Körfubolti

Þór Þorlákshöfn í 8-liða úrslitin eftir sigur fyrir austan

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vance Michael Hall var stigahæstur hjá Þór með 29 stig.
Vance Michael Hall var stigahæstur hjá Þór með 29 stig. Vísir/ernir
Þór Þorlákshöfn vann sjö stiga sigur á Hetti í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins fyrir austan í dag þrátt fyrir stórleik Tobin Carberry í liði Hattar en leiknum lauk með 96-86 sigri Þórs.

Höttur sem er enn án sigurs í Dominos-deildinni leiddi að fyrsta leikhluta loknum 21-19 en gestirnir spiluðu mun betur í öðrum leikhluta og voru með átta stiga forskot í hálfleik, 50-42.

Heimamönnum tókst að minnka muninn í þriðja leikhluta og var spenna í leiknum fram að lokamínútum leiksins en leikmenn Þórs reyndust einfaldlega vera sterkari á lokasprettinum og unnu að lokum átta stiga sigur.

Tobin fór á kostum í liði heimamanna með þrefalda tvennu upp á 39 stig, 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar en Eysteinn Bjarni Ævarsson bætti við átján stigum.

Í liði Þórs var það Vance Michael Hall sem var atkvæðamestur með 29 stig en Emil Karel Einarsson kom næstur með 28 stig.

Höttur-Þór Þ. 89-96 (21-19, 21-31, 25-22, 22-24)

Höttur: Tobin Carberry 39/12 fráköst/10 stoðsendingar, Eysteinn Bjarni Ævarsson 18, Mirko Stefán Virijevic 16/6 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 9/10 fráköst, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 7.

Þór Þ.: Vance Michael Hall 29/6 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 28/4 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 11/11 fráköst/3 varin skot, Halldór Garðar Hermannsson 8, Ragnar Örn Bragason 8/4 fráköst, Magnús Breki Þórðason 5, Baldur Þór Ragnarsson 5, Þorsteinn Már Ragnarsson 2/5 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×