Stofnaður hefur verið alþjóðlegur samstöðuhópur um nýtingu jarðhita (Global Geothermal Alliance), en tilkynnt var um stofnun hópsins á fundi í tengslum við Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í gær.
Á meðal stofnenda með Íslandi eru Frakkland, Bandaríkin, Ítalía og Nýja-Sjáland, fjölmörg þróunarríki og fjölþjóðlegar stofnanir og aðilar á borð við Alþjóðabankann, Afríkusambandið og svæðabundna þróunarbanka. Orkustofnun, Íslenskar orkurannsóknir – ÍSOR og Jarðhitaskóli háskóla SÞ eru ennfremur stofnaðilar.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti opnunarávarp fundarins. Ísland hefur verið í fararbroddi ríkja um stofnun samstöðuhópsins en alþjóðleg samtök um endurnýjanlega orkugjafa, IRENA, hafa leitt vinnuna og munu vista samstarfsvettvanginn, sem verður í Abú Dabí.
Í ræðu sinni sagði utanríkisráðherra að alþjóðasamfélagið yrði að ná saman um metnaðarfull markmið í loftlagsmálum.
Byggt undir nýtingu jarðhitans
Svavar Hávarðsson skrifar
