Krefur eigendur Eplis um 40 milljónir í skaðabætur ingvar haraldsson skrifar 8. desember 2015 15:01 Friðjón Björgvin Gunnarsson hefur verið sakaður um kennitöluflakk og komast þannig hjá því að greiða aðflutningsgjöld. vísir/vilhelm Friðjón Björgvin Gunnarsson og Netverslun ehf. hafa stefnt Skakkaturni ehf., sem rekur Epli á Íslandi, og krefjast ríflega 40 milljóna króna í skaðabætur. Félagið byggir skaðabótakröfu sína á lögbanni sem Skakkiturn hafði fengið lagt á hjá Sýslumanninum í Reykjavík og fengið staðfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, á innflutningi, dreifingu og sölu vefverslunarinnar Buy.is á vörum Apple. Lögbanninsúrskurðinum var snúið í Hæstarétti Íslands í mars 2014 vegna aðildarskorts Skakkaturns. „Skakkiturn, sem er rekstrarfélag Eplis á Íslandi, fékk eitthvað mikilmennsku brjálæði og taldi sig vera Apple Incorporated í Silicon Valley í Kaliforníu í United States of America,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Friðjóns og Netverslunar. „Ég held að það hafi ekki tekið Hæstarétt nema 30 sekúndur að átta sig á því að Skakkiturn er ekki Apple Incorporated og að sjálfsögðu sýknaði dómurinn umbjóðanda minn af öllum þessum kröfum og staðfestingu á lögbanninu og dæmdu Skakkaturn til þess að greiða umbjóðanda mínum málskostnað. En þá var staðan orðið sú að umbjóðandi minn hafði ekki getað flutt inn, selt eða dreift Apple vörum á Íslandi í um tvö ár,“ segir Vilhjálmur. Þetta hafi leitt til þess að félag Friðjóns varð gjaldþrota. Friðjón hefur verið verið sakaður um að hafa ítrekað fært starfsemi Buy.is á milli kennitalna til þess að losna við að greiða aðflutningsgjöld. Í frétt DV frá því fyrir ári var greint frá því að 12 af 17 hlutafélögum sem Friðjón tengist hafi verið lýst gjaldþrota. Ekki náðist í forsvarsmenn Eplis við vinnslu fréttarinnar. Tækni Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Friðjón Björgvin Gunnarsson og Netverslun ehf. hafa stefnt Skakkaturni ehf., sem rekur Epli á Íslandi, og krefjast ríflega 40 milljóna króna í skaðabætur. Félagið byggir skaðabótakröfu sína á lögbanni sem Skakkiturn hafði fengið lagt á hjá Sýslumanninum í Reykjavík og fengið staðfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, á innflutningi, dreifingu og sölu vefverslunarinnar Buy.is á vörum Apple. Lögbanninsúrskurðinum var snúið í Hæstarétti Íslands í mars 2014 vegna aðildarskorts Skakkaturns. „Skakkiturn, sem er rekstrarfélag Eplis á Íslandi, fékk eitthvað mikilmennsku brjálæði og taldi sig vera Apple Incorporated í Silicon Valley í Kaliforníu í United States of America,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Friðjóns og Netverslunar. „Ég held að það hafi ekki tekið Hæstarétt nema 30 sekúndur að átta sig á því að Skakkiturn er ekki Apple Incorporated og að sjálfsögðu sýknaði dómurinn umbjóðanda minn af öllum þessum kröfum og staðfestingu á lögbanninu og dæmdu Skakkaturn til þess að greiða umbjóðanda mínum málskostnað. En þá var staðan orðið sú að umbjóðandi minn hafði ekki getað flutt inn, selt eða dreift Apple vörum á Íslandi í um tvö ár,“ segir Vilhjálmur. Þetta hafi leitt til þess að félag Friðjóns varð gjaldþrota. Friðjón hefur verið verið sakaður um að hafa ítrekað fært starfsemi Buy.is á milli kennitalna til þess að losna við að greiða aðflutningsgjöld. Í frétt DV frá því fyrir ári var greint frá því að 12 af 17 hlutafélögum sem Friðjón tengist hafi verið lýst gjaldþrota. Ekki náðist í forsvarsmenn Eplis við vinnslu fréttarinnar.
Tækni Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira