Nýir tímar og ný tækifæri Ban Ki-moon skrifar 18. desember 2015 00:00 Fyrir sjötíu árum risu Sameinuðu þjóðirnar upp úr rústum síðari heimsstyrjaldarinnar. Sjö áratugum síðar hafa þjóðir heims sameinast andspænis annars konar hættu; þeirri hættu sem lífi eins og við þekkjum stafar af skjótri hlýnun plánetunnar. Ríkisstjórnir hafa markað upphaf nýrra tíma samvinnu á heimsvísu um loftslagsbreytingar, einn margslungnasta vanda sem mannkynið hefur nokkru sinni glímt við. Með þessu hafa þær með afgerandi hætti stigið skref til að standa við það fyrirheit Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um „að bjarga komandi kynslóðum“. Parísarsamkomulagið er stórsigur fyrir fólk, fyrir umhverfið og fyrir milliríkjasamskipti. Í fyrsta skipti í sögunni hefur hvert einasta land heims heitið að draga úr losun, auka viðnámsþrótt og grípa til aðgerða jafnt heima fyrir sem á alþjóðavettvangi til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Í sameiningu hafa ríki komist að samkomulagi um að það sé í samræmi við þjóðarhagsmuni að draga úr hættunni af loftslagsbreytingum. Ég tel að þetta sé fordæmi sem við gætum öll hagnast á að hafa að leiðarljósi á öllum sviðum stjórnmála. Sigurinn í París kórónar makalaust ár. Sameinuðu þjóðirnar hafa sannað gildi sitt á þessu ári í að glæða vonir og græða sár heimsins; allt frá Rammasamkomulagi um að draga úr hættu af náttúruhamförum í Sendai til samnings í Addis Ababa um fjármögnun þróunaraðstoðar og frá hinum sögulega leiðtogafundi um Sjálfbæra þróun í New York til loftslagssamningsins í París.Helsta áskorun okkar tíma Frá því á fyrstu dögum mínum í embætti hef ég skilgreint loftslagsbreytingar sem helstu áskorun okkar tíma. Þess vegna hef ég sett það mál efst á lista yfir forgangsatriði í mínu starfi. Ég hef talað við næstum hvern einasta veraldarleiðtoga um þá hættu sem efnahag okkar, öryggi og tilveru stafar af loftslagsbreytingum. Ég hef heimsótt hvert einasta meginland og hitt samfélög sem búa á víglínu loftslagsbreytinga. Ég hef fundið til hluttekningar með þeim og dregið lærdóma af lausnum sem auka öryggi og velmegun í heiminum. Ég hef sótt hverja einustu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Þar á meðal eru þrír leiðtogafundir sem ég hef boðað til í því skyni að efla pólitískan vilja og leysa úr læðingi skapandi aðgerðir ríkisstjórna, fyrirtækja og almennings. Parísarsamkomulagið ásamt skuldbindingum Loftslags-leiðtogafundarins á síðasta ári, sýna svo ekki verður um villst að lausnir eru fyrir hendi. Það sem einu sinni var óhugsandi er nú óstöðvandi. Einkageirinn fjárfestir sem aldrei fyrr í losunarsnauðri framtíð. Lausnirnar eru í sívaxandi mæli ódýrar og tiltækar og eftir árangur Parísarfundarins eiga enn fleiri eftir að líta dagsins ljós. Parísarsamkomulagið skilaði árangri á öllum þeim sviðum sem ég hvatti til. Mörkuðum hafa verið gefin skýr skilaboð um að auka beri fjárfestingar í því skyni að glæða losunarsnauða þróun með miklum viðnámsþrótti gegn loftslagsbreytingum. Öll ríki hafa samþykkt að vinna að því að aukning hitastigs í heiminum verði vel innan tveggja gráðu marksins og helst sem nærri 1,5 gráðum, sökum þeirrar miklu hættu sem við stöndum andspænis. Þetta er sérstaklega þýðingarmikið fyrir Afríkuríki, lítil ey-þróunarríki og minnst þróuðu ríki heims. Ríkin samþykktu í París langtímamarkmið um að losun þeirra á gastegundum sem valda gróðurhúsaáhrifum nái hámarki eins fljótt og hægt er á síðari helmingi aldarinnar. Hundrað áttatíu og átta ríki hafa skilað inn landsmarkmiðum, þar sem gerð er grein fyrir hvað þau eru reiðubúin að gera til að minnka losun og efla viðnámsþrótt gegn loftslagsbreytingum.Endurskoðað á fimm ára fresti Eins og sakir standa munu þessi landsmarkmið samanlögð sveigja losunarkúrfuna niður á við. En betur má ef duga skal því þrátt fyrir þetta má gera ráð fyrir að hækkun hitastigs verði þrjár gráður á Celsius sem er hættulegt og óásættanlegt. Af þessum sökum samþykktu ríkin í París að þau muni endurskoða landsmarkmið sín á fimm ára fresti og byrja 2018. Þetta gerir þeim kleift að auka metnað sinn til samræmis við það sem vísindin krefjast. Parísarsamkomulagið tryggir einnig fullnægjandi stuðning til þróunarríkja, sérstaklega hinna fátækustu og þeirra sem standa höllustum fæti, með góðu jafnvægi á milli mildunar og aðlögunar að loftslagsbreytingum. Ríkisstjórnir hafa samþykkt bindandi, öflugar, gagnsæjar reglur sem tryggja að öll ríki standi við það sem þau hafa sagst ætla að gera. Þróuðu ríkin hafa gengist undir að útvega fjármagn og að efla stuðning í útvegun tækni og þjálfunar. Og þróunarríki hafa axlað vaxandi ábyrgð til að takast á við loftslagsbreytingar í samræmi við getu hvers og eins. Ég færi hins vegar villur vegar ef ég sleppti úr þessari upptalningu að minnast á forystuhlutverk og framtíðarsýn forystumanna atvinnurekenda og almannasamtaka. Þeir hafa hvort tveggja bent á hættur og lausnir. Ég vil þakka þeim fyrir að sýna einstaka forystu í loftslagsmálum.Snúum okkur að framkvæmdinni Nú, þegar Parísarsamkomulagið er í höfn, snúum við okkur umsvifalaust að framkvæmdinni. Með því að ljúka Parísarsamkomulaginu, höfum við þokast áleiðis með 2030 Áætlanirnar um sjálfbæra þróun. Parísarsamkomulagið hefur jákvæð áhrif á Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun. Við blasa nýir tímar og ný tækifæri. Sameinuðu þjóðirnar munu leggja sitt lóð á vogarskálarnar á hverju stigi málsins, nú þegar ríkisstjórnir, fyrirtæki og almannasamtök standa frammi fyrir því tröllaukna verkefni að ná Sjálfbæru þróunarmarkmiðunum. Eins og ráð er gert fyrir í samningnum mun ég boða til undirskriftarathafnar í New York 22. apríl á næsta ári sem fyrsta liðar í framkvæmd Parísarsamkomulagsins. Ég mun bjóða veraldarleiðtogum að sækja athöfnina í því skyni að viðhalda skriðþunganum og auka hann. Með því að vinna saman getum við náð sameiginlegum markmiðum okkar um að binda enda á fátækt, efla frið og að allir geti lifað með reisn og haft næg tækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Sjá meira
Fyrir sjötíu árum risu Sameinuðu þjóðirnar upp úr rústum síðari heimsstyrjaldarinnar. Sjö áratugum síðar hafa þjóðir heims sameinast andspænis annars konar hættu; þeirri hættu sem lífi eins og við þekkjum stafar af skjótri hlýnun plánetunnar. Ríkisstjórnir hafa markað upphaf nýrra tíma samvinnu á heimsvísu um loftslagsbreytingar, einn margslungnasta vanda sem mannkynið hefur nokkru sinni glímt við. Með þessu hafa þær með afgerandi hætti stigið skref til að standa við það fyrirheit Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um „að bjarga komandi kynslóðum“. Parísarsamkomulagið er stórsigur fyrir fólk, fyrir umhverfið og fyrir milliríkjasamskipti. Í fyrsta skipti í sögunni hefur hvert einasta land heims heitið að draga úr losun, auka viðnámsþrótt og grípa til aðgerða jafnt heima fyrir sem á alþjóðavettvangi til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Í sameiningu hafa ríki komist að samkomulagi um að það sé í samræmi við þjóðarhagsmuni að draga úr hættunni af loftslagsbreytingum. Ég tel að þetta sé fordæmi sem við gætum öll hagnast á að hafa að leiðarljósi á öllum sviðum stjórnmála. Sigurinn í París kórónar makalaust ár. Sameinuðu þjóðirnar hafa sannað gildi sitt á þessu ári í að glæða vonir og græða sár heimsins; allt frá Rammasamkomulagi um að draga úr hættu af náttúruhamförum í Sendai til samnings í Addis Ababa um fjármögnun þróunaraðstoðar og frá hinum sögulega leiðtogafundi um Sjálfbæra þróun í New York til loftslagssamningsins í París.Helsta áskorun okkar tíma Frá því á fyrstu dögum mínum í embætti hef ég skilgreint loftslagsbreytingar sem helstu áskorun okkar tíma. Þess vegna hef ég sett það mál efst á lista yfir forgangsatriði í mínu starfi. Ég hef talað við næstum hvern einasta veraldarleiðtoga um þá hættu sem efnahag okkar, öryggi og tilveru stafar af loftslagsbreytingum. Ég hef heimsótt hvert einasta meginland og hitt samfélög sem búa á víglínu loftslagsbreytinga. Ég hef fundið til hluttekningar með þeim og dregið lærdóma af lausnum sem auka öryggi og velmegun í heiminum. Ég hef sótt hverja einustu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Þar á meðal eru þrír leiðtogafundir sem ég hef boðað til í því skyni að efla pólitískan vilja og leysa úr læðingi skapandi aðgerðir ríkisstjórna, fyrirtækja og almennings. Parísarsamkomulagið ásamt skuldbindingum Loftslags-leiðtogafundarins á síðasta ári, sýna svo ekki verður um villst að lausnir eru fyrir hendi. Það sem einu sinni var óhugsandi er nú óstöðvandi. Einkageirinn fjárfestir sem aldrei fyrr í losunarsnauðri framtíð. Lausnirnar eru í sívaxandi mæli ódýrar og tiltækar og eftir árangur Parísarfundarins eiga enn fleiri eftir að líta dagsins ljós. Parísarsamkomulagið skilaði árangri á öllum þeim sviðum sem ég hvatti til. Mörkuðum hafa verið gefin skýr skilaboð um að auka beri fjárfestingar í því skyni að glæða losunarsnauða þróun með miklum viðnámsþrótti gegn loftslagsbreytingum. Öll ríki hafa samþykkt að vinna að því að aukning hitastigs í heiminum verði vel innan tveggja gráðu marksins og helst sem nærri 1,5 gráðum, sökum þeirrar miklu hættu sem við stöndum andspænis. Þetta er sérstaklega þýðingarmikið fyrir Afríkuríki, lítil ey-þróunarríki og minnst þróuðu ríki heims. Ríkin samþykktu í París langtímamarkmið um að losun þeirra á gastegundum sem valda gróðurhúsaáhrifum nái hámarki eins fljótt og hægt er á síðari helmingi aldarinnar. Hundrað áttatíu og átta ríki hafa skilað inn landsmarkmiðum, þar sem gerð er grein fyrir hvað þau eru reiðubúin að gera til að minnka losun og efla viðnámsþrótt gegn loftslagsbreytingum.Endurskoðað á fimm ára fresti Eins og sakir standa munu þessi landsmarkmið samanlögð sveigja losunarkúrfuna niður á við. En betur má ef duga skal því þrátt fyrir þetta má gera ráð fyrir að hækkun hitastigs verði þrjár gráður á Celsius sem er hættulegt og óásættanlegt. Af þessum sökum samþykktu ríkin í París að þau muni endurskoða landsmarkmið sín á fimm ára fresti og byrja 2018. Þetta gerir þeim kleift að auka metnað sinn til samræmis við það sem vísindin krefjast. Parísarsamkomulagið tryggir einnig fullnægjandi stuðning til þróunarríkja, sérstaklega hinna fátækustu og þeirra sem standa höllustum fæti, með góðu jafnvægi á milli mildunar og aðlögunar að loftslagsbreytingum. Ríkisstjórnir hafa samþykkt bindandi, öflugar, gagnsæjar reglur sem tryggja að öll ríki standi við það sem þau hafa sagst ætla að gera. Þróuðu ríkin hafa gengist undir að útvega fjármagn og að efla stuðning í útvegun tækni og þjálfunar. Og þróunarríki hafa axlað vaxandi ábyrgð til að takast á við loftslagsbreytingar í samræmi við getu hvers og eins. Ég færi hins vegar villur vegar ef ég sleppti úr þessari upptalningu að minnast á forystuhlutverk og framtíðarsýn forystumanna atvinnurekenda og almannasamtaka. Þeir hafa hvort tveggja bent á hættur og lausnir. Ég vil þakka þeim fyrir að sýna einstaka forystu í loftslagsmálum.Snúum okkur að framkvæmdinni Nú, þegar Parísarsamkomulagið er í höfn, snúum við okkur umsvifalaust að framkvæmdinni. Með því að ljúka Parísarsamkomulaginu, höfum við þokast áleiðis með 2030 Áætlanirnar um sjálfbæra þróun. Parísarsamkomulagið hefur jákvæð áhrif á Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun. Við blasa nýir tímar og ný tækifæri. Sameinuðu þjóðirnar munu leggja sitt lóð á vogarskálarnar á hverju stigi málsins, nú þegar ríkisstjórnir, fyrirtæki og almannasamtök standa frammi fyrir því tröllaukna verkefni að ná Sjálfbæru þróunarmarkmiðunum. Eins og ráð er gert fyrir í samningnum mun ég boða til undirskriftarathafnar í New York 22. apríl á næsta ári sem fyrsta liðar í framkvæmd Parísarsamkomulagsins. Ég mun bjóða veraldarleiðtogum að sækja athöfnina í því skyni að viðhalda skriðþunganum og auka hann. Með því að vinna saman getum við náð sameiginlegum markmiðum okkar um að binda enda á fátækt, efla frið og að allir geti lifað með reisn og haft næg tækifæri.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun