Bubbi og DIMMA gefa út tvöfalda tónleikaplötu Stefán Árni Pálsson skrifar 9. desember 2015 13:30 Það má búast við að þessi plata verði nokkuð góð. Samstarf Bubba Morthens og þungarokksveitarinnar DIMMU hefur slegið í gegn frá því að það var kynnt í lok árs 2014 og hefur eftirspurnin eftir þessum bræðingi verið gríðarlega mikil. Saman hafa þeir fyllt stærstu tónleikasali landsins og komu fram á mörgum af stærstu tónlistarhátíðum síðastliðins sumars og nægir að nefna Þjóðhátíð, Eistnaflug, Hammondhátíð og Bræðsluna. DIMMA hefur fært tónlist Utangarðsmanna og Das Kapital í sinn þunga og harða búning og Bubbi smellpassar við sveitina enda hefur hann sjaldan verið harðari og í meiri rokkgír en einmitt núna. Í mars komu þessir félagar saman á tveimur stútfullum tónleikum í Eldborgarsal Hörpu sem þar sem hljóð og mynd voru tekin upp. Þessar upptökur koma núna út á tvöföldum geisla og mynddiski sem ber einfaldlega nafnið Bubbi OG DIMMA. Upptökur frá Bræðslunni 2015 koma með sem aukaefni á DVD diskinum en þar lék DIMMA nokkur af sínum þekktustu lögum áður en BUBBI steig á sviðið með þeim og tryllti stappfullan salinn með sínum mögnuðu rokklögum sem allir þekkja. Lög eins og Samband í Berlín, Hírósíma, Poppstjarnan og Blindsker fá að hljóma í ógurlegum útsetningum DIMMU. Frægt er orðið þegar ryðinu rigndi niður úr lofti braggans á Bræðslunni enda hefur annar eins kraftur sjaldan verið leystur þar úr læðingi þó að byggingin hafi staðið þarna í áratugi. Hér að neðan má sjá upptöku frá tónleikunum, þegar þessir mögnuðu listamenn tóku lagið Samband í Berlín eftir Utangarðsmenn. Tónlist Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Fleiri fréttir Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Sjá meira
Samstarf Bubba Morthens og þungarokksveitarinnar DIMMU hefur slegið í gegn frá því að það var kynnt í lok árs 2014 og hefur eftirspurnin eftir þessum bræðingi verið gríðarlega mikil. Saman hafa þeir fyllt stærstu tónleikasali landsins og komu fram á mörgum af stærstu tónlistarhátíðum síðastliðins sumars og nægir að nefna Þjóðhátíð, Eistnaflug, Hammondhátíð og Bræðsluna. DIMMA hefur fært tónlist Utangarðsmanna og Das Kapital í sinn þunga og harða búning og Bubbi smellpassar við sveitina enda hefur hann sjaldan verið harðari og í meiri rokkgír en einmitt núna. Í mars komu þessir félagar saman á tveimur stútfullum tónleikum í Eldborgarsal Hörpu sem þar sem hljóð og mynd voru tekin upp. Þessar upptökur koma núna út á tvöföldum geisla og mynddiski sem ber einfaldlega nafnið Bubbi OG DIMMA. Upptökur frá Bræðslunni 2015 koma með sem aukaefni á DVD diskinum en þar lék DIMMA nokkur af sínum þekktustu lögum áður en BUBBI steig á sviðið með þeim og tryllti stappfullan salinn með sínum mögnuðu rokklögum sem allir þekkja. Lög eins og Samband í Berlín, Hírósíma, Poppstjarnan og Blindsker fá að hljóma í ógurlegum útsetningum DIMMU. Frægt er orðið þegar ryðinu rigndi niður úr lofti braggans á Bræðslunni enda hefur annar eins kraftur sjaldan verið leystur þar úr læðingi þó að byggingin hafi staðið þarna í áratugi. Hér að neðan má sjá upptöku frá tónleikunum, þegar þessir mögnuðu listamenn tóku lagið Samband í Berlín eftir Utangarðsmenn.
Tónlist Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Fleiri fréttir Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Sjá meira