Menn gyrði sig í brók Svavar Hávarðsson skrifar 5. desember 2015 07:00 Utanríkisráðherra Frakka er ekki ánægður með ganginn í samningavinnunni. Ekki voru liðnir nema fjórir dagar af Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París þegar Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakka, beindi varnaðarorðum til samninganefnda landanna 195, sem nú reyna að berja saman tímamótaloftslagssamning, að gyrða sig í brók. Með sömu vinnubrögðum verði vinnunni aldrei lokið fyrir tilætlaðan tíma – eða 11. desember næstkomandi. Eins og kunnugt er reynir alþjóðasamfélagið í París að ná saman um markmið í loftlagsmálum sem geta snúið þróuninni við – hnattrænni hlýnun sem innan fárra áratuga mun að óbreyttu kynna fyrir mannkyni vandamál á áður óþekktum skala. Skilaboðin sem Fabius flutti voru að allt of hægt gengi, en reynslan frá fyrri loftslagsráðstefnum, en þessi er sú 21. í röðinni, kennir að ráðstefnan muni dragast á langinn og teygja sig einhverja daga fram yfir boðaða lokadagsetningu. Hugi Ólafsson, formaður íslensku sendinefndarinnar, vék að þessu atriði á kynningarfundi fyrir Parísarfundinn. Á máli Huga var að skilja að þrátt fyrir að markmiðið sé skýrt, og þörfin fyrir samkomulag knýjandi, þá sé flækjustig lokafrágangs samningsins gríðarlegt. Hann tiltók nokkur helstu álitamál í samningsdrögunum: Hnattrænt markmið um losun, ábyrgð þróaðra ríkja og þróunarríkja, samræmt bókhald og gegnsæi, fjármál og tjónabætur og lagalegt form samningsins. „Það er líka ekki hægt að ganga að því sem vísu að samkomulag náist í París. Það er líka með öllu óvíst hvað það verður sterkt. Það er líka næsta víst að viðræður halda áfram eftir fundinn um útfærslur á ýmsum atriðum,“ sagði Hugi á fundinum. Loftslagsmál Tengdar fréttir Vilja metnaðarfull loftslagsmarkmið Höfuðborgir Norðurlandanna standa sameinaðar á Loftslagsráðstefnunni í París. Stefnan er að ná, og fara fram úr, markmiðum ESB um 20 prósenta samdrátt í orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020. 3. desember 2015 07:00 Tæknilausn CRI veitt athygli á loftslagsráðstefnunni í París KC Tran, forstjóri Carbon Recycling International (CRI), tekur þátt í hringborði forstjóra og stjórnarformanna alþjóðlegra fyrirtækja á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) þar sem rædd verður ályktun um hvaða raunhæfu aðgerðir fyrirtækin hyggjast ráðast í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnframleiðslu. 4. desember 2015 07:00 Þjóðarleiðtogar horfa til endurnýjanlegra orkugjafa Tilkynnt um þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu verkefni um aukna nýtingu jarðvarma. Frakka setja 6 milljarða evra í umhverfisvæna orkunýtingu í Afríku. 1. desember 2015 18:35 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Ekki voru liðnir nema fjórir dagar af Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París þegar Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakka, beindi varnaðarorðum til samninganefnda landanna 195, sem nú reyna að berja saman tímamótaloftslagssamning, að gyrða sig í brók. Með sömu vinnubrögðum verði vinnunni aldrei lokið fyrir tilætlaðan tíma – eða 11. desember næstkomandi. Eins og kunnugt er reynir alþjóðasamfélagið í París að ná saman um markmið í loftlagsmálum sem geta snúið þróuninni við – hnattrænni hlýnun sem innan fárra áratuga mun að óbreyttu kynna fyrir mannkyni vandamál á áður óþekktum skala. Skilaboðin sem Fabius flutti voru að allt of hægt gengi, en reynslan frá fyrri loftslagsráðstefnum, en þessi er sú 21. í röðinni, kennir að ráðstefnan muni dragast á langinn og teygja sig einhverja daga fram yfir boðaða lokadagsetningu. Hugi Ólafsson, formaður íslensku sendinefndarinnar, vék að þessu atriði á kynningarfundi fyrir Parísarfundinn. Á máli Huga var að skilja að þrátt fyrir að markmiðið sé skýrt, og þörfin fyrir samkomulag knýjandi, þá sé flækjustig lokafrágangs samningsins gríðarlegt. Hann tiltók nokkur helstu álitamál í samningsdrögunum: Hnattrænt markmið um losun, ábyrgð þróaðra ríkja og þróunarríkja, samræmt bókhald og gegnsæi, fjármál og tjónabætur og lagalegt form samningsins. „Það er líka ekki hægt að ganga að því sem vísu að samkomulag náist í París. Það er líka með öllu óvíst hvað það verður sterkt. Það er líka næsta víst að viðræður halda áfram eftir fundinn um útfærslur á ýmsum atriðum,“ sagði Hugi á fundinum.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Vilja metnaðarfull loftslagsmarkmið Höfuðborgir Norðurlandanna standa sameinaðar á Loftslagsráðstefnunni í París. Stefnan er að ná, og fara fram úr, markmiðum ESB um 20 prósenta samdrátt í orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020. 3. desember 2015 07:00 Tæknilausn CRI veitt athygli á loftslagsráðstefnunni í París KC Tran, forstjóri Carbon Recycling International (CRI), tekur þátt í hringborði forstjóra og stjórnarformanna alþjóðlegra fyrirtækja á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) þar sem rædd verður ályktun um hvaða raunhæfu aðgerðir fyrirtækin hyggjast ráðast í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnframleiðslu. 4. desember 2015 07:00 Þjóðarleiðtogar horfa til endurnýjanlegra orkugjafa Tilkynnt um þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu verkefni um aukna nýtingu jarðvarma. Frakka setja 6 milljarða evra í umhverfisvæna orkunýtingu í Afríku. 1. desember 2015 18:35 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Vilja metnaðarfull loftslagsmarkmið Höfuðborgir Norðurlandanna standa sameinaðar á Loftslagsráðstefnunni í París. Stefnan er að ná, og fara fram úr, markmiðum ESB um 20 prósenta samdrátt í orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020. 3. desember 2015 07:00
Tæknilausn CRI veitt athygli á loftslagsráðstefnunni í París KC Tran, forstjóri Carbon Recycling International (CRI), tekur þátt í hringborði forstjóra og stjórnarformanna alþjóðlegra fyrirtækja á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) þar sem rædd verður ályktun um hvaða raunhæfu aðgerðir fyrirtækin hyggjast ráðast í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnframleiðslu. 4. desember 2015 07:00
Þjóðarleiðtogar horfa til endurnýjanlegra orkugjafa Tilkynnt um þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu verkefni um aukna nýtingu jarðvarma. Frakka setja 6 milljarða evra í umhverfisvæna orkunýtingu í Afríku. 1. desember 2015 18:35