Bretar samþykkja loftárásir á ISIS Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. desember 2015 22:59 397 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni. vísir/getty Breska þingið hefur samþykkt að hefja loftárásir á bækistöðvar ISIS í Sýrlandi. Tillaga þess efnis var samþykkt nú fyrir skemmstu með 397 atkvæðum gegn 223. Umræður um tillöguna höfðu staðið yfir í allan dag. Stærstur hluti þingmanna Íhaldsflokksins kaus með loftárásum. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, var á móti tillögunni en gaf hvatti samflokksmenn sína til að kjósa eftir sannfæringu sinni. Margir þeirra studdu loftárásirnar. Skoski þjóðarflokkurinn var klofinn í afstöðu sinni. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði meðal annars í umræðunum að Bretar þyrftu að svara köllum bandamanna sinna og grípa til aðgerða gegn „nauðgurunum, múslimamorðingjunum og miðaldarskrímslunum“ í ISIS sem væru líklega, akkúrat núna, að „leggja á ráðin um hvernig þeir geta spillt börnunum okkar.“ „Munum við fara með bandamönnum okkur og eyða þessum samtökum í þeirra heimkynnum þar sem þeir leggja á ráðin gegn okkur eða bíðum við eftir því að þeir ráðist á okkur?“ spurði Cameron. Loftárásir Breta gætu hafist í fyrramálið séu heimildir Sky News réttar. Þotur staðsettar á Kýpur eru víst tilbúnar á Kýpur og gætu farið í loftið innan fárra klukkustunda. Mið-Austurlönd Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Sjá meira
Breska þingið hefur samþykkt að hefja loftárásir á bækistöðvar ISIS í Sýrlandi. Tillaga þess efnis var samþykkt nú fyrir skemmstu með 397 atkvæðum gegn 223. Umræður um tillöguna höfðu staðið yfir í allan dag. Stærstur hluti þingmanna Íhaldsflokksins kaus með loftárásum. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, var á móti tillögunni en gaf hvatti samflokksmenn sína til að kjósa eftir sannfæringu sinni. Margir þeirra studdu loftárásirnar. Skoski þjóðarflokkurinn var klofinn í afstöðu sinni. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði meðal annars í umræðunum að Bretar þyrftu að svara köllum bandamanna sinna og grípa til aðgerða gegn „nauðgurunum, múslimamorðingjunum og miðaldarskrímslunum“ í ISIS sem væru líklega, akkúrat núna, að „leggja á ráðin um hvernig þeir geta spillt börnunum okkar.“ „Munum við fara með bandamönnum okkur og eyða þessum samtökum í þeirra heimkynnum þar sem þeir leggja á ráðin gegn okkur eða bíðum við eftir því að þeir ráðist á okkur?“ spurði Cameron. Loftárásir Breta gætu hafist í fyrramálið séu heimildir Sky News réttar. Þotur staðsettar á Kýpur eru víst tilbúnar á Kýpur og gætu farið í loftið innan fárra klukkustunda.
Mið-Austurlönd Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Sjá meira