að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður efst á dagskrána að loknum óundirbúnum fyrirspurnum og þá varð fjandinn laus eina ferðina enn. Þetta hleypti illu blóði í stjórnarandstöðuna sem barist hefur gegn því að stofnunin verði lögð niður frá því frumvarp utanríkisráðherra var lagt fram á þingi síðast liðinn vetur. Stjórnarandstaðan lagði fram dagskrártillögu um að málið yrði fært aftur fyrir húsnæðisfrumvörp félagsmálaráðherra sem meira lægi á að ræða og koma til nefndar fyrir jól, en hún var felld eftir harkalegar umræður. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sakaði stjórnarandstöðuna um að ætla að svíkja samkomulag frá því síðast liðið vor um að þrjú mál, Þróunarsamvinnustofnun, frumvarp fjármálaráðherra um opinber fjármál og frumvarp um sanngirnisbætur til þeirra sem sættu misnotkun á Landakoti yrðu afgreidd á yfirstandandi haustþingi. Stjórnarflokkarnir hafi staðið við sitt varðandi sanngirnisbæturnar. „Formaður Samfylkingarinnar háttvirtur, Árni Páll Árnason, segist ekki hafa gert neitt samkomulag. En það gerði sannarlega þingflokksformaður hans. Sem ég trúi ekki að ætli enn og aftur að svíkja það sem hann jafnvel undirritar hér í þingsal. Hvernig er komið fyrir Alþingi þegar menn haga sér með þessum hætti,“ sagði utanríkisráðherra. „Það er út af fyrir sig rétt að hér var samið um að þetta mál kæmi á dagskrá eftir aðra umræðu fjárlaga. En eins og ég hef ítrekað sagt þá var aldrei samið um að það kæmi á dagskrá strax eftir,“ sagði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar og uppskar mikinn hlátur stjórnarþingmanna. „Það er ákvörðun stjórnarmeirihlutans,“ bætti Helgi við. „Hitt hlýtur að vekja athygli okkar allra að menn vilja ekki hafa þau forgangsmál sem þeir sjálfir segja að séu, húsnæðismálin í landinu, hér á dagskrá fundarins. En það er þeirra val,“ sagði Helgi. „Þetta snýst allt um Þróunarsamvinnustofnun, það er heila geimið,“ kallaði Vigdís Hauksdóttir þá fram í. „Þetta er þvílíkt rugl. Já, já það er til undirritað háttvirtur þingmaður Helgi Hjörvar sem mætti nú fara að læra að standa við orð. Það er til undirritað, það er til undirritað og það er búið að fara yfir það með ykkur hrapparnir ykkar. Það er nú bara einfaldlega þannig,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson.
Alþingi Tengdar fréttir Össur Skarphéðinsson: „Framsóknarmenn vitibornar verur“ Þingmenn, aðallega þingmenn stjórnarandstöðunnar, ræddu frumvarp um breytingar á högum Þróunarsamvinnustofnunar í allan dag. 18. nóvember 2015 20:02 Pirringur og hnútukast á Alþingi Enn á eftir að afgreiða fjárlög, fjáraukalög, frumvarp um opinber fjármál, bandorminn, frumvarp um RÚV og Þróunarsamvinnustofnun. 15. desember 2015 20:15 Sakar þingminnihluta um svik Samkomulagi á að hafa verið náð milli stjórnar og stjórnarandstöðu um að ljúka umræðum um Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra kallaði umræðu í þinginu firringu. 18. desember 2015 08:00 Stjórnarandstaðan ræðir Þróunarsamvinnustofnun í þaula Stjórnarandstaðan frestar atkvæðagreiðslu um að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður með löngum umræðum. 19. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Össur Skarphéðinsson: „Framsóknarmenn vitibornar verur“ Þingmenn, aðallega þingmenn stjórnarandstöðunnar, ræddu frumvarp um breytingar á högum Þróunarsamvinnustofnunar í allan dag. 18. nóvember 2015 20:02
Pirringur og hnútukast á Alþingi Enn á eftir að afgreiða fjárlög, fjáraukalög, frumvarp um opinber fjármál, bandorminn, frumvarp um RÚV og Þróunarsamvinnustofnun. 15. desember 2015 20:15
Sakar þingminnihluta um svik Samkomulagi á að hafa verið náð milli stjórnar og stjórnarandstöðu um að ljúka umræðum um Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra kallaði umræðu í þinginu firringu. 18. desember 2015 08:00
Stjórnarandstaðan ræðir Þróunarsamvinnustofnun í þaula Stjórnarandstaðan frestar atkvæðagreiðslu um að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður með löngum umræðum. 19. nóvember 2015 19:30
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?