Breska þingið þarf að íhuga að banna Trump að koma til Bretlands Aðalsteinn Kjartansson skrifar 9. desember 2015 15:49 Bandaríska varnarmálaráðuneytið telur ummæli um að banna múslímum að koma til Bandaríkjanna dragi úr þjóðaröryggi. Vísir/AFP Breska þingið þarf samkvæmt lögum að fjalla um kröfu rúmlega 200 þúsund Breta um að banna Donald Trump, fjárfestis og frambjóðanda í forvali Repúblikanaflokksins fyrir komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum, að koma til Bretlandseyja.Undirskriftarsöfnun fór af stað í kjölfar umdeildra ummæla Trump um að banna ætti múslímum að koma til Bandaríkjanna á mánudag. Fljótlega voru undirskriftirnar komnar yfir 100 þúsunda múrinn, en það er sá fjöldi sem þarf að skrifa undir til að þingið þurfi að taka málið til umfjöllunar. Þingið mun þurfa að taka afstöðu til þess hvort málið komi til umræðu í þingsal. Ólíklegt þykir að málið fari lengra en það hefur þegar gert og nær útilokað að þingið samþykki að meina Trump að koma til Bretlands. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í samtali við Guardian að besta leiðin til að takast á við svona vitleysu væri lýðræðisleg umræða. Ef Trump verði hins vegar meinað að koma til landsins verður hann ekki sá fyrsti . Bretar hafa áður bannað fólki að koma til landsins, til að mynda grínistanum Dieudonné M’bala M’bala vegna gyðingahaturs. Ummælin hafa eins og áður segir vakið gríðarlega sterk viðbrögð og telur bandaríska varnarmálaráðuneytið að þau dragi úr þjóðaröryggi í landinu. Upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, Peter Cook, segir að ummæli sem þessi falli vel að málflutningi ISIS. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja Trump óhæfan í forsetaembætti Ummæli forsetaframbjóðandans um að banna ætti múslimum að koma til Bandaríkjanna hafa vakið mikla reiði. 8. desember 2015 19:23 Bandaríkin ekki í stríði við múslima Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, varar við því að láta óttann við hryðjuverk kljúfa þjóðina. Hvetur þingið til að herða skotvopnareglur. Forsetaframbjóðendur repúblikana lítt hrifnir af boðskapnum. 8. desember 2015 06:00 Trump vill loka Bandaríkjunum fyrir múslimum Donald Trump varpaði enn einni sprengjunni í kosningabaráttunni á fundi í Suður-Karólínu í gær 8. desember 2015 08:44 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Titringur á Alþingi Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Breska þingið þarf samkvæmt lögum að fjalla um kröfu rúmlega 200 þúsund Breta um að banna Donald Trump, fjárfestis og frambjóðanda í forvali Repúblikanaflokksins fyrir komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum, að koma til Bretlandseyja.Undirskriftarsöfnun fór af stað í kjölfar umdeildra ummæla Trump um að banna ætti múslímum að koma til Bandaríkjanna á mánudag. Fljótlega voru undirskriftirnar komnar yfir 100 þúsunda múrinn, en það er sá fjöldi sem þarf að skrifa undir til að þingið þurfi að taka málið til umfjöllunar. Þingið mun þurfa að taka afstöðu til þess hvort málið komi til umræðu í þingsal. Ólíklegt þykir að málið fari lengra en það hefur þegar gert og nær útilokað að þingið samþykki að meina Trump að koma til Bretlands. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í samtali við Guardian að besta leiðin til að takast á við svona vitleysu væri lýðræðisleg umræða. Ef Trump verði hins vegar meinað að koma til landsins verður hann ekki sá fyrsti . Bretar hafa áður bannað fólki að koma til landsins, til að mynda grínistanum Dieudonné M’bala M’bala vegna gyðingahaturs. Ummælin hafa eins og áður segir vakið gríðarlega sterk viðbrögð og telur bandaríska varnarmálaráðuneytið að þau dragi úr þjóðaröryggi í landinu. Upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, Peter Cook, segir að ummæli sem þessi falli vel að málflutningi ISIS.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja Trump óhæfan í forsetaembætti Ummæli forsetaframbjóðandans um að banna ætti múslimum að koma til Bandaríkjanna hafa vakið mikla reiði. 8. desember 2015 19:23 Bandaríkin ekki í stríði við múslima Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, varar við því að láta óttann við hryðjuverk kljúfa þjóðina. Hvetur þingið til að herða skotvopnareglur. Forsetaframbjóðendur repúblikana lítt hrifnir af boðskapnum. 8. desember 2015 06:00 Trump vill loka Bandaríkjunum fyrir múslimum Donald Trump varpaði enn einni sprengjunni í kosningabaráttunni á fundi í Suður-Karólínu í gær 8. desember 2015 08:44 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Titringur á Alþingi Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Segja Trump óhæfan í forsetaembætti Ummæli forsetaframbjóðandans um að banna ætti múslimum að koma til Bandaríkjanna hafa vakið mikla reiði. 8. desember 2015 19:23
Bandaríkin ekki í stríði við múslima Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, varar við því að láta óttann við hryðjuverk kljúfa þjóðina. Hvetur þingið til að herða skotvopnareglur. Forsetaframbjóðendur repúblikana lítt hrifnir af boðskapnum. 8. desember 2015 06:00
Trump vill loka Bandaríkjunum fyrir múslimum Donald Trump varpaði enn einni sprengjunni í kosningabaráttunni á fundi í Suður-Karólínu í gær 8. desember 2015 08:44