Þjóðverjar senda hermenn í stríð Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. desember 2015 07:00 Angela Merkel kanslari og Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra þýsku stjórnarinnar. vísir/epa Þýska þingið samþykkti í gær að senda þýska hermenn til að taka þátt í hernaði á hendur „Íslamska ríkinu” svonefnda í Sýrlandi. Að vísu eiga hermennirnir ekki að taka þátt í bardögum, heldur vera franska hernum til aðstoðar. Alls greiddu 445 þingmenn atkvæði með aðgerðunum en 146 voru á móti. „Mér sýnist að það þurfi fjári góð rök ef maður greiðir atkvæði gegn þessu andspænis þessari grimmilegu mannfyrirlitningu,“ sagði Norbert Röttgen, sem er formaður utanríkismálanefndar þýska þjóðþingsins. Hann sagði nauðsynlegt að Evrópuríki átti sig á því að hryðjuverk og styrjaldir í Mið-Austurlöndum ógni öryggi þeirra sjálfra: „Árum saman höfum við látið þennan heimshluta eiga sig.“ Þýskir hermenn hafa á seinni árum tekið þátt í hernaði meðal annars í Afganistan, Írak og Malí, en annars voru Þjóðverjar lengi vel ansi tregir til að halda í stríð eftir að hafa farið hamförum í seinni heimsstyrjöldinni með skelfilegum afleiðingum. Ákvörðun þingsins í gær hefur verið umdeild í Þýskalandi. Ekki síst hefur gagnrýnin snúist um að hernaðurinn gegn Íslamska ríkinu sé mjög ómarkviss og alger óvissa ríki um afleiðingarnar. „Í staðinn fyrir að berjast gegn Íslamska ríkinu þá eruð þið að styrkja það,” sagði Sahra Wagenknecht, þingmaður Vinstriflokksins. Þá hefur Angela Merkel kanslari verið gagnrýnd fyrir að halda í stríð fyrst og fremst til þess að sýna samstöðu og „vera með” í aðgerðum Frakka, Bandaríkjanna, Breta og fleiri ríkja. Samkvæmt skoðanakönnun sem sjónvarpsstöðin ARD lét gera eru 58 prósent Þjóðverja fylgjandi hernaðinum en 37 prósent á móti. Breska þingið samþykkti á miðvikudaginn að taka þátt í loftárásum á Íslamska ríkið. Frakkar hófu loftárásir í kjölfar voðaverkanna í París nýverkið, Bandaríkjamenn hafa í meira en ár varpað sprengjum á bækistöðvar hryðjuverkamanna í Sýrlandi og Rússar byrjuðu í haust að varpa sprengjum á uppreisnarmenn gegn Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Þjóðverjar ætla að senda allt að 1.200 hermenn, sex njósnaþotur og eina freigátu. Mið-Austurlönd Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Þýska þingið samþykkti í gær að senda þýska hermenn til að taka þátt í hernaði á hendur „Íslamska ríkinu” svonefnda í Sýrlandi. Að vísu eiga hermennirnir ekki að taka þátt í bardögum, heldur vera franska hernum til aðstoðar. Alls greiddu 445 þingmenn atkvæði með aðgerðunum en 146 voru á móti. „Mér sýnist að það þurfi fjári góð rök ef maður greiðir atkvæði gegn þessu andspænis þessari grimmilegu mannfyrirlitningu,“ sagði Norbert Röttgen, sem er formaður utanríkismálanefndar þýska þjóðþingsins. Hann sagði nauðsynlegt að Evrópuríki átti sig á því að hryðjuverk og styrjaldir í Mið-Austurlöndum ógni öryggi þeirra sjálfra: „Árum saman höfum við látið þennan heimshluta eiga sig.“ Þýskir hermenn hafa á seinni árum tekið þátt í hernaði meðal annars í Afganistan, Írak og Malí, en annars voru Þjóðverjar lengi vel ansi tregir til að halda í stríð eftir að hafa farið hamförum í seinni heimsstyrjöldinni með skelfilegum afleiðingum. Ákvörðun þingsins í gær hefur verið umdeild í Þýskalandi. Ekki síst hefur gagnrýnin snúist um að hernaðurinn gegn Íslamska ríkinu sé mjög ómarkviss og alger óvissa ríki um afleiðingarnar. „Í staðinn fyrir að berjast gegn Íslamska ríkinu þá eruð þið að styrkja það,” sagði Sahra Wagenknecht, þingmaður Vinstriflokksins. Þá hefur Angela Merkel kanslari verið gagnrýnd fyrir að halda í stríð fyrst og fremst til þess að sýna samstöðu og „vera með” í aðgerðum Frakka, Bandaríkjanna, Breta og fleiri ríkja. Samkvæmt skoðanakönnun sem sjónvarpsstöðin ARD lét gera eru 58 prósent Þjóðverja fylgjandi hernaðinum en 37 prósent á móti. Breska þingið samþykkti á miðvikudaginn að taka þátt í loftárásum á Íslamska ríkið. Frakkar hófu loftárásir í kjölfar voðaverkanna í París nýverkið, Bandaríkjamenn hafa í meira en ár varpað sprengjum á bækistöðvar hryðjuverkamanna í Sýrlandi og Rússar byrjuðu í haust að varpa sprengjum á uppreisnarmenn gegn Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Þjóðverjar ætla að senda allt að 1.200 hermenn, sex njósnaþotur og eina freigátu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira