Fræði og fjölmenning Jón Atli Benediktsson skrifar 8. desember 2015 07:00 Á öllum starfs- og fræðasviðum Háskóla Íslands má skynja að íslenskt samfélag verður fjölbreyttara með hverju árinu sem líður. Sú þróun birtist okkur í háskólanum bæði í viðfangsefnum náms og rannsókna, en ekki síður í fjölbreyttum starfsmanna- og nemendahópi. Þessari þróun fögnum við enda starfar háskólinn eftir þeirri sannfæringu að fjölbreytni ýti undir nýsköpun og framþróun samfélagsins. Ástæðurnar fyrir þessari þróun eru margþættar en hér spila meðal annars saman síaukin atvinnu- og námstækifæri fyrir fólk af erlendum uppruna, landkynning og öflugt vísindastarf sem hefur aukið áhuga alþjóðasamfélagsins á Íslandi, en einnig fólksflutningar vegna átaka í öðrum heimshlutum. Háskóli Íslands gegnir mikilvægu hlutverki í þróun íslensks fjölmenningarsamfélags og það hlutverk rækir hann meðal annars með því að stuðla að fræðslu, rannsóknum og stuðningi við upplýsta umræðu um málefni innflytjenda, flóttafólks og hælisleitenda. Sem lið í því að sinna þessu hlutverki hefur háskólinn því hrundið af stað fundaröð undir yfirheitinu Fræði og fjölmenning. Ráðstefna um efnið er jafnframt í undirbúningi. Markmiðið er að stuðla að enn frekari umræðu og fræðslu á sviði fjölmenningar með aðkomu fræðimanna, fagfólks, stjórnmálamanna, nemenda og almennings. Þetta er til viðbótar við það mikilvæga rannsókna- og fræðslustarf sem nú þegar er unnið innan háskólans á þessu sviði. Við Háskóla Íslands fögnum við því að tæplega 10% nemenda skólans koma erlendis frá. Á hinn bóginn er áhyggjuefni að hlutfall háskólanema sem eru innflytjendur endurspeglar ekki nægilega vel hlutfall innflytjenda í íslensku samfélagi. Þetta er ein af þeim áskorunum sem blasa við fjölmenningarsamfélögum. Þessari áskorun þarf íslenskt samfélag að mæta af festu með lausnamiðuðu hugarfari, vandaðri og upplýstri samræðu og samvinnu. Fjölmenningarsamfélag er samfélag fólks á öllum aldri. Því er mikilvægt að huga sérstaklega að þátttakendunum í því til lengri tíma litið, þ.e.a.s. börnum og ungu fólki af erlendum uppruna. Í ljósi þess hve mikilvægt þetta er hefur verið ákveðið að næsti hádegisfundur í röðinni Fræði og fjölmenning, sem fram fer í Þjóðminjasafninu á Alþjóðlega mannréttindadaginn þann 10. desember nk., muni fjalla um þetta málefni út frá sjónarhorni menntunar. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta og taka þannig þátt í samtalinu með okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Atli Benediktsson Mest lesið Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Á öllum starfs- og fræðasviðum Háskóla Íslands má skynja að íslenskt samfélag verður fjölbreyttara með hverju árinu sem líður. Sú þróun birtist okkur í háskólanum bæði í viðfangsefnum náms og rannsókna, en ekki síður í fjölbreyttum starfsmanna- og nemendahópi. Þessari þróun fögnum við enda starfar háskólinn eftir þeirri sannfæringu að fjölbreytni ýti undir nýsköpun og framþróun samfélagsins. Ástæðurnar fyrir þessari þróun eru margþættar en hér spila meðal annars saman síaukin atvinnu- og námstækifæri fyrir fólk af erlendum uppruna, landkynning og öflugt vísindastarf sem hefur aukið áhuga alþjóðasamfélagsins á Íslandi, en einnig fólksflutningar vegna átaka í öðrum heimshlutum. Háskóli Íslands gegnir mikilvægu hlutverki í þróun íslensks fjölmenningarsamfélags og það hlutverk rækir hann meðal annars með því að stuðla að fræðslu, rannsóknum og stuðningi við upplýsta umræðu um málefni innflytjenda, flóttafólks og hælisleitenda. Sem lið í því að sinna þessu hlutverki hefur háskólinn því hrundið af stað fundaröð undir yfirheitinu Fræði og fjölmenning. Ráðstefna um efnið er jafnframt í undirbúningi. Markmiðið er að stuðla að enn frekari umræðu og fræðslu á sviði fjölmenningar með aðkomu fræðimanna, fagfólks, stjórnmálamanna, nemenda og almennings. Þetta er til viðbótar við það mikilvæga rannsókna- og fræðslustarf sem nú þegar er unnið innan háskólans á þessu sviði. Við Háskóla Íslands fögnum við því að tæplega 10% nemenda skólans koma erlendis frá. Á hinn bóginn er áhyggjuefni að hlutfall háskólanema sem eru innflytjendur endurspeglar ekki nægilega vel hlutfall innflytjenda í íslensku samfélagi. Þetta er ein af þeim áskorunum sem blasa við fjölmenningarsamfélögum. Þessari áskorun þarf íslenskt samfélag að mæta af festu með lausnamiðuðu hugarfari, vandaðri og upplýstri samræðu og samvinnu. Fjölmenningarsamfélag er samfélag fólks á öllum aldri. Því er mikilvægt að huga sérstaklega að þátttakendunum í því til lengri tíma litið, þ.e.a.s. börnum og ungu fólki af erlendum uppruna. Í ljósi þess hve mikilvægt þetta er hefur verið ákveðið að næsti hádegisfundur í röðinni Fræði og fjölmenning, sem fram fer í Þjóðminjasafninu á Alþjóðlega mannréttindadaginn þann 10. desember nk., muni fjalla um þetta málefni út frá sjónarhorni menntunar. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta og taka þannig þátt í samtalinu með okkur.
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun