Umhverfismál og byggingariðnaður Sigríður Björk Jónsdóttir skrifar 9. desember 2015 10:24 Á heimsvísu er talið að byggingariðnaðurinn sé ábyrgur fyrir um 30% af losun gróðurhúsalofttegunda og noti um 40% af framleiddri orku í heiminum. Af þessu má sjá að í umræðunni sem nú fer fram í tengslum við loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna í París, þá er aukin umhverfisvitund í byggingariðnaði mikilvægur þáttur sem þjóðir heims þurfa að huga að þótt ekki hafi hann fengið mikla umfjöllun hér á landi í þessu sambandi. Það má ef til vill skýra með lægð í greininni undanfarin ár, og svo því að byggingariðnaðurinn er gjarnan flokkaður með almennum iðnaði þegar verið er að mæla loftslagsáhrif og jafnvel orkunotkun. Áhrif hans eru til dæmis ekki tekinn sérstaklega út í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar um það hvernig draga megi úr kolefnismengun hér á landi. En nú er farið að rofa til á byggingarmarkaði eins og sjá mátti á kynningarfundi Reykjavíkurborgar um uppbyggingaráform fyrir skömmu, og er það ekki síst vegna vegna síaukinnar og vaxandi eftirspurnar á hentugu húsnæði fyrir ungt fólk . En það skiptir máli hvernig byggt er. Bæði almenningur og fyrirtæki eru smám saman að verða æ meðvitaðri um samfélagslega ábyrgð og mikilvægi þess að lágmarka eins og kostur er umhverfisáhrif framkvæmda og gildir þá einu hvort um er að ræða stórar opinberar framkvæmdir, hefðbundnar húsbyggingar fyrir einstaklinga eða jafnvel endurbætur á eldra húsnæði. Þá vakna upp spurningar eins og þær hvort það hafi raunveruleg áhrif á endingu mannvirkis og kostnað framkvæmdar ef við veljum vistvænar og vottaðar byggingavörur umfram aðrar og hvort að aðferðafræði vistvænnar hönnunar hafi áhrif á gæði innilofts og þar með heilsu okkar og vellíðan.Ný tækifæri fylgja breyttum viðmiðumÍ nágrannalöndum okkar hafa þessi mál verið í mikilli þróun undanfarin ár, einkum í þeim löndum þar sem notkun svokallaðra vistvottunarkerfa fyrir bæði byggingar og skipulag er orðinn nokkuð algeng, eins og til dæmis í Noregi og Svíþjóð. Það er óhætt að fullyrða að notkun vistvottunarkerfa fyrir byggingarþar sem þess er krafist að gerð sé grein fyrir bæði uppruna byggingavöru og sett fram vottorð um lífsferilsgreiningu þeirra efna sem notuð eru auk ýmissa annarra þátta eins og lágmörkun orkunotkunarhafi á tiltölulega skömmum tíma stóraukið þekkingu bæði fagfólks og almennings á umhverfisáhrifum bygginga og leiðum til að draga úr þeim. Þessi þróun er að eiga sér stað hér á landi einkum þó þegar kemur að stærri framkvæmdum og má til dæmis nefna verkefni eins og vistvottað fangelsi á Hólmsheiði og nýjan framhaldsskóla í Mosfellsbæ sem dæmi um vistvottaðar byggingar þar sem þessari aðferðarfræði er beitt. Ef vilji er fyrir hendi þá eru ýmsar leiðir færar til að hafa áhrif á þessa þróun, umfram það að gera kröfu um notkun vistvottunarkerfa við stærri framkvæmdir. Fjárhagslegir hvatar geta verið mjög öflug leið til að stýra neyslu samanber lækkun vörugjalda og tolla á bifreiðar sem nota vistvæna orkugjafa. Síðustu áramót voru felld niður vörugjöld af byggingavörum sem er vel, en það mætti í kjölfarið skoða það að lækka virðisaukaskatt á byggingavörum sem eru umhverfisvottaðar með alþjóðlegum merkjum og í samræmi við viðurkennda staðla. Það myndi án efa auka eftirspurn og þar með hafa áhrif á framboð á vistvænum byggingavörum hér á landi. Þá gætu sveitarfélög skoðað möguleika á annars konar ívilnunum í formi lægri gjalda á vistvottað húsnæði auk þess að fjárfestar, bankar og tryggingafélög geta endurskoðað áhættumat fjárfestinga sem eru með umhverfisvottun og til dæmis lækkað vexti og markvisst veitt auknu fjármagni í grænar fjárfestingar. Vistbyggðarráð sem er samstarfsvettvangur um vistvæna þróun manngerðs umhverfis á Íslandi er tilbúið að leggja sitt af mörkunum við að skoða hvers konar ívilnanir verið er að vinna að í nágrannalöndum okkar og í kjölfarið að leggja til leiðir sem hafa jákvæð áhrif til lengri tíma í samvinnu við stjórnvöld og lykilaðila á markaði.Visferilshugsun og vönduð hönnun er nefnilega ekki bara æskileg út frá umhverfissjónarmiði. Ávinningurinn kemur einnig fram í aukinni hagkvæmni framkvæmda, gæðum húsnæðis og þar með virði þeirra verðmæta sem felast í okkar byggða umhverfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Á heimsvísu er talið að byggingariðnaðurinn sé ábyrgur fyrir um 30% af losun gróðurhúsalofttegunda og noti um 40% af framleiddri orku í heiminum. Af þessu má sjá að í umræðunni sem nú fer fram í tengslum við loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna í París, þá er aukin umhverfisvitund í byggingariðnaði mikilvægur þáttur sem þjóðir heims þurfa að huga að þótt ekki hafi hann fengið mikla umfjöllun hér á landi í þessu sambandi. Það má ef til vill skýra með lægð í greininni undanfarin ár, og svo því að byggingariðnaðurinn er gjarnan flokkaður með almennum iðnaði þegar verið er að mæla loftslagsáhrif og jafnvel orkunotkun. Áhrif hans eru til dæmis ekki tekinn sérstaklega út í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar um það hvernig draga megi úr kolefnismengun hér á landi. En nú er farið að rofa til á byggingarmarkaði eins og sjá mátti á kynningarfundi Reykjavíkurborgar um uppbyggingaráform fyrir skömmu, og er það ekki síst vegna vegna síaukinnar og vaxandi eftirspurnar á hentugu húsnæði fyrir ungt fólk . En það skiptir máli hvernig byggt er. Bæði almenningur og fyrirtæki eru smám saman að verða æ meðvitaðri um samfélagslega ábyrgð og mikilvægi þess að lágmarka eins og kostur er umhverfisáhrif framkvæmda og gildir þá einu hvort um er að ræða stórar opinberar framkvæmdir, hefðbundnar húsbyggingar fyrir einstaklinga eða jafnvel endurbætur á eldra húsnæði. Þá vakna upp spurningar eins og þær hvort það hafi raunveruleg áhrif á endingu mannvirkis og kostnað framkvæmdar ef við veljum vistvænar og vottaðar byggingavörur umfram aðrar og hvort að aðferðafræði vistvænnar hönnunar hafi áhrif á gæði innilofts og þar með heilsu okkar og vellíðan.Ný tækifæri fylgja breyttum viðmiðumÍ nágrannalöndum okkar hafa þessi mál verið í mikilli þróun undanfarin ár, einkum í þeim löndum þar sem notkun svokallaðra vistvottunarkerfa fyrir bæði byggingar og skipulag er orðinn nokkuð algeng, eins og til dæmis í Noregi og Svíþjóð. Það er óhætt að fullyrða að notkun vistvottunarkerfa fyrir byggingarþar sem þess er krafist að gerð sé grein fyrir bæði uppruna byggingavöru og sett fram vottorð um lífsferilsgreiningu þeirra efna sem notuð eru auk ýmissa annarra þátta eins og lágmörkun orkunotkunarhafi á tiltölulega skömmum tíma stóraukið þekkingu bæði fagfólks og almennings á umhverfisáhrifum bygginga og leiðum til að draga úr þeim. Þessi þróun er að eiga sér stað hér á landi einkum þó þegar kemur að stærri framkvæmdum og má til dæmis nefna verkefni eins og vistvottað fangelsi á Hólmsheiði og nýjan framhaldsskóla í Mosfellsbæ sem dæmi um vistvottaðar byggingar þar sem þessari aðferðarfræði er beitt. Ef vilji er fyrir hendi þá eru ýmsar leiðir færar til að hafa áhrif á þessa þróun, umfram það að gera kröfu um notkun vistvottunarkerfa við stærri framkvæmdir. Fjárhagslegir hvatar geta verið mjög öflug leið til að stýra neyslu samanber lækkun vörugjalda og tolla á bifreiðar sem nota vistvæna orkugjafa. Síðustu áramót voru felld niður vörugjöld af byggingavörum sem er vel, en það mætti í kjölfarið skoða það að lækka virðisaukaskatt á byggingavörum sem eru umhverfisvottaðar með alþjóðlegum merkjum og í samræmi við viðurkennda staðla. Það myndi án efa auka eftirspurn og þar með hafa áhrif á framboð á vistvænum byggingavörum hér á landi. Þá gætu sveitarfélög skoðað möguleika á annars konar ívilnunum í formi lægri gjalda á vistvottað húsnæði auk þess að fjárfestar, bankar og tryggingafélög geta endurskoðað áhættumat fjárfestinga sem eru með umhverfisvottun og til dæmis lækkað vexti og markvisst veitt auknu fjármagni í grænar fjárfestingar. Vistbyggðarráð sem er samstarfsvettvangur um vistvæna þróun manngerðs umhverfis á Íslandi er tilbúið að leggja sitt af mörkunum við að skoða hvers konar ívilnanir verið er að vinna að í nágrannalöndum okkar og í kjölfarið að leggja til leiðir sem hafa jákvæð áhrif til lengri tíma í samvinnu við stjórnvöld og lykilaðila á markaði.Visferilshugsun og vönduð hönnun er nefnilega ekki bara æskileg út frá umhverfissjónarmiði. Ávinningurinn kemur einnig fram í aukinni hagkvæmni framkvæmda, gæðum húsnæðis og þar með virði þeirra verðmæta sem felast í okkar byggða umhverfi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun