Skárra að vera fastur í París en í einhverju krummaskuði í Þýskalandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. desember 2015 06:00 Róbert Gunnarsson er í ákveðinni klemmu í Frakklandi þar sem hann fær ekkert að spila og mun líklega ekki fá að spila neitt næstu mánuðina. Vísir/Getty Línumaðurinn Róbert Gunnarsson á ekki upp á pallborðið hjá þjálfaranum sínum hjá PSG, Noka Serdarusic. Sá hefur ekkert notað Róbert síðustu vikur og tjáði svo fjölmiðlum um helgina að Róbert færi frá félaginu næsta sumar. „Ég spilaði síðast handbolta með landsliðinu,“ segir Róbert þar sem hann sat í mestu makindum á kaffihúsi í París og naut lífsins. „Þetta er reynsla sem ég verð að glíma við. Maður verður að geta tekist á við lægðirnar eins og maður gleðst yfir hæðunum. Þetta er mitt hlutverk núna.“Þjálfarinn talaði ekki við migÞótt búið sé að taka ákvörðun um framtíð Róberts hjá félaginu þá var félagið ekki að hafa fyrir því að ræða málið við línumanninn sterka. „Hann talaði ekkert við mig. Ég sá þetta bara á netinu. Þetta kom mér svo sem ekkert á óvart. Allt sem hann sagði var ekkert nýtt svo sem. Það er hans val að nota tvo aðra leikmenn frekar en mig. Ég verð bara að virða það þó svo ég sé eðlilega ekki sammála þessu vali hans,“ segir Róbert yfirvegaður. Hann er lítið farinn að spá í framhaldið. Hvort hann reyni að fá sig lausan sem fyrst eða hvort hann klári tímabilið á tréverkinu í París. „Ef það kemur eitthvað upp á borðið þá myndi ég auðvitað skoða það. Ég býst samt fastlega við því að ég verði hérna út tímabilið. Ég er með alla fjölskylduna hér og þar eru allir í sínu. Svo er líka dásamlegt að vera hérna. Það er skárra að vera fastur í svona stöðu í París en í einhverju krummaskuði í Þýskalandi,“ segir línumaðurinn jákvæður. Eðlilega er Róbert aðeins farinn að íhuga hvar hann vilji helst spila handbolta næstu árin en hann hefur spilað í Danmörku, Þýskalandi og svo Frakklandi. „Maður er kannski ekki opinn fyrir öllu en ég skoða það sem kemur upp á borð hjá mér. Það kemur til greina að vera áfram í Frakklandi en ég er minna spenntur fyrir Þýskalandi. Okkur leið svo mjög vel í Danmörku.“Nýt tímans með landsliðinu Þar sem línumaðurinn fær nánast ekkert að spila þá er kannski meiri tilhlökkun í Róberti en öðrum að komast á EM í Póllandi þar sem hann mun fá að spila handbolta loksins. „Það er um að gera að njóta þess áfram að vera í landsliðinu því maður veit aldrei hversu langur landsliðsferillinn verður. Eins og staðan er í dag er skrokkurinn fínn. Ég ætla að njóta þess að vera með strákunum í janúar og bíð gríðarlega spenntur eftir því að koma til móts við liðið. Er maður eldist fer maður að njóta þess meira og átta sig á þeim forréttindum sem það er að spila með landsliðinu.“ Eftir hryðjuverkaárásirnar í París hefur lífið aðeins breyst hjá Róberti og umgjörðin í kringum liðið. „Það var góð öryggisgæsla í kringum liðið fyrir og hún er orðin enn meiri núna. Það er reynt að láta okkur finna sem minnst fyrir þessu.“ EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Sjá meira
Línumaðurinn Róbert Gunnarsson á ekki upp á pallborðið hjá þjálfaranum sínum hjá PSG, Noka Serdarusic. Sá hefur ekkert notað Róbert síðustu vikur og tjáði svo fjölmiðlum um helgina að Róbert færi frá félaginu næsta sumar. „Ég spilaði síðast handbolta með landsliðinu,“ segir Róbert þar sem hann sat í mestu makindum á kaffihúsi í París og naut lífsins. „Þetta er reynsla sem ég verð að glíma við. Maður verður að geta tekist á við lægðirnar eins og maður gleðst yfir hæðunum. Þetta er mitt hlutverk núna.“Þjálfarinn talaði ekki við migÞótt búið sé að taka ákvörðun um framtíð Róberts hjá félaginu þá var félagið ekki að hafa fyrir því að ræða málið við línumanninn sterka. „Hann talaði ekkert við mig. Ég sá þetta bara á netinu. Þetta kom mér svo sem ekkert á óvart. Allt sem hann sagði var ekkert nýtt svo sem. Það er hans val að nota tvo aðra leikmenn frekar en mig. Ég verð bara að virða það þó svo ég sé eðlilega ekki sammála þessu vali hans,“ segir Róbert yfirvegaður. Hann er lítið farinn að spá í framhaldið. Hvort hann reyni að fá sig lausan sem fyrst eða hvort hann klári tímabilið á tréverkinu í París. „Ef það kemur eitthvað upp á borðið þá myndi ég auðvitað skoða það. Ég býst samt fastlega við því að ég verði hérna út tímabilið. Ég er með alla fjölskylduna hér og þar eru allir í sínu. Svo er líka dásamlegt að vera hérna. Það er skárra að vera fastur í svona stöðu í París en í einhverju krummaskuði í Þýskalandi,“ segir línumaðurinn jákvæður. Eðlilega er Róbert aðeins farinn að íhuga hvar hann vilji helst spila handbolta næstu árin en hann hefur spilað í Danmörku, Þýskalandi og svo Frakklandi. „Maður er kannski ekki opinn fyrir öllu en ég skoða það sem kemur upp á borð hjá mér. Það kemur til greina að vera áfram í Frakklandi en ég er minna spenntur fyrir Þýskalandi. Okkur leið svo mjög vel í Danmörku.“Nýt tímans með landsliðinu Þar sem línumaðurinn fær nánast ekkert að spila þá er kannski meiri tilhlökkun í Róberti en öðrum að komast á EM í Póllandi þar sem hann mun fá að spila handbolta loksins. „Það er um að gera að njóta þess áfram að vera í landsliðinu því maður veit aldrei hversu langur landsliðsferillinn verður. Eins og staðan er í dag er skrokkurinn fínn. Ég ætla að njóta þess að vera með strákunum í janúar og bíð gríðarlega spenntur eftir því að koma til móts við liðið. Er maður eldist fer maður að njóta þess meira og átta sig á þeim forréttindum sem það er að spila með landsliðinu.“ Eftir hryðjuverkaárásirnar í París hefur lífið aðeins breyst hjá Róberti og umgjörðin í kringum liðið. „Það var góð öryggisgæsla í kringum liðið fyrir og hún er orðin enn meiri núna. Það er reynt að láta okkur finna sem minnst fyrir þessu.“
EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Sjá meira