Krefur eigendur Eplis um 40 milljónir í skaðabætur ingvar haraldsson skrifar 8. desember 2015 15:01 Friðjón Björgvin Gunnarsson hefur verið sakaður um kennitöluflakk og komast þannig hjá því að greiða aðflutningsgjöld. vísir/vilhelm Friðjón Björgvin Gunnarsson og Netverslun ehf. hafa stefnt Skakkaturni ehf., sem rekur Epli á Íslandi, og krefjast ríflega 40 milljóna króna í skaðabætur. Félagið byggir skaðabótakröfu sína á lögbanni sem Skakkiturn hafði fengið lagt á hjá Sýslumanninum í Reykjavík og fengið staðfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, á innflutningi, dreifingu og sölu vefverslunarinnar Buy.is á vörum Apple. Lögbanninsúrskurðinum var snúið í Hæstarétti Íslands í mars 2014 vegna aðildarskorts Skakkaturns. „Skakkiturn, sem er rekstrarfélag Eplis á Íslandi, fékk eitthvað mikilmennsku brjálæði og taldi sig vera Apple Incorporated í Silicon Valley í Kaliforníu í United States of America,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Friðjóns og Netverslunar. „Ég held að það hafi ekki tekið Hæstarétt nema 30 sekúndur að átta sig á því að Skakkiturn er ekki Apple Incorporated og að sjálfsögðu sýknaði dómurinn umbjóðanda minn af öllum þessum kröfum og staðfestingu á lögbanninu og dæmdu Skakkaturn til þess að greiða umbjóðanda mínum málskostnað. En þá var staðan orðið sú að umbjóðandi minn hafði ekki getað flutt inn, selt eða dreift Apple vörum á Íslandi í um tvö ár,“ segir Vilhjálmur. Þetta hafi leitt til þess að félag Friðjóns varð gjaldþrota. Friðjón hefur verið verið sakaður um að hafa ítrekað fært starfsemi Buy.is á milli kennitalna til þess að losna við að greiða aðflutningsgjöld. Í frétt DV frá því fyrir ári var greint frá því að 12 af 17 hlutafélögum sem Friðjón tengist hafi verið lýst gjaldþrota. Ekki náðist í forsvarsmenn Eplis við vinnslu fréttarinnar. Tækni Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Sjá meira
Friðjón Björgvin Gunnarsson og Netverslun ehf. hafa stefnt Skakkaturni ehf., sem rekur Epli á Íslandi, og krefjast ríflega 40 milljóna króna í skaðabætur. Félagið byggir skaðabótakröfu sína á lögbanni sem Skakkiturn hafði fengið lagt á hjá Sýslumanninum í Reykjavík og fengið staðfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, á innflutningi, dreifingu og sölu vefverslunarinnar Buy.is á vörum Apple. Lögbanninsúrskurðinum var snúið í Hæstarétti Íslands í mars 2014 vegna aðildarskorts Skakkaturns. „Skakkiturn, sem er rekstrarfélag Eplis á Íslandi, fékk eitthvað mikilmennsku brjálæði og taldi sig vera Apple Incorporated í Silicon Valley í Kaliforníu í United States of America,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Friðjóns og Netverslunar. „Ég held að það hafi ekki tekið Hæstarétt nema 30 sekúndur að átta sig á því að Skakkiturn er ekki Apple Incorporated og að sjálfsögðu sýknaði dómurinn umbjóðanda minn af öllum þessum kröfum og staðfestingu á lögbanninu og dæmdu Skakkaturn til þess að greiða umbjóðanda mínum málskostnað. En þá var staðan orðið sú að umbjóðandi minn hafði ekki getað flutt inn, selt eða dreift Apple vörum á Íslandi í um tvö ár,“ segir Vilhjálmur. Þetta hafi leitt til þess að félag Friðjóns varð gjaldþrota. Friðjón hefur verið verið sakaður um að hafa ítrekað fært starfsemi Buy.is á milli kennitalna til þess að losna við að greiða aðflutningsgjöld. Í frétt DV frá því fyrir ári var greint frá því að 12 af 17 hlutafélögum sem Friðjón tengist hafi verið lýst gjaldþrota. Ekki náðist í forsvarsmenn Eplis við vinnslu fréttarinnar.
Tækni Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent