Betri leikmaður en fyrir ári Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2015 06:30 Vísir/Anton Finnur Orri Margeirsson, nýjasti leikmaður KR, var kynntur til leiks í KR-heimilinu í gær. Finnur, sem er 24 ára miðjumaður, skrifaði undir þriggja ára samning við KR sem endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar á síðasta tímabili. Finnur segir að nokkur lið hafi sett sig í samband við hann en KR hafi sýnt honum mestan áhuga. „Þeir sýndu mér mestan áhuga og eftir að hafa rætt við menn hérna er ég sannfærður að þetta sé rétta skrefið fyrir mig,“ sagði Finnur en KR er þriðja liðið sem hann semur við á rúmu ári. Finnur kom 17 ára inn í meistaraflokk Breiðabliks sumarið 2008 og lék 140 deildarleiki með uppeldisfélaginu áður en hann söðlaði um eftir tímabilið 2014 og samdi við FH. Finnur stoppaði þó stutt við í Hafnarfirðinum því í janúar á þessu ári gekk hann til liðs við Lilleström í Noregi. Finnur lék 27 leiki með Lilleström í norsku deildinni, þar af 21 í byrjunarliði. Hann fékk þó ekki áframhaldandi samning hjá félaginu og ákvað því að koma aftur heim. Finnur sér ekki eftir dvölinni í Noregi og segir ekki loku fyrir það skotið að hann spili aftur erlendis. „Ég væri alveg til í að spila aftur erlendis, ég neita því ekki,“ sagði Finnur og bætti við: „Það verður bara að koma í ljós. Ég stefni á að spila með KR næstu þrjú árin, nema eitthvað sérstaklega spennandi komi upp.“ Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, kvaðst ánægður með að hafa krækt í Finn Orra. Hann sagði að KR-ingar hefðu reynt að fá hann í fyrra en án árangurs. Það hafi hins vegar gengið upp í annarri tilraun. „Hann er hörkuleikmaður þrátt fyrir ungan aldur og á framtíðina fyrir sér,“ sagði Bjarni og bætti við að Finnur væri betri leikmaður nú en þegar KR reyndi að fá hann í fyrra. „Að mínu viti er hann betri leikmaður núna en fyrir ári. Hann býr að reynslunni úr atvinnumennskunni. Þetta er karakter, góður leikmaður og með reynslu. Það er kraftur í honum og hann hefur í raun allt til að bera,“ sagði Bjarni sem segir að Finnur sé fyrst og síðast hugsaður sem miðjumaður hjá KR, en hann brá sér stundum í hlutverk miðvarðar hjá Breiðabliki. Finnur er þriðji leikmaðurinn sem KR fær til sín í vetur en áður voru þeir Michael Præst og Indriði Sigurðsson búnir að semja við Vesturbæjarliðið. Bjarni segist vera sáttur með leikmannahópinn eins og hann er skipaður í dag. „Við erum mjög ánægðir með hvernig hópurinn er samsettur núna en ef við fáum tækifæri til að styrkja okkur skoðum við það alltaf. En þegar hópurinn er orðinn svona sterkur er erfitt að styrkja hann mikið meira. Við gerum ekki ráð fyrir frekari breytingum,“ sagði Bjarni. Enn er óljóst hvort Guðmundur Reynir Gunnarsson tekur slaginn með KR næsta sumar en þessi öflugi vinstri bakvörður lék með Víkingi Ólafsvík í 1. deildinni í sumar og hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í Pepsi-deildinni. Aðspurður um stöðuna á Guðmundi hafði Bjarni þetta að segja: „Hann er samningsbundinn KR. Hann ætlaði að vera í fríi fram að áramótum og svo ætlum við að taka stöðuna á honum í janúar. Það væri gaman að fá Mumma aftur inn í hópinn en það getur brugðið til beggja vona með það.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Finnur Orri Margeirsson, nýjasti leikmaður KR, var kynntur til leiks í KR-heimilinu í gær. Finnur, sem er 24 ára miðjumaður, skrifaði undir þriggja ára samning við KR sem endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar á síðasta tímabili. Finnur segir að nokkur lið hafi sett sig í samband við hann en KR hafi sýnt honum mestan áhuga. „Þeir sýndu mér mestan áhuga og eftir að hafa rætt við menn hérna er ég sannfærður að þetta sé rétta skrefið fyrir mig,“ sagði Finnur en KR er þriðja liðið sem hann semur við á rúmu ári. Finnur kom 17 ára inn í meistaraflokk Breiðabliks sumarið 2008 og lék 140 deildarleiki með uppeldisfélaginu áður en hann söðlaði um eftir tímabilið 2014 og samdi við FH. Finnur stoppaði þó stutt við í Hafnarfirðinum því í janúar á þessu ári gekk hann til liðs við Lilleström í Noregi. Finnur lék 27 leiki með Lilleström í norsku deildinni, þar af 21 í byrjunarliði. Hann fékk þó ekki áframhaldandi samning hjá félaginu og ákvað því að koma aftur heim. Finnur sér ekki eftir dvölinni í Noregi og segir ekki loku fyrir það skotið að hann spili aftur erlendis. „Ég væri alveg til í að spila aftur erlendis, ég neita því ekki,“ sagði Finnur og bætti við: „Það verður bara að koma í ljós. Ég stefni á að spila með KR næstu þrjú árin, nema eitthvað sérstaklega spennandi komi upp.“ Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, kvaðst ánægður með að hafa krækt í Finn Orra. Hann sagði að KR-ingar hefðu reynt að fá hann í fyrra en án árangurs. Það hafi hins vegar gengið upp í annarri tilraun. „Hann er hörkuleikmaður þrátt fyrir ungan aldur og á framtíðina fyrir sér,“ sagði Bjarni og bætti við að Finnur væri betri leikmaður nú en þegar KR reyndi að fá hann í fyrra. „Að mínu viti er hann betri leikmaður núna en fyrir ári. Hann býr að reynslunni úr atvinnumennskunni. Þetta er karakter, góður leikmaður og með reynslu. Það er kraftur í honum og hann hefur í raun allt til að bera,“ sagði Bjarni sem segir að Finnur sé fyrst og síðast hugsaður sem miðjumaður hjá KR, en hann brá sér stundum í hlutverk miðvarðar hjá Breiðabliki. Finnur er þriðji leikmaðurinn sem KR fær til sín í vetur en áður voru þeir Michael Præst og Indriði Sigurðsson búnir að semja við Vesturbæjarliðið. Bjarni segist vera sáttur með leikmannahópinn eins og hann er skipaður í dag. „Við erum mjög ánægðir með hvernig hópurinn er samsettur núna en ef við fáum tækifæri til að styrkja okkur skoðum við það alltaf. En þegar hópurinn er orðinn svona sterkur er erfitt að styrkja hann mikið meira. Við gerum ekki ráð fyrir frekari breytingum,“ sagði Bjarni. Enn er óljóst hvort Guðmundur Reynir Gunnarsson tekur slaginn með KR næsta sumar en þessi öflugi vinstri bakvörður lék með Víkingi Ólafsvík í 1. deildinni í sumar og hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í Pepsi-deildinni. Aðspurður um stöðuna á Guðmundi hafði Bjarni þetta að segja: „Hann er samningsbundinn KR. Hann ætlaði að vera í fríi fram að áramótum og svo ætlum við að taka stöðuna á honum í janúar. Það væri gaman að fá Mumma aftur inn í hópinn en það getur brugðið til beggja vona með það.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira