Körfubolti

Körfuboltakvöld: Kominn tími til þess að áhorfendur hætti þessu kjaftæði | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sérfræðingarnir í Körfuboltakvöldi ræddu í gær hegðun stuðningsmanna í undanförnum umferðum en spiluð var klippa þar sem heyrðist hvað áhorfendur í leik Njarðvíkur og Þórs Þorlákshafnar kölluðu ósáttir í átt að dómurum leiksins.

Stuðningsmenn Njarðvíkur voru ekki ánægðir með dómarana í leiknum og létu vel í sér heyra en eftir að hafa litið betur á nokkur atvik sýndist sérfræðingunum að dómararnir hefðu dæmt öll vafaatriðin rétt.

„Þetta er ekki bara í Njarðvík,  þetta er út um allt land. Eftir leik Snæfells og ÍR fóru stuðningsmenn ÍR og fundu heimilisfang Inga Þórs, þjálfara Snæfells, og kölluðu ókvæðisorð að húsinu hans á meðan Ingi var ekki heima,“ sagði Kjartan Atli, þáttastjórnandi, ákveðinn og bætti við:

„ÍR er búið að biðjast afsökunar á þessu en það er kominn tími á að fólk fari að taka sig saman í andlitinu. Það er ætlast til þess að leikmenn og þjálfarar hagi sér vel því annars sé það tæknivilla. Það er kominn tími á það áhorfendur taki sig saman og hætti þessu kjaftæði,“ sagði Kjartan en myndband frá þessu má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×