Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Tindastóll 80-76 | KR-ingar sluppu með sigur í DHL-höllinni Kristinn Páll Teitsson í DHL halle skrifar 4. desember 2015 22:30 Michael Craion var drjúgur í kvöld. vísir/ernir KR vann nauman 80-76 sigur á baráttuglöðum leikmönnum Tindastóls í stórleik 9. umferðar Dominos-deildar karla.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í DHL-höllinni og meðfylgjandi myndir. Gestirnir náðu forskotinu í fyrsta sinn í leiknum 28 sekúndum fyrir lok leiksins en KR-ingum tókst að koma leiknum í framlengingu og klára leikinn þar. KR leiddi leikinn frá fyrstu mínútu en heimamönnum tókst illa að hrista frá sér spræka leikmenn Tindastóls. Í hvert sinn sem KR-ingar virtust ætla að gera út um leikinn kom góð rispa hjá Stólunum sem gekk hinsvegar illa að taka skrefið og ná forskotinu í leiknum Liðin komu inn í leik kvöldsins eftir góða sigra í síðustu umferð. KR komst á sigurbraut á ný með öruggum 20 stiga sigri á Grindavík en á sama tíma varð Tindastóll fyrsta liðið til að sigra Keflavík í Síkinu á dögunum. Var þetta í fyrsta sinn sem liðin mættust frá því í úrslitum Íslandsmótsins í vor þar sem KR hampaði titlinum á Sauðárkróki eftir að hafa sigrað einvígið 3-1. KR-ingar leiddu frá fyrstu mínútuHeimamenn í KR náðu undirtökunum í leiknum strax á fyrstu mínútum leiksins og var Ægir Þór Steinarsson, leikstjórnandi liðsins, frábær á fyrstu mínútunum. Fór hann fyrir liði KR sem náði forskotinu strax og leiddi 20-15 að fyrsta leikhluta loknum. Stólunum tókst ítrekað að saxa á forskot KR-inga sem tókst ekki að hrista gestina frá sér en í hvert sinn sem Stólarnir fengu tækifæri til þess að ná forskotinu settu KR-ingar aftur í gír og náðu aftur öruggu forskoti og leiddu KR-ingar í hálfleik 43-36. Þriðji leikhluti leiksins var keimlíkur fyrstu tveimur leikhlutum leiksins. Stólarnir komu með áhlaup og minnkuðu muninn niður í einna körfu leik en alltaf stigu KR-ingar aftur á bensíngjöfina og leiddu KR-ingar að þremur leikhlutum loknum 61-53. Rétt eins og í hinum þremur leikhlutunum virtust Stólarnir einfaldlega ekki hafa orku til þess að ná forskotinu á fyrstu mínútum fjórða leikhluta og virtust KR-ingar vera að gera út um leikinn þegar þeir komust sjö stigum yfir þremur mínútum fyrir leikslok. Vannst á sóknarfráköstum undir lokinStólarnir voru hinsvegar ekki á þeim buxunum að gefast upp, tóku frábæran sprett á síðustu mínútunum og náðu forskotinu í fyrsta sinn þegar 27 sekúndur voru til leiksloka. KR-ingar fengu góð skot til þess að jafna metin eða klára leikinn en þeim tókst það ekki fyrr en Michael Craion, miðherji liðsins, náði sóknarfrákasti sekúndu fyrir lok leiksins og jafnaði metin. Stólarnir söknuðu Jerome Hill, miðherja liðsins, í lokasókninni og í framlengingunni en Hill fékk fimmtu villu sína stuttu áður sem leiddi til þess að KR fór að sækja meira inn að körfunni. Tóku KR-ingar alls 23 sóknarfráköst í leiknum og komu mörg þeirra á lokakafla leiksins. Þurfti því framlengingu til að útkljá leikinn en í framlengingunni voru heimamenn mun sterkari og fengu færi til þess að klára leikinn fyrr en slök vítanýting gaf leikmönnum Tindastóls von fram að lokasekúndum leiksins. KR-ingum tókst að halda þetta út og taka stigin tvö en með sigrinum skaust KR upp að hlið Keflavíkur í toppsæti Dominos-deildarinnar en Stólarnir eru áfram í 8. sæti. Craion var atkvæðamestur í liði KR með 17 stig ásamt því að taka 14 fráköst en Ægir