Betri leikmaður en fyrir ári Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2015 06:30 Vísir/Anton Finnur Orri Margeirsson, nýjasti leikmaður KR, var kynntur til leiks í KR-heimilinu í gær. Finnur, sem er 24 ára miðjumaður, skrifaði undir þriggja ára samning við KR sem endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar á síðasta tímabili. Finnur segir að nokkur lið hafi sett sig í samband við hann en KR hafi sýnt honum mestan áhuga. „Þeir sýndu mér mestan áhuga og eftir að hafa rætt við menn hérna er ég sannfærður að þetta sé rétta skrefið fyrir mig,“ sagði Finnur en KR er þriðja liðið sem hann semur við á rúmu ári. Finnur kom 17 ára inn í meistaraflokk Breiðabliks sumarið 2008 og lék 140 deildarleiki með uppeldisfélaginu áður en hann söðlaði um eftir tímabilið 2014 og samdi við FH. Finnur stoppaði þó stutt við í Hafnarfirðinum því í janúar á þessu ári gekk hann til liðs við Lilleström í Noregi. Finnur lék 27 leiki með Lilleström í norsku deildinni, þar af 21 í byrjunarliði. Hann fékk þó ekki áframhaldandi samning hjá félaginu og ákvað því að koma aftur heim. Finnur sér ekki eftir dvölinni í Noregi og segir ekki loku fyrir það skotið að hann spili aftur erlendis. „Ég væri alveg til í að spila aftur erlendis, ég neita því ekki,“ sagði Finnur og bætti við: „Það verður bara að koma í ljós. Ég stefni á að spila með KR næstu þrjú árin, nema eitthvað sérstaklega spennandi komi upp.“ Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, kvaðst ánægður með að hafa krækt í Finn Orra. Hann sagði að KR-ingar hefðu reynt að fá hann í fyrra en án árangurs. Það hafi hins vegar gengið upp í annarri tilraun. „Hann er hörkuleikmaður þrátt fyrir ungan aldur og á framtíðina fyrir sér,“ sagði Bjarni og bætti við að Finnur væri betri leikmaður nú en þegar KR reyndi að fá hann í fyrra. „Að mínu viti er hann betri leikmaður núna en fyrir ári. Hann býr að reynslunni úr atvinnumennskunni. Þetta er karakter, góður leikmaður og með reynslu. Það er kraftur í honum og hann hefur í raun allt til að bera,“ sagði Bjarni sem segir að Finnur sé fyrst og síðast hugsaður sem miðjumaður hjá KR, en hann brá sér stundum í hlutverk miðvarðar hjá Breiðabliki. Finnur er þriðji leikmaðurinn sem KR fær til sín í vetur en áður voru þeir Michael Præst og Indriði Sigurðsson búnir að semja við Vesturbæjarliðið. Bjarni segist vera sáttur með leikmannahópinn eins og hann er skipaður í dag. „Við erum mjög ánægðir með hvernig hópurinn er samsettur núna en ef við fáum tækifæri til að styrkja okkur skoðum við það alltaf. En þegar hópurinn er orðinn svona sterkur er erfitt að styrkja hann mikið meira. Við gerum ekki ráð fyrir frekari breytingum,“ sagði Bjarni. Enn er óljóst hvort Guðmundur Reynir Gunnarsson tekur slaginn með KR næsta sumar en þessi öflugi vinstri bakvörður lék með Víkingi Ólafsvík í 1. deildinni í sumar og hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í Pepsi-deildinni. Aðspurður um stöðuna á Guðmundi hafði Bjarni þetta að segja: „Hann er samningsbundinn KR. Hann ætlaði að vera í fríi fram að áramótum og svo ætlum við að taka stöðuna á honum í janúar. Það væri gaman að fá Mumma aftur inn í hópinn en það getur brugðið til beggja vona með það.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira
Finnur Orri Margeirsson, nýjasti leikmaður KR, var kynntur til leiks í KR-heimilinu í gær. Finnur, sem er 24 ára miðjumaður, skrifaði undir þriggja ára samning við KR sem endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar á síðasta tímabili. Finnur segir að nokkur lið hafi sett sig í samband við hann en KR hafi sýnt honum mestan áhuga. „Þeir sýndu mér mestan áhuga og eftir að hafa rætt við menn hérna er ég sannfærður að þetta sé rétta skrefið fyrir mig,“ sagði Finnur en KR er þriðja liðið sem hann semur við á rúmu ári. Finnur kom 17 ára inn í meistaraflokk Breiðabliks sumarið 2008 og lék 140 deildarleiki með uppeldisfélaginu áður en hann söðlaði um eftir tímabilið 2014 og samdi við FH. Finnur stoppaði þó stutt við í Hafnarfirðinum því í janúar á þessu ári gekk hann til liðs við Lilleström í Noregi. Finnur lék 27 leiki með Lilleström í norsku deildinni, þar af 21 í byrjunarliði. Hann fékk þó ekki áframhaldandi samning hjá félaginu og ákvað því að koma aftur heim. Finnur sér ekki eftir dvölinni í Noregi og segir ekki loku fyrir það skotið að hann spili aftur erlendis. „Ég væri alveg til í að spila aftur erlendis, ég neita því ekki,“ sagði Finnur og bætti við: „Það verður bara að koma í ljós. Ég stefni á að spila með KR næstu þrjú árin, nema eitthvað sérstaklega spennandi komi upp.“ Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, kvaðst ánægður með að hafa krækt í Finn Orra. Hann sagði að KR-ingar hefðu reynt að fá hann í fyrra en án árangurs. Það hafi hins vegar gengið upp í annarri tilraun. „Hann er hörkuleikmaður þrátt fyrir ungan aldur og á framtíðina fyrir sér,“ sagði Bjarni og bætti við að Finnur væri betri leikmaður nú en þegar KR reyndi að fá hann í fyrra. „Að mínu viti er hann betri leikmaður núna en fyrir ári. Hann býr að reynslunni úr atvinnumennskunni. Þetta er karakter, góður leikmaður og með reynslu. Það er kraftur í honum og hann hefur í raun allt til að bera,“ sagði Bjarni sem segir að Finnur sé fyrst og síðast hugsaður sem miðjumaður hjá KR, en hann brá sér stundum í hlutverk miðvarðar hjá Breiðabliki. Finnur er þriðji leikmaðurinn sem KR fær til sín í vetur en áður voru þeir Michael Præst og Indriði Sigurðsson búnir að semja við Vesturbæjarliðið. Bjarni segist vera sáttur með leikmannahópinn eins og hann er skipaður í dag. „Við erum mjög ánægðir með hvernig hópurinn er samsettur núna en ef við fáum tækifæri til að styrkja okkur skoðum við það alltaf. En þegar hópurinn er orðinn svona sterkur er erfitt að styrkja hann mikið meira. Við gerum ekki ráð fyrir frekari breytingum,“ sagði Bjarni. Enn er óljóst hvort Guðmundur Reynir Gunnarsson tekur slaginn með KR næsta sumar en þessi öflugi vinstri bakvörður lék með Víkingi Ólafsvík í 1. deildinni í sumar og hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í Pepsi-deildinni. Aðspurður um stöðuna á Guðmundi hafði Bjarni þetta að segja: „Hann er samningsbundinn KR. Hann ætlaði að vera í fríi fram að áramótum og svo ætlum við að taka stöðuna á honum í janúar. Það væri gaman að fá Mumma aftur inn í hópinn en það getur brugðið til beggja vona með það.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira