Krefur eigendur Eplis um 40 milljónir í skaðabætur ingvar haraldsson skrifar 8. desember 2015 15:01 Friðjón Björgvin Gunnarsson hefur verið sakaður um kennitöluflakk og komast þannig hjá því að greiða aðflutningsgjöld. vísir/vilhelm Friðjón Björgvin Gunnarsson og Netverslun ehf. hafa stefnt Skakkaturni ehf., sem rekur Epli á Íslandi, og krefjast ríflega 40 milljóna króna í skaðabætur. Félagið byggir skaðabótakröfu sína á lögbanni sem Skakkiturn hafði fengið lagt á hjá Sýslumanninum í Reykjavík og fengið staðfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, á innflutningi, dreifingu og sölu vefverslunarinnar Buy.is á vörum Apple. Lögbanninsúrskurðinum var snúið í Hæstarétti Íslands í mars 2014 vegna aðildarskorts Skakkaturns. „Skakkiturn, sem er rekstrarfélag Eplis á Íslandi, fékk eitthvað mikilmennsku brjálæði og taldi sig vera Apple Incorporated í Silicon Valley í Kaliforníu í United States of America,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Friðjóns og Netverslunar. „Ég held að það hafi ekki tekið Hæstarétt nema 30 sekúndur að átta sig á því að Skakkiturn er ekki Apple Incorporated og að sjálfsögðu sýknaði dómurinn umbjóðanda minn af öllum þessum kröfum og staðfestingu á lögbanninu og dæmdu Skakkaturn til þess að greiða umbjóðanda mínum málskostnað. En þá var staðan orðið sú að umbjóðandi minn hafði ekki getað flutt inn, selt eða dreift Apple vörum á Íslandi í um tvö ár,“ segir Vilhjálmur. Þetta hafi leitt til þess að félag Friðjóns varð gjaldþrota. Friðjón hefur verið verið sakaður um að hafa ítrekað fært starfsemi Buy.is á milli kennitalna til þess að losna við að greiða aðflutningsgjöld. Í frétt DV frá því fyrir ári var greint frá því að 12 af 17 hlutafélögum sem Friðjón tengist hafi verið lýst gjaldþrota. Ekki náðist í forsvarsmenn Eplis við vinnslu fréttarinnar. Tækni Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Friðjón Björgvin Gunnarsson og Netverslun ehf. hafa stefnt Skakkaturni ehf., sem rekur Epli á Íslandi, og krefjast ríflega 40 milljóna króna í skaðabætur. Félagið byggir skaðabótakröfu sína á lögbanni sem Skakkiturn hafði fengið lagt á hjá Sýslumanninum í Reykjavík og fengið staðfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, á innflutningi, dreifingu og sölu vefverslunarinnar Buy.is á vörum Apple. Lögbanninsúrskurðinum var snúið í Hæstarétti Íslands í mars 2014 vegna aðildarskorts Skakkaturns. „Skakkiturn, sem er rekstrarfélag Eplis á Íslandi, fékk eitthvað mikilmennsku brjálæði og taldi sig vera Apple Incorporated í Silicon Valley í Kaliforníu í United States of America,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Friðjóns og Netverslunar. „Ég held að það hafi ekki tekið Hæstarétt nema 30 sekúndur að átta sig á því að Skakkiturn er ekki Apple Incorporated og að sjálfsögðu sýknaði dómurinn umbjóðanda minn af öllum þessum kröfum og staðfestingu á lögbanninu og dæmdu Skakkaturn til þess að greiða umbjóðanda mínum málskostnað. En þá var staðan orðið sú að umbjóðandi minn hafði ekki getað flutt inn, selt eða dreift Apple vörum á Íslandi í um tvö ár,“ segir Vilhjálmur. Þetta hafi leitt til þess að félag Friðjóns varð gjaldþrota. Friðjón hefur verið verið sakaður um að hafa ítrekað fært starfsemi Buy.is á milli kennitalna til þess að losna við að greiða aðflutningsgjöld. Í frétt DV frá því fyrir ári var greint frá því að 12 af 17 hlutafélögum sem Friðjón tengist hafi verið lýst gjaldþrota. Ekki náðist í forsvarsmenn Eplis við vinnslu fréttarinnar.
Tækni Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira