Körfubolti

Haukar unnu öruggan 39 stiga sigur í bikarnum | Njarðvík B sigraði í nágrannaslagnum

Haukur var með átta stig í leiknum í dag.
Haukur var með átta stig í leiknum í dag. Vísir/Vilhelm
Úrvalsdeildarlið Hauka vann sannfærandi 39 stiga sigur á Ármanni í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins í dag en Haukar náðu sautján stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta.

Haukar náðu þegar mest var 44 stiga forskoti í leiknum en Ívar Ásgrímsson, þjálfari liðsins, gat dreift álaginu vel og fengu allir leikmenn liðsins að spila einhverjar mínútur.

Stephen Michael Madison var stigahæstur í leiknum með 16 stig en Emil Barja bætti við 13 stigum og tók 13 fráköst í liði Hauka. Í liði gestanna voru það þeir Dagur Hrafn Pálsson og Guðni Sumarliðason sem voru atkvæðamestir með 12 stig hvor en Dagur tók ásamt því 12 fráköst í leiknum.

Þá vann Njarðvík B átta stiga á Reyni Sandgerði í Sandgerði í dag en Njarðvík B náði mest 15 stiga forskoti í leiknum. Styrmir Gauti Fjeldsted var atkvæðamestur í liði Njarðvíkur B með 16 stig en í liði heimamanna var Sævar Eyjólfsson stigahæstur með 16 stig.

Leik Breiðabliks og Skallagríms var frestað en hann hefst klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×