Kærur um rangar sakargiftir í Hlíðamálinu felldar niður Snærós Sindradóttir og Þórhildur Þorkelsdóttir skrifa 4. desember 2015 18:45 Kærur um rangar sakargiftir á hendur tveggja kvenna sem koma við sögu í nauðgunarmálinu í Hlíðunum hafa verið felldar niður hjá lögreglu. Þá hefur kæra um nauðgun á karlmanni í sama máli einnig verið felld niður. Þetta staðfestir Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Kærurnar bárust í kjölfar þess að tvær konur lögðu fram nauðgunarkærur á hendur samnemanda sínum í Háskólanum í Reykjavík eftir aðskildar bekkjarskemmtanir í október. Annar maður á fertugsaldri var einnig kærður fyrir seinna atvikið sem átti sér stað í íbúð þess eldri við Miklubraut í Hlíðahverfi. Rannsókn lögreglu á nauðgunarkærum kvennanna tveggja er lokið og hafa þær verið sendar til ríkissaksóknara. Fréttablaðið greindi frá því í nóvember að í íbúðinni hefðu fundist tól sem notuð voru við ofbeldið, svo sem keðjur og svipur. Málið vakti mikinn óhug í samfélaginu og varð til þess að hópur fólks kom saman fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu til að mótmæla því að mennirnir tveir hefðu ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Nöfn mannanna voru birt á samfélagsmiðlum og í kjölfarið var staðfest að þeir hefðu farið úr landi. Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málið kærði Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, verjandi annars mannsins, konurnar tvær fyrir rangar sakargiftir og aðra þeirra fyrir nauðgun. Í nauðgunarkærunni sagði að konan hefði lagst hjá öðrum manninum, samnemanda sínum, á dýnu á gólfi íbúðarinnar og haft við hann munnmök í nokkrar sekúndur. Maðurinn hefði beðið konuna að hætta sem hún hefði gert. Þessi kæra hefur nú verið felld niður hjá lögreglunni og rannsókn hætt. Kærur á konurnar tvær um rangar sakargiftir hafa sömuleiðis verið felldar niður. Hlíðamálið Tengdar fréttir Telur að endurmennta þurfi dómara landsins Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vill að gripið verði til aðgerða til að bæta meðferð kynferðisbrota í kerfinu. 28. nóvember 2015 07:00 Skynsamleg viðbrögð? Nýlega voru fimm piltar sýknaðir af ákæru um að nauðga skólasystur sinni. Ekki leikur vafi á að kynmök hafi átt sér stað heldur hvort stúlkan hafi verið þeim samþykk. Stúlkan kærir ofbeldi en piltarnir lýsa hversu gröð hún hafi verið í þá alla, helst sem flesta í einu. 3. desember 2015 07:00 Ný íslensk rannsókn: Frekar sakfellt í kynferðisbrotamálum ef þolandi er með áverka Algengara er að þolandi og gerandi þekkist ekki í nauðgunarmálum á Íslandi. 4. desember 2015 06:00 Hlíðamálin komin til saksóknara Fréttablaðið greindi frá rannsókn málanna í síðasta mánuði. 4. desember 2015 13:34 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Kærur um rangar sakargiftir á hendur tveggja kvenna sem koma við sögu í nauðgunarmálinu í Hlíðunum hafa verið felldar niður hjá lögreglu. Þá hefur kæra um nauðgun á karlmanni í sama máli einnig verið felld niður. Þetta staðfestir Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Kærurnar bárust í kjölfar þess að tvær konur lögðu fram nauðgunarkærur á hendur samnemanda sínum í Háskólanum í Reykjavík eftir aðskildar bekkjarskemmtanir í október. Annar maður á fertugsaldri var einnig kærður fyrir seinna atvikið sem átti sér stað í íbúð þess eldri við Miklubraut í Hlíðahverfi. Rannsókn lögreglu á nauðgunarkærum kvennanna tveggja er lokið og hafa þær verið sendar til ríkissaksóknara. Fréttablaðið greindi frá því í nóvember að í íbúðinni hefðu fundist tól sem notuð voru við ofbeldið, svo sem keðjur og svipur. Málið vakti mikinn óhug í samfélaginu og varð til þess að hópur fólks kom saman fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu til að mótmæla því að mennirnir tveir hefðu ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Nöfn mannanna voru birt á samfélagsmiðlum og í kjölfarið var staðfest að þeir hefðu farið úr landi. Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málið kærði Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, verjandi annars mannsins, konurnar tvær fyrir rangar sakargiftir og aðra þeirra fyrir nauðgun. Í nauðgunarkærunni sagði að konan hefði lagst hjá öðrum manninum, samnemanda sínum, á dýnu á gólfi íbúðarinnar og haft við hann munnmök í nokkrar sekúndur. Maðurinn hefði beðið konuna að hætta sem hún hefði gert. Þessi kæra hefur nú verið felld niður hjá lögreglunni og rannsókn hætt. Kærur á konurnar tvær um rangar sakargiftir hafa sömuleiðis verið felldar niður.
Hlíðamálið Tengdar fréttir Telur að endurmennta þurfi dómara landsins Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vill að gripið verði til aðgerða til að bæta meðferð kynferðisbrota í kerfinu. 28. nóvember 2015 07:00 Skynsamleg viðbrögð? Nýlega voru fimm piltar sýknaðir af ákæru um að nauðga skólasystur sinni. Ekki leikur vafi á að kynmök hafi átt sér stað heldur hvort stúlkan hafi verið þeim samþykk. Stúlkan kærir ofbeldi en piltarnir lýsa hversu gröð hún hafi verið í þá alla, helst sem flesta í einu. 3. desember 2015 07:00 Ný íslensk rannsókn: Frekar sakfellt í kynferðisbrotamálum ef þolandi er með áverka Algengara er að þolandi og gerandi þekkist ekki í nauðgunarmálum á Íslandi. 4. desember 2015 06:00 Hlíðamálin komin til saksóknara Fréttablaðið greindi frá rannsókn málanna í síðasta mánuði. 4. desember 2015 13:34 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Telur að endurmennta þurfi dómara landsins Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vill að gripið verði til aðgerða til að bæta meðferð kynferðisbrota í kerfinu. 28. nóvember 2015 07:00
Skynsamleg viðbrögð? Nýlega voru fimm piltar sýknaðir af ákæru um að nauðga skólasystur sinni. Ekki leikur vafi á að kynmök hafi átt sér stað heldur hvort stúlkan hafi verið þeim samþykk. Stúlkan kærir ofbeldi en piltarnir lýsa hversu gröð hún hafi verið í þá alla, helst sem flesta í einu. 3. desember 2015 07:00
Ný íslensk rannsókn: Frekar sakfellt í kynferðisbrotamálum ef þolandi er með áverka Algengara er að þolandi og gerandi þekkist ekki í nauðgunarmálum á Íslandi. 4. desember 2015 06:00
Hlíðamálin komin til saksóknara Fréttablaðið greindi frá rannsókn málanna í síðasta mánuði. 4. desember 2015 13:34