Þór Steinarsson, leikstjórnandi liðsins, bauð einnig upp á tvöfalda tvennu með tíu stig, tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Í liði Stólanna voru það Pétur Rúnar Birgisson og Darrel Keith Lewis sem voru stigahæstir með 21 stig hvor.KR-Tindastóll 80-76 (20-15, 23-21, 18-17, 11-19, 8-4) KR: Michael Craion 17/14 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 14, Helgi Már Magnússon 13, Ægir Þór Steinarsson 10/10 fráköst/6 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 9/6 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 7/4 fráköst, Björn Kristjánsson 6, Pavel Ermolinskij 4/10 fráköst/7 stoðsendingar/4 varin skot, Jón Hrafn Baldvinsson 0, Arnór Hermannsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 0.Tindastóll: Darrel Keith Lewis 21/4 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 21/4 fráköst, Jerome Hill 13/7 fráköst, Darrell Flake 7/6 fráköst, Viðar Ágústsson 5/7 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 5, Svavar Atli Birgisson 2, Helgi Rafn Viggósson 2, Ingvi Rafn Ingvarsson 0, Pálmi Geir Jónsson 0, Hannes Ingi Másson 0, Arnþór Freyr Guðmundsson 0.Bein lýsing: KR - TindastóllFinnur: Þarft drápseðli til að klára svona leiki „Við fengum fín skot, erfiðasta skotið hjá Ægi var hvað næst því að fara ofan í en það var jákvætt að sjá Craion klára þetta,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, aðspurður út í jöfnunarkörfu KR í naumum sigri á Tindastól í kvöld. KR leiddi allt frá fyrstu mínútu leiksins en Stólarnir neituðu að gefast upp og komust í fyrsta sinn yfir stuttu fyrir lok leiksins. „Við vitum að Stólarnir eru vel mannaðir og gefast aldrei upp. Þeir spila hörku vörn og frákasta vel sem leiddi til þess að við fengum ekki margar auðveldar körfur eftir því sem leið á leikinn.“ KR-ingum gekk illa að hrista Stólana frá sér en í hvert sinn sem KR náði góðu forskoti náðu Stólarnir að saxa á forskotið. „Við náðum nokkrum sinnum 6-10 stiga forskoti og fáum tækifæri til að bæta við en svona er þetta í leikjum tveggja góða liða. Liðin munu skiptast á og gefast ekki upp og við þurfum að beita drápseðli til að klára svona leiki.“ Þetta var annar sigurleikur KR í röð og eru KR-ingar komnir upp að hlið Keflavík í Dominos-deild karla eftir óvænt tap Keflavíkur gegn FSu í kvöld. „Það er jákvætt að við séum komnir aftur við toppinn en við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir næsta leik gegn FSu.“Pétur Rúnar: Tekur á að elta svona lið allan leikinn „Við förum gríðarlega fúlir héðan því við vorum eigilega með unnin leik. Þetta er mjög pirrandi svona eftir á,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, grútsvekktur að leikslokum. „Við gefum þeim einhver 2-3 sóknarfráköst til að jafna leikinn og þeir nýta sér það. Þetta er auðvitað gríðarlega svekkjandi en það eru mikil batamerki á liðinu og ég veit að við erum að fara að rífa okkur í gang.“ KR-ingar tóku alls 23 sóknarfráköst í leiknum og komu mörg þeirra undir lok leiksins þegar Jerome Hill, miðherji Tindastóls, var farinn af velli með fimm villur. „Þeir eru náttúrulega með Craion þarna sem er algjört dýr í teignum. Hann og Snorri tóku mörg mikilvæg fráköst undir lokin og okkur vantaði kannski eitthvað á lokametrunum.“ Stólarnir voru að eltast við KR-inga frá fyrstu mínútu en þeim gekk illa að taka skrefið og ná forskotinu. „Það tekur á að elta svona lið. Við sýndum þvílíkan karakter með því að ná að vinna þetta upp og vera yfir stuttu fyrir leikslok,“ sagði Pétur var flottur í leiknum. „Já, frammistaðan var fín en það gildir litlu þegar þú tapar leiknum.“Helgi Már: Gott fyrir sálina að vera kominn aftur inn á völlinn „Við þurftum heldur betur að hafa fyrir þessu gegn Stólunum. Þeir eru með gott lið og eru greinilega betur skipulagðir núna heldur en í byrjun tímabilsins,“ sagði Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, sáttur að leik loknum. „Við fengum þónokkur tækifæri til þess að klára þetta en þá klikkuðum við og gáfum þeim auðveldar körfur en við getum lagað þetta. Við getum spilað mun betur en þetta en baráttan og krafturinn var til staðar.“ Helgi hrósaði Snorra Hrafnkelssyni fyrir framlag sitt á lokamínútum leiksins. „Að mínu mati var það Snorri sem kláraði þennan leik. Hann kom með þvílíka orku inn af bekknum, varði skot og tók fráköst og sigldi þessu að mínu mati heim. Við vorum vissulega smá heppnir þarna undir lokin,“ sagði Helgi og bætti við: „Maður missti eiginlega allt tímaskyn þarna undir lokin. Við tókum skot eftir skot og ég hélt alltaf að flautan væri að gjalla en sem betur fer erum við með Craion undir körfunni sem er að mínu mati besti leikmaður deildarinnar.“ Helgi Már lék fyrsta leik tímabilsins í DHL-höllinni í kvöld en hann er að snúa aftur eftir meiðsli. „Skrokkurinn er stífur, maður reynir en ég er ekki kominn í stand. Ég er bara búinn að æfa í viku eftir Eurobasket held ég en um leið og hnéhlífin fer um jólin þá verð ég góður. Það er gott fyrir sálina að vera kominn inn á völlinn og að vera ekki alltaf hjá sjúkraþjálfaranum,“ sagði Helgi.Tweets by @Visirkarfa1 Brynjar Þór Björnsson skoraði 14 stig.vísir/ernirPétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi Tindastóls, átti góðan leik.vísir/ernir Dominos-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira
KR vann nauman 80-76 sigur á baráttuglöðum leikmönnum Tindastóls í stórleik 9. umferðar Dominos-deildar karla.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í DHL-höllinni og meðfylgjandi myndir. Gestirnir náðu forskotinu í fyrsta sinn í leiknum 28 sekúndum fyrir lok leiksins en KR-ingum tókst að koma leiknum í framlengingu og klára leikinn þar. KR leiddi leikinn frá fyrstu mínútu en heimamönnum tókst illa að hrista frá sér spræka leikmenn Tindastóls. Í hvert sinn sem KR-ingar virtust ætla að gera út um leikinn kom góð rispa hjá Stólunum sem gekk hinsvegar illa að taka skrefið og ná forskotinu í leiknum Liðin komu inn í leik kvöldsins eftir góða sigra í síðustu umferð. KR komst á sigurbraut á ný með öruggum 20 stiga sigri á Grindavík en á sama tíma varð Tindastóll fyrsta liðið til að sigra Keflavík í Síkinu á dögunum. Var þetta í fyrsta sinn sem liðin mættust frá því í úrslitum Íslandsmótsins í vor þar sem KR hampaði titlinum á Sauðárkróki eftir að hafa sigrað einvígið 3-1. KR-ingar leiddu frá fyrstu mínútuHeimamenn í KR náðu undirtökunum í leiknum strax á fyrstu mínútum leiksins og var Ægir Þór Steinarsson, leikstjórnandi liðsins, frábær á fyrstu mínútunum. Fór hann fyrir liði KR sem náði forskotinu strax og leiddi 20-15 að fyrsta leikhluta loknum. Stólunum tókst ítrekað að saxa á forskot KR-inga sem tókst ekki að hrista gestina frá sér en í hvert sinn sem Stólarnir fengu tækifæri til þess að ná forskotinu settu KR-ingar aftur í gír og náðu aftur öruggu forskoti og leiddu KR-ingar í hálfleik 43-36. Þriðji leikhluti leiksins var keimlíkur fyrstu tveimur leikhlutum leiksins. Stólarnir komu með áhlaup og minnkuðu muninn niður í einna körfu leik en alltaf stigu KR-ingar aftur á bensíngjöfina og leiddu KR-ingar að þremur leikhlutum loknum 61-53. Rétt eins og í hinum þremur leikhlutunum virtust Stólarnir einfaldlega ekki hafa orku til þess að ná forskotinu á fyrstu mínútum fjórða leikhluta og virtust KR-ingar vera að gera út um leikinn þegar þeir komust sjö stigum yfir þremur mínútum fyrir leikslok. Vannst á sóknarfráköstum undir lokinStólarnir voru hinsvegar ekki á þeim buxunum að gefast upp, tóku frábæran sprett á síðustu mínútunum og náðu forskotinu í fyrsta sinn þegar 27 sekúndur voru til leiksloka. KR-ingar fengu góð skot til þess að jafna metin eða klára leikinn en þeim tókst það ekki fyrr en Michael Craion, miðherji liðsins, náði sóknarfrákasti sekúndu fyrir lok leiksins og jafnaði metin. Stólarnir söknuðu Jerome Hill, miðherja liðsins, í lokasókninni og í framlengingunni en Hill fékk fimmtu villu sína stuttu áður sem leiddi til þess að KR fór að sækja meira inn að körfunni. Tóku KR-ingar alls 23 sóknarfráköst í leiknum og komu mörg þeirra á lokakafla leiksins. Þurfti því framlengingu til að útkljá leikinn en í framlengingunni voru heimamenn mun sterkari og fengu færi til þess að klára leikinn fyrr en slök vítanýting gaf leikmönnum Tindastóls von fram að lokasekúndum leiksins. KR-ingum tókst að halda þetta út og taka stigin tvö en með sigrinum skaust KR upp að hlið Keflavíkur í toppsæti Dominos-deildarinnar en Stólarnir eru áfram í 8. sæti. Craion var atkvæðamestur í liði KR með 17 stig ásamt því að taka 14 fráköst en Ægir Þór Steinarsson, leikstjórnandi liðsins, bauð einnig upp á tvöfalda tvennu með tíu stig, tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Í liði Stólanna voru það Pétur Rúnar Birgisson og Darrel Keith Lewis sem voru stigahæstir með 21 stig hvor.KR-Tindastóll 80-76 (20-15, 23-21, 18-17, 11-19, 8-4) KR: Michael Craion 17/14 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 14, Helgi Már Magnússon 13, Ægir Þór Steinarsson 10/10 fráköst/6 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 9/6 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 7/4 fráköst, Björn Kristjánsson 6, Pavel Ermolinskij 4/10 fráköst/7 stoðsendingar/4 varin skot, Jón Hrafn Baldvinsson 0, Arnór Hermannsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 0.Tindastóll: Darrel Keith Lewis 21/4 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 21/4 fráköst, Jerome Hill 13/7 fráköst, Darrell Flake 7/6 fráköst, Viðar Ágústsson 5/7 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 5, Svavar Atli Birgisson 2, Helgi Rafn Viggósson 2, Ingvi Rafn Ingvarsson 0, Pálmi Geir Jónsson 0, Hannes Ingi Másson 0, Arnþór Freyr Guðmundsson 0.Bein lýsing: KR - TindastóllFinnur: Þarft drápseðli til að klára svona leiki „Við fengum fín skot, erfiðasta skotið hjá Ægi var hvað næst því að fara ofan í en það var jákvætt að sjá Craion klára þetta,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, aðspurður út í jöfnunarkörfu KR í naumum sigri á Tindastól í kvöld. KR leiddi allt frá fyrstu mínútu leiksins en Stólarnir neituðu að gefast upp og komust í fyrsta sinn yfir stuttu fyrir lok leiksins. „Við vitum að Stólarnir eru vel mannaðir og gefast aldrei upp. Þeir spila hörku vörn og frákasta vel sem leiddi til þess að við fengum ekki margar auðveldar körfur eftir því sem leið á leikinn.“ KR-ingum gekk illa að hrista Stólana frá sér en í hvert sinn sem KR náði góðu forskoti náðu Stólarnir að saxa á forskotið. „Við náðum nokkrum sinnum 6-10 stiga forskoti og fáum tækifæri til að bæta við en svona er þetta í leikjum tveggja góða liða. Liðin munu skiptast á og gefast ekki upp og við þurfum að beita drápseðli til að klára svona leiki.“ Þetta var annar sigurleikur KR í röð og eru KR-ingar komnir upp að hlið Keflavík í Dominos-deild karla eftir óvænt tap Keflavíkur gegn FSu í kvöld. „Það er jákvætt að við séum komnir aftur við toppinn en við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir næsta leik gegn FSu.“Pétur Rúnar: Tekur á að elta svona lið allan leikinn „Við förum gríðarlega fúlir héðan því við vorum eigilega með unnin leik. Þetta er mjög pirrandi svona eftir á,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, grútsvekktur að leikslokum. „Við gefum þeim einhver 2-3 sóknarfráköst til að jafna leikinn og þeir nýta sér það. Þetta er auðvitað gríðarlega svekkjandi en það eru mikil batamerki á liðinu og ég veit að við erum að fara að rífa okkur í gang.“ KR-ingar tóku alls 23 sóknarfráköst í leiknum og komu mörg þeirra undir lok leiksins þegar Jerome Hill, miðherji Tindastóls, var farinn af velli með fimm villur. „Þeir eru náttúrulega með Craion þarna sem er algjört dýr í teignum. Hann og Snorri tóku mörg mikilvæg fráköst undir lokin og okkur vantaði kannski eitthvað á lokametrunum.“ Stólarnir voru að eltast við KR-inga frá fyrstu mínútu en þeim gekk illa að taka skrefið og ná forskotinu. „Það tekur á að elta svona lið. Við sýndum þvílíkan karakter með því að ná að vinna þetta upp og vera yfir stuttu fyrir leikslok,“ sagði Pétur var flottur í leiknum. „Já, frammistaðan var fín en það gildir litlu þegar þú tapar leiknum.“Helgi Már: Gott fyrir sálina að vera kominn aftur inn á völlinn „Við þurftum heldur betur að hafa fyrir þessu gegn Stólunum. Þeir eru með gott lið og eru greinilega betur skipulagðir núna heldur en í byrjun tímabilsins,“ sagði Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, sáttur að leik loknum. „Við fengum þónokkur tækifæri til þess að klára þetta en þá klikkuðum við og gáfum þeim auðveldar körfur en við getum lagað þetta. Við getum spilað mun betur en þetta en baráttan og krafturinn var til staðar.“ Helgi hrósaði Snorra Hrafnkelssyni fyrir framlag sitt á lokamínútum leiksins. „Að mínu mati var það Snorri sem kláraði þennan leik. Hann kom með þvílíka orku inn af bekknum, varði skot og tók fráköst og sigldi þessu að mínu mati heim. Við vorum vissulega smá heppnir þarna undir lokin,“ sagði Helgi og bætti við: „Maður missti eiginlega allt tímaskyn þarna undir lokin. Við tókum skot eftir skot og ég hélt alltaf að flautan væri að gjalla en sem betur fer erum við með Craion undir körfunni sem er að mínu mati besti leikmaður deildarinnar.“ Helgi Már lék fyrsta leik tímabilsins í DHL-höllinni í kvöld en hann er að snúa aftur eftir meiðsli. „Skrokkurinn er stífur, maður reynir en ég er ekki kominn í stand. Ég er bara búinn að æfa í viku eftir Eurobasket held ég en um leið og hnéhlífin fer um jólin þá verð ég góður. Það er gott fyrir sálina að vera kominn inn á völlinn og að vera ekki alltaf hjá sjúkraþjálfaranum,“ sagði Helgi.Tweets by @Visirkarfa1 Brynjar Þór Björnsson skoraði 14 stig.vísir/ernirPétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi Tindastóls, átti góðan leik.vísir/ernir
Dominos-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